Vikan

Tölublað

Vikan - 12.08.1965, Blaðsíða 28

Vikan - 12.08.1965, Blaðsíða 28
ANGELIQUE og kóngurinn Framhald af bls. 17. Allsstaðar var allt í óreiðu. Ég ákvað að vera þolinmóður og ráðast fyrst á garðinn, Þar sem hann var hæstur. Árin hafa liðið. Vatnsföllin, sem áður flæddu, hafa á ný tekið að renna milli bakka sinna. Nú er röðin komin að flotanum, Colbert. — Ég skal helga mig málinu, Sire. Konungurinn hafði risið á fætur. Fjármálamaðurinn reis einnig á fætur og gekk aftur á bak í áttina frá konunginum en nam staðar með Þriggja skrefa millibili og hneigði sig djúpt. — Eitt enn, Colbert. Þér megið ekki misskilja Það sem ég ætla að segja við yður, en setjið Það á reikning áhugans, sem ég hef fyrir yður, og vináttunnar ,sem ég ber til yðar. Nú, þegar ég hef veitt yður þetta mikla starf, þætti mér vænt um að sjá yður leggja meiri rækt við útlit yðar og framkomu. Fjármálaráðherrann strauk um kinn sér. — Fyrirgefið mér, yðar hágöfgi. Gerið svo vel að leiða hugann að því, hve lítinn tima ég hef frá störfum mínum. Eg eyddi mestum hluta næturinnar i að lesa skýrslu Montevergue. Þar að auki vissi ég ekki, að yðar hágöfgi myndi halda kyrru fyrir í Versölum og varð að hverfa að heiman með miklum asa. — Ég veit, að iðjusemi yðar og trúmennsku er um að kenna, Mon- sieur Colbert. Fjarri sé Það mér, að neyða yður til að eyða tíma 1 borða og knipplinga, nema ef Það væri til að auka framleiðslu þeirra. En hversu hlédrægur, sem Þér eruð í eðli yðar, ættuð Þér að vera stoltur yfir þeirri háu stöðu, sem þér skipið. Heiður krúnunnar og ljómi hennar I augum heimsins getur orðið fyrir neikvæðum áhrifum, ef eitthvað skortir á glæsileik þeirra, sem þar standa næstir. Það er ekki nóg að vera. Maður verður lika að sýnast. Minnist Þess, og___, talið um það við Madame Colbert. Bros konungsins dró broddinn úr því, sem annars hefði sært. Fjár- málaráðherrann hneigði sig aftur og hvarf. Angelique, sem allt í einu fann til mikillar þreytu og hungurs, ætlaði að fylgja honum eftir. Konungurinn kallaði á hana: — Gerið svo vel að vera kyrr, Madame. Hann virti Angelique vandlega fyrir sér: — Verðið Þér við veiðarnar á morgun? — Sire, Það ætla ég mér eindregið. — Ég skal tala við markgreifann, svo hann geti hjálpað yður að standa við Það góða fyrirheit. Hún dró andann léttar, og bros breiddist yfir andlit hennar. — Undir Þeim kringumstæðum Sire, er ég viss um að geta verið viðstödd. I sama bili kom de Charost hertogi í ljós: — Ætlar hans hágöfgi að vera við veizluna, eða á að bera honum matinn í einrúmi? — Úr Því Það á að vera veizla, er rétt að valda Þeim ekki vonbrigðum, sem hafa komið til Versala til að sjá. Við komum. Angelique hneigði sig enn einu sinni og lagði svo aftur af stað til dyranna. En hans hágöfgi ávarpaði hana á ný. — Mér skilst, að Þér eigið syni. Eru Þeir orðnir nógu gamlir til að ganga í Þjónustuna? — Sire, Þeir eru ennþá mjög ungir — sex og átta ára. — Á sama aldri og krónprinsinn. Hann er senn orðinn nógu gamall til að losna undan umsjá kvennanna og fá sinn kennara. Ég hefði gaman af því, að hann fengi Þá einhverja félaga, sem gætu tekið þátt í leikjum hans og veitt honum einhverja samkeppni. Angelique hneigði sig enn einu sinni, undír öfundsjúku augnaráði hirðmannanna, sem komnir voru inn 1 herbergið. 5. KAFLI Þegar konungurinn borðaði i stórveizlu i Versölum, var Það litlu minni athöfn, en Þegar hann fór á fætur. Hver hafði sínu hlutverki að gegna, allt frá Því að festa á hann munnÞurrkuna. Konungurinn sagði fátt, meðan á borðhaldinu stóð, en ekkert fór framhjá honum. Hvað eftir annað sá Angelique hann rísa örlítið úr sæti, til að kinka kolli til einhverrar hirðmeyiarinnar, Þegar hún kom inn, og bíða meðan herbergisþjónninn flýtti sér til hennar með skemil. En hinar voru fleiri — þær sem ekki máttu fá sér sæti — og Angelique var ein af Þeim. Hún varð stöðugt Þreyttari. Madame de Choisy, sem stóð næst henni, hvíslaði: — Ég heyrði, að konungurinn var að tala við Þig um drengina rétt fyrir andartaki. Skelfing ertu heppin, kæra vinkona. Hikaðu ekki eitt andartak. Synir Þinir munu komast langt, ef Þú venur Þá Þannig við að umgangast aðeins fyrirfólk. Littu bara á son minn. Ég hafði alið hann Þannig upp síðan hann var smá ögn. Hann er ekki