Vikan

Eksemplar

Vikan - 30.12.1965, Side 51

Vikan - 30.12.1965, Side 51
Hvalveiöar Stærsta dýrategund heims er smám saman að deyja út. Sífellt fækkar þeim þjóðum, sem stunda hvalveið- ar, því að þær borga sig ekki leng- ur. Hvalir eru brátt úr sögunni. Nú á tímum eru aðeins þrjár þjóðir, sem skipta fengnum á milli sín. Japan, sem á 52% aflans, sem veiðist, Noregur 28% og Sovétrlk- in 20%. Á sínum tíma veiddust rúmlega 50.000 hvalir árlega. Nú er öldin önnur, á nýafstaðinni ver- tíð var aflinn aðeins tæp 5000. Brátt mun verða kölluð saman I London nefnd til að fjalla um mál- ið og búizt er við því, að hún láti takmarka hvalveiðar, svo að stofn- inn gangi ekki til þurrðar. Sérfræðingar í hvalveiðibænum Stavanger í Noregi segja, að afla- magnið af bláhvö'um hafi minnkað niður I 1000. Bláhvalurinn er stærsta dýr jarðar: Fyrir 1930 veiddist að meðaltali 28.000 b'.áhvalir árlega. Nú eru þeir tímar löngu liðnir og einnig eru aðrar hvaltegundir að deyja út, bæði tannhvalir og skíðishval- ir. Ef gengið verður svona á hval- ina hér eftir sem hingað til mun ekki líða á löngu, unz allur hvala- stofn heims er til þurrðar genginn. Japanir veiða hvali til manneldis og Sovétríkin til vísindaþarfa. Norð- menn eru orðnir þreyttir á að veiða þann reyting, sem eftir er ( Suður- íshafinu og hyggja á að leggja al- gjörlega niður hvalveiðar í náinni framtíð.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.