Vikan

Issue

Vikan - 09.09.1965, Page 10

Vikan - 09.09.1965, Page 10
-*2> Svona lítur platan út. Við sjáum það hér £ að ofan og til hægri — það er þokkalegur vatns- halli beggja megin frá inn að miðjunni. Hús f byggingu Það er nálega upp- lega ónýtt ffyrir handvömm HVERBER ABYRGÐINA Sprungið undan gluggahorni. Eru þctta forsvaranleg vinnubrögð? Bílskúrinn kvaddi kóng og prest og fór sína leið. Þó var hann upprunalega fastur við húsið. Hérna eru skemmtilegar og fallegar svalir. Því miður má ekki ganga út á þær, og spýturnar verða að standa undir — annars hrynur snilldarverkið. Það finnst víst mörgum húsbyggjandanum nóg, þær áhyggjur og fjárútlát, sem tilheyra slíkum framkvæmdum, jafnvel þótt allt fari eftir áætlun og verkið sé vel og fljótt unnið. En hvað mega þeir segja, sem setja fjármuni sína í bygg- ingu, sem reynist svo gölluð, að ekkert er annað hægt að gera en að rífa hana til grunna, eða „setja ýtu á draslið" eins og komizt er að orði. Hverjir bera ábyrgð á því — og hverjir verða fyrir mesta tapinu? VIKAN greinir frá nokkrum slíkum tilfellum í þessari grein. að virðist vera hreint alveg sama hvað byggingarkostnað- ur hækkar hér á landi ár eftir ár, að alltaf er nýbyggingum að fjölga og þeir verða æ fleiri og fleiri, sem bætast í hóp húseigenda. Það er vissulega gott og gagn- legt að eignast þak yfir höfuðið, ef það tekst með góðu móti, en vafa- samt að það borgi sig að leggja líkamlega eða jafnvel andlega heilsu að veði. Margar sögurnar hafa heyrzt um menn, sem hafa stritað í því baki brotnu að koma sér upp húskofa, og leggjast svo úttaugaðir og máttvana með lapp- irnar uppíloft, þegar þeim hefur tekizt að troða fjölskyldunni með harmkvælum inn í eina stofu eða svo. Margir bera aldrei framar sitt barr svo orð sé á gerandi, og flest- ir stíga á stokk og strengja þess heit að leggja aldrei út í slíkt ævin- týri aftur. En allflestum tekst furðan- lega að leyna því hvernig ástatt er með þá andlega eftir framkvæmd- irnar, eru sléttir og felldir á yfir- borðinu, en liggja svo andvaka og andstuttir í rúminu á nóttunum, með allar áhyggjur heimsins hvílandi á huganum. I stað þess að telja roll- ur eins og venjulegt fólk áður en þeir fara að sofa, svífa þeim víxl- arnir fyrir sjónum eins og logndrífa á jóladag, og hamar uppboðshald- arans lemur þá í óða önn eins og damphamar við bryggjugerð. Slíkt ástand er venjulegt og raun- ar kannske aðeins eðlilegt fyrir þá, sem hafa komizt nokkurnveginn klakklaust ( gegn um vítiseld hús- byggjandans og eru að öðru leyti tilbúnir undir tréverk. Þeir eru flest- ir, sem betur fer, og hinir aðeins í miklum minnihluta, sem hrapa sak- lausir ofan í hyldýpi málaferla, skulda, matsgerða, rifrildis og hús- næðisleysis árum saman. Því er nefnilega þannig farið með hús, eins og aðra hluti — og alls ekki síður — að undirstaðan verður að vera traust og góð og verkið vandað, svo öllum vegni vel, arkítekt, húsameistara, múrara- meistara, trésmíðameistara, pípu- lagningameistara, rafmagnsmeist- ara, málarameistara, bæjarverk- fræðing og húseiganda — ásamt frú. Ef einhver hlekkurinn í þessari keðju bregzt, þá er fjandinn hrein-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.