Vikan

Eksemplar

Vikan - 09.09.1965, Side 2

Vikan - 09.09.1965, Side 2
Bezta tóbakið veitir mesta ánægju. REYKIÐ CHESTERFIELD! í FULLRI HLVÖRU Breyttor ögunaraðferðir £ Brekkukotsannál bregður Halldór Kiljan Laxness upp skemmtilegri og ógleymanlegri mynd af þeirri aðferð við ög- un, sem langafar okkar og lang- ömmur beittu við börn sin og þótti gefast vel. Sveininum Alf- grími varð það á i barnaskap sinum að bölva blessaðri kúnni; meira að segja sigaði hann á hana hundinum. Rósemin var kennimark hvunndagsins i * Brekkukoti og eins og jafnan, þegar drengurinn var eitthvað að duðra i rænfanginu, þá liafði hann það á tilfinningunni, að h'afðar væru á honum gætur af vökulum augum bak við hurð í hálfa gátt. En löngu seinna, þeg- ar iiðið var framundir miðjan aftan, þá gekk gamla konan út eins og hún tæki ekki eftir drengnum og meðan hún skoðaði undir kálið, var eins og hún segði við sjálfa sig: „Bg vona mér hafi misheyrst í morgun að einhvur hér á bænum hafi verið að tala ljótt um kúna.“ Drengurinn skildi við hvað hún átti við og reyndi að bera af sér sakir. Þá bætti sú gamla við: „Ég veit fátt jafnljótt og að tala illa um kú, — nema ef vera skildi að setja á hana liundinn.“ Það voru engar flengingar í Brekkukoti, enginn hávaði og æsingur. En drengnum var gert það skiljanlegt, ef hann liafði gert einhverjum á móti skapi. Ef þessi gamla ögunaraðferð, sem sýnir svo vel skaplyndi þjóðarinnar, liefur verið góð og gild áður fyrr, þá er luin það vafalaust enn i dag. Samt er henni ekki beitt lengur; hún lief- ur einhvern veginn dottið upp- fyrir ásamt ýmsu úr menningu bændaþjóðfélagsins, sem leið undir lok á þessari öld. Eftir þvi sem ég hef kynnzt ögun barna hér í ])éttbýlinu, þá byggist hún mest á hávaða, en samt er hún sorglega áhrifa- lítil að því er virðist. Nú mundi * enginn mæla fá orð með alvöru- þunga undir kálhaus mörgurn klukkutímum eftir afbrotið. , Frúin í .Brekkukoti dagsins i dag , mundi þjóta út og taka i krakk- ann; hafa uppi liávaða skammir og hóta ])ví i meiningarleysi, sem er verst af öllu: Að taka af krakkanum bæði kókið og tyggj- óið. Og um leið og hún hyrfi inn að nýju, mundi krakkinn siga hundinum aftur svo framar- lega sem liann langaði minnstu vitund til þess. Ég sé ekki betur en að krakkarnir séu orðin skömmunum svo vön, að þau séu liætt að taka eftir þeim. G.S. 2 VIKAN 36. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.