Vikan

Eksemplar

Vikan - 09.09.1965, Side 48

Vikan - 09.09.1965, Side 48
Nú er það komiö, VO-5 vinsælasta shampoo Bandaríkjanna, sem gerir hárið nákvæmlega eins og þér viljið hafa það. Stendur hárið venjulega út í loftið eftir þvottinn? Ekki lengur. Ekki með VO-5. Gerið VO-5 að yðar shampoo — og það verður barnaleikur að leggja hárið. VO-5 með 5 starfrænum efnum: 3, sem gera hárið hreint, glansandi og vellykt- andi. 2, sem gera hárið mjúkt og viöráð- anlegt — eins og þér viljið hafa það. EINKAUMBOÐ: J. P. GUÐJÓNSSON H.F. Skúlagötu 26. — Sími 11740. UN-CAN Vér höfum ávcillt fyrirliggjandi: UN CAN Grasnar baunir, UN CAN Gulrœtur, UN CAN Blandað grænmeti, UN CAN Bakaðar baunir, UN CAN Þurrkaðar grænar baunir, UN CAN Jarðarber. UN CAN vörur fást í næstu búð. Heildsölubirgðir: KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ H.F. SÍMI 24120. Hver ber ábyrgSina? Framhald af bls. 11. NiðurstaSan varð því sú, að þeir voru allir þrír dæmdir til að greiða húseigandanum sameiginlega 70 þúsund krónur í bætur, — eða 56 þúsund krónur sem áætlaðar voru til lagfærngar árið 1962, og 14 þús- und krónur í skaðabætur vegna stöðvunar byggingarinnar . . Þessi dómur var upp kveðinn í bæjarþingi viðkomandi bæjar í des- ember, 1964, eða tveim og hálfu ári eftir að framkvæmdir voru stöðv- aðar. En sagan er ekki öll sögð enn. Einn meistaranna, sá sem hætti við þátttöku í byggingunni, hefur nú áfrýiað málinu til Hæstaréttar, því hann álítur sig ekki ábyrgan á neinn hátt. Hver svo sem úrslit verða þar, er víst að enn verður töluverður dráttur á því að húseigandi fái úr því skorið hver greiði hvað. Og á meðan líður tíminn, og byggingin stendur óhreyfð. Það er að segja — óhreyfð er hún varla, en framkvæmdir eru þar eng- ar. Byggingin hefur hreyfzt á þann hátt, að sprungur og aðrir gallar hafa orðið enn meiri, því hún held- ur áfram að síga. Bílskúrinn fer lengra í burtu, undirstöður dýpra niður, loftið verður bjúgmyndaðra, ryk og óhreinindi setjast í rifur og varla verður hægt að gera við þær, mótatimbur hverfur smátt og smátt, en það sem eftir er fúnar og eyði- leggst. Vera má að viðgerðin hafi kostað aðeins 56 þúsund krónur, ef hafizt hefði verið handa strax. Nú er það álit sérfróðra manna að ekkert dugi annað en „setja ýtu á draslið og byrja upp á nýtt". Það er að segja að það muni verða dýr- ara að byggja hús á þessum stað, eins og nú er komið, heldur en á einhverri annarri auðri lóð. Það kom fram fyrir rétti, að hús- eigandinn hafði lagt um 330 þús- und krónur í bygginguna, þegar hún var stöðvuð 1962. Allt þetta fé má sennilega reikna sem tap- að. Þar að auki vexti af því í a.m.k. þrjú ár. Sé reiknað með 7% vöxt- um í þrjú ár, verða það 23 þúsund krónur. Þar að auki varð eigand- inn að bjarga sér um annað hús- næði þennan tíma og um ókomna framtíð, og lagði í kaup á íbúð tilbúinni undir tréverk. í sambandi við þau kaup hefur hann auðvitað þurft að standa í allskonar erfið- leikum, dýrum víxillánum o.s.frv. og býr svo í hálftilbúinni íbúð. Það er því, þegar á allt er litið, ekki fjarri sanni að fjárútlát hans í sam- bandi við ævintýrið hafi verið langt í hálfa milljón, þegar reiknaður er með ókominn kostnaður við að rífa og fjarlægja það sem upp er kom- ið af nýja húsinu og aukinn bygg- inga kostnaður. Upp í þetta fær hann sér dæmdar 70 þúsund krónur, sem rétturinn á- Ktur að byggingameistararnir berl LSLJU LILJU LILJU LILJU LILJU BINDI ERU BETRI í Fást í næstu búð VIKAN U. «kL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.