Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 30.12.1965, Qupperneq 11

Vikan - 30.12.1965, Qupperneq 11
„HJARTANS ÞÖKK FYRIR FIÐLULEIKINN," MÆLTI ÉG. „MIG LANGAR TIL AÐ VITA HVAÐ ÞÚ HEITIR." „£G HEITI INGIMUNDUR SVEINSSON, EN RÍKA OG RÁÐ- SETTA FÖLKIÐ KALLAR MIG „INGIMUND FIÐLU“. ÞÚ ÁTT EKKI AÐ ÞAKKA MÉR TÖNLISTINA, ÞVÍ ÉG SPILAÐI FYRIR SJÁLFAN MIG, EN EKKI ÞIG. ÞÚ ERT GÖÐUR HLUSTANDI. GUÐ BLESSI ÞIG.“ V------------------------------------------------------) sem ég hélt í hneggjaði, ég skynjaði aftur færið og lét það varlega ofan í pokann, þó var hann alveg eins og ég sá hann fyrst, þung- lyndislegur og þreytulegur, ósköp venjulegur maður. Síðan gekk hann til mín, rétti mér höndina og mælti: ,,Hvað heitir þú", ég sagði til nafns míns. „Hjartans þökk fyrir fiðluleikinn", mælti ég, „mig langar til að vita hvað þú heitir". „Ég heiti Ingimundur Sveinsson, en ríka og ráðsetta fólkið kallar mig Ingimund fiðlu. Þú átt ekki að þakka mér tónlistina, því ég spilaði fyrir sjálfan mig, en ekki þig. Þú ert góður hlustandi. Guð blessi þig". Síðan sleppti hann hönd minni. „Vertu bless- aður og góða ferð", mælti ég, síðan gekk Ingi- mundur hröðum skrefum út veginn, dálítið á- lútur eins og fiðlan væri honum of þung byrði. Ég sá hann aldrei aftur. Þegar ég kom heim, var faðir minn að landa. Húsfreyja af næsta bæ stóð fyrir ofan naustið og spurði mig, hvaða maður hefði far- ið út veginn, og hvort ég hefði reitt hann yfir ána. Ég sagði sem var að ég hefði reitt hann yfir ána og maðurinn héti Ingimundur Sveins- son. Ingimundur „fiðla" landeyðan sú að flækj- ast hér um há bjargræðistímann", mælti hús- freyja, ég ætlaði að segja eitthvað, en þá var pabbi kominn með hnakkinn til þess að leggja á hestinn og hann sagði: „Eru það ekki þessar landeyður, sem þú kallar, sem gera okkur fært að sigra erfiðleika lífsins? Ætli einhverjir hafi ekki kallað Sigurð Breiðfjörð landeyðu, þegar hann var hér um slóðir"? Húsfreyja dáði mjög Sigurð Breiðfjörð. Faðir minn kastaði á okkur kveðju og var riðinn af stað áður en húsfreyja gæti svarað. Oft hefi ég heyrt góða tónlist, en aldrei hefi ég heyrt neina tóna sem hafa hrifið mig eins og tónlist Ingimundar á árbakkanum, og þeg- ar ég verð hrifin af hljómlist, minnist ég alltaf Ingimundar, sem því miður lifði nokkrum árum of snemma á þessu landi. Eru það ekki listamennirnir sem gera okk- ur venjulegu fólki fært að sigra erfiðleika jarð- lífsins? Sannarlega eru það þeir. Helga Halldórsdóttir, frá Dagverðará. ■ ■K'J.Ji fylfliht MHH wktm&m ■ ' ' ■ . mmWmw í'\ ■ ix'i ’ É WMiim mmm iu-.i ,.u< 'I / “i ’< ú •'!' 7 !!' "! •», I Wmfílmm! . SL, Wft VIKAN 52. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.