Vikan - 13.01.1966, Qupperneq 14
-r!j
:
[.•. :::
..•••'
t.
.V
> <■ -r
að var klukkan 11.15 að
morgni, 4. júní 1965 að
Chevroletbíll kom
til Big Springs, Nebraska,
og staðnæmdist fyrir fram-
an Búnaðarbankann þar.
Lögregluforinginn Harry Shaw
ók þar framhjá og sá ökumann-
inn. Þetta var vel klæddur og
laglegur maður og lögreglufor-
ingjanum datt í hug að þettaværi
einn af umsjónarmönnum bank-
ans.
Ókunni maðurinn gekk að
skrifborði bankastjórans, Andre-
as Kjeldgaards, sem var 77 ára
gamall milljónari. Hann bað um
lán til búgarðs föður síns. Þegar
honum var sagt að bankinn lán-
aði ekki fé til búskapar, tók
hann, ósköp rólegur, byssu upp
úr tösku sinni og miðaði á banka-
stjórann.
Þarna í herberginu voru þrír
aðrir starfsmenn, sem sátu í búr-
um sínum: Frank Kjeldgaard,
frændi bankastjórans, 25 ára
gamall; frú Louis Ann Hothan,
35 ára gömul ekkja, sem átti tvo
syni; og Glenn Hendrickson, 59
ára gamall, sem var gjaldkeri.
Þau tæmdu skúffur sínar og settu
þá peninga sem í þeim voru,
1.598 dollara í tösku byssumanns-
ins. Frú Hothan sagðist ekki geta
opnað öryggisgeymslu bankans,
þar sem iæsingin var tímastillt.
Þessi ungi glæpamaður var
mjög mjúkmáll og bað fólkið vin-
samlega um að leggjast á mag-
ann á gólfið. Frank Kjeldgaard
sá að byssan, sem hann beindi
að þeim var með hljóðdeyfi.
Glæpamaðurinn sagði ekki orð,
en hleypti af skoti í háls banka-
stjórans og öðru í bak hans. Síð-
ara skotið hitti hjartað.
Svo fann Frank Kjeldgaard
byssuhlaupið við sinn eigin háls.
Hann heyrði dauft hljóð og fann
þegar kúlan smaug inn í hálsinn
á honum. Hann missti samt ekki
meðvitund og fann þegar næsta
kúla hitti hann í mjóhrygginn.
Hann hafði það mikla meðvitund
að hann gat einbeitt sér að því
að iátast vera dauður. Glenn
Hendrickson og frú Hothan voru
skotin á sama hátt.
Síðan sneri glæpamaðurinn sér
við og gekk rólega í burtu. í
dyrunum rakst hann á bóndann
Ótto Mauser, sem var að koma
inn. Hann bauð góðan daginn,
gekk út að bílnum og ók burt.
Maður að nafni Paul Collison
stóð hinum megin við götuna og
fannst það ískyggilegt að ekkert
númer var á bílnum. Þá kom
bóndinn Ottó Mauser æðandi út
og sagði að bankinn hefði verið
rændur og að það væru að
minnsta kosti tvö lík þar inni.
Líkin voru reyndar þrjú, næst-
um því fjögur. Frank Kjeldgaard
var iamaður frá mitti, en hann
lifði þetta af. Kúlan hafði snert
mænuna í mjóhrygg hans.
Innan 36 klukkustunda var rík-
islögreglan búin að fá nákvæma
VIKAN 2. tbl.
Starfsmaður ríkislögreglunnar að
færa Duane Pope í fangclsi.
Fólk fyrir framan andyri Bún-
aðarbankans í Big Springs.