fullra tuttugu ára, en honum hefur orðið svo vel ágengt, að hann er í þann veginn að verða biskup. Þessa stundina hafði Angelique þó miklu minni áhyggjur af fram- tið Florimonds og Cantors, en hún hafði af því hvað hún fengi að éta, og ef mögulegt væri, hvar hún gæti tyllt sér. Hún yfirgaf veizlusalinn eins hljóðlega og hún gat, og slóst í hóp með nokkrum konum, sem höfðu safnazt saman umhverfis eitt spilaborðið. Þjónar báru Þeim diska með góðgæti, og þær grufluðu í því með fingrunum, án þess að líta af spilunum. Hávaxin, gild kona reis á fætur og kyssti Angelique á báðar kinnar. Þetta var Grande Mademoiselle. — Það er alltaf jafn gaman að sjá Þig, kæra vinkona. Mér finnst Þú hafa horazt við hirðina upp á siðkastið. Oft hef ég velt Þvi fyrir mér Þessa síðustu mánuði, hvar Þú værir, en ég hef ekki þorað að spyrja kónginn. Satt bezt að segja, byrjar hver okkar fundur illa og endar ver. Samt er hann frændi minn, og við skiljum hvort annað. En nú ertu Ioksins komin. Þú lítur út eins og þú sért að reyna að finna einhvern. — Ef yðar hátign vill hafa mig afsakaða, er ég að leita að stað, þar sem ég get tyllt mér. Prinsessan leit með skelfingu á hana. — Þú getur ekki setið hér. 28 Madame er með okkur. —• Staða mín leyfir mér heldur ekki að sitja í yðar návist, yðar há- göfgi. — Þar hefur þú rangt fyrir þér. Þú ert aðalborin kona en ég er aðeins einskonar barnabarn Frakklands í gegnum Hinrik IV sem var afi minn. Svo þú hefur rétt til að sitja í minni navist, annað hvort á mottu eða skemli, og ég myndi með ánægju leyfa Þér Það. En með Madame hér, sem er dóttir Frakklands, með Þvi að vera eiginkona Monsieur, er Það alveg útilokað. — Eg skil. Angelique smastundi. — En, hélt Grande Mademoiselle áfram, — komdu og spilaðu með okkur. Við vorum einmitt að svipast um eftir einni enn. Madame Doriné er nýfarin eftir að hafa tapað hverju sou, sem hún hafði. — Hvernig get ég spilað án Þess að setjast ? — Þú getur setzt, sagði prinsessan. — Svona komdu nú. Hún leiddi Angelique til að hneigja sig fyrir Madame, sem var með spilin i annarri hendinni og kjúklingsvæng í hinni. Hún brosti fjarhuga við Angelique. En Angelique hafði varla tyllt sér, Þegar Madame de Montespan kom Þjótandi og greip í handlegginn á henni. — Fljót, nú er rétti timinn til að kynna Þig fyrir drottningunni. Angelique stamaði einhverja afsökun og Þaut á eftir vinkonu sinni. — Athénais, sagði hún og reyndi að ná henni. — Þú verður að útskýra Þetta fyrir mér með skammelin. Ég veit ekki, hvað þið eruð að tala um. Hvenær, hvernig og undir hvaða kringumstæðum og með hvaða stétt getur kona við hirðina tyllt sér? —¦ Hér um bil aldrei. Aldrei að viðstöddum konunginum eða drottn- ingunni né nokkrum af hinni konunglegu fjölskyldu. Samt eru alls- konar reglur og allskonar undantekningar frá reglunum. En rétturinn til að sitja á skammeli er draumur allra og hefur verið um aldaraðir. Upphaflega höfðu karlmennirnir einir rétt til þess, en seinna fengu konurnar einnig sömu réttindi. Skammelið er tákn hæstu stöðu eða mestrar hylli. Þú færð ekki skammel nema þú komizt í nánasta fylgdar- lið annaðhvort konungsins eða drottningarinnar. En svo eru að sjálf- sögðu allskonar undantekningar. FLOGIÐ STRAX ' FARGJALD /A GREITT SÍQAR^ ;¦;.¦¦.¦¦ I Danmörk - Sv#Jb/oð - Rúmenía % é 2.9. - 219. 20 daga feú Ú I YjT/A '/////# j SÍMI 22890 BOX 465 RÉYKJAVÍK ^ Ferðir, hótel, matur og leiðsögn innifalin í verði. Aðeins morgunmatur í Kaupmannahöfn. Ferðir til Istanbul, Odessa, og innan lands gegn vægu aukagjaldi. Ferðamannagjaldeyrir. 300 sól ZZ ardagar á ári. Þœgilégt loftslag. Nýtízku hótel V% og gott fæði. Tryggið ykkur far í tíma. ódýr- /Z, ustu Rúmenfuferðir sem völ er á. /t Fararstjóri: Gestur Þorgrímsson. /A Ferðaáætlun: 2. septem ber: Flogið til Kaupmannahafnar og dvalið þar 2 daga. 4. september: Farið með ferju til Malmö og samdægurs flogið til Constanta og ekið til Mamaia og dvalist þar á baðströndinni í hálfan mánuð á hótel Doina. 18. september: Farið frá Mamaia til Constanta og flogið til Malmö en þaðan farið til Kaupmannahafnar með ferju og dvalist þar í 3 daga. LAN DBUN^ FERÐASKRIFSTOFA Skólavörðustíg 16, II. h»ð #Æmm/Æ//tm///////m//Æ. VIKAN 32. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.