Vikan


Vikan - 13.01.1966, Blaðsíða 18

Vikan - 13.01.1966, Blaðsíða 18
— Ég gæti hlaupiS, sagði Craig. — Ekki lengur, sagði Loomis og hóstaði, hógværlega ó sinn mæli- kvarða; goshrina úr einu ferfeti af hvítu holdi. — Þú skilur hvað ég er að fara? Er það ekki? Við verðum að nó St. Briac. Og ef við getum ekki fengið þig fyrir böðul, verðum við að nota þig fyrir beitu. Craig sagði ekkert. — Það er líka önnur óstæða, sagði Loomis. — Þetta starf er skap- að handa þér. Þú hefur drepið áð- ur. Þú ert snyrtilegur og fljótur og lágvær, eftir því sem sjóherinn seg- ir. Og þú gerir þér enga rellu út af því. Þú hefur stefnt að þessu. Lagt mikið á þig. Svart belti. Kar- ate. Ég þori að veðja, að þú get- ur notað skammbyssu Kka. Craig kinkaði kolli. — Jæja, þú ferð létt það. Hann vó sig upp úr stólnum. — Það er aðeins eitt enn. Mig lang- ar aðeins að prófa þig. Væri þér sama, þótt þú kæmir með niður? — Nákvæmlega, sagði Craig. — En eitt verð ég að vita fyrst. — Ég skal gera mitt bezta, svar- aði Loomis. — Fyrir hvern verð ég að vinna, ef ég geri þetta? — Þetta er deild K af Ml. 6, sagði Loomis. — Við erum eins- konar ruslapoki. Það sem kemur inn, er flokkað og skipulagt, við fáum dreggjarnar, það sem er of óhreint til þess að aðrir geti kom- ið við það. Allt mjög óopinbert að sjálfsögðu. Það veit enginn um okk- ur og langar engan að vita. Okk- ar starf er venjulega það sem ekki má gera. Þetta er eitt af þeim. hornið og Loomis hló ánægjulega. — Þú ert handfljótur, sonur sæll, sagði hann. — Við skulum sjá, hvað þú ert nákvæmur. Grierson gekk að mannsmynd- inni, ódýrri klæðskeragrímu, með axlir þungavigtarhnefaleikamanns og andlit Brigitte Bardot. — Myndarmaður, finnst þér ekki? spurði Loomis. Svo leit hann nánar á gfnuna. Það voru tvö lítil göt með fjögurra þumlunga millibili, rétt þar sem hjartað ætti að vera. — Þú ert góður, sonur sæll, sagði hann. — Þú verður að vera það. Eitt hefði getað geigað, en tvö. — Við hefðum átt að hittast fyrir mörg- um árum. Og þér finnst raunveru- lega gaman að þessu, er það ekki? Þú kemur ofan í kjallara og ein- Framhaldssagan 7. hlnti eftlr James Munro með þetta. Og ég skal segja þér það, sonur sæll, að þegar þú hef- ur afskrifað grillur um skyldur og undankomumöguleika, býst ég við að þú hafir gaman af því. Craig sagði ekkert. — Þarna hefurðu það þá, sagði Loomis. — Hvað segirðu? — Það er líka önnur ástæða, sagði Craig. — Ef ég verð drepinn f tilrauninni, getur enginn sagt, að ég sé ykkar maður. Þá myndi sök- inni verða skellt á vopnasmyglið. — Nákvæmlega, sagði Loomis. — Skarpur Ifka. Hann er svo góður, að það fer hrollur um mann. Hann sneri sér aftur að Craig. — Nú höf- um við náð þér, sonur sæll. Nú sleppum við þér ekki aftur. — Ég þarf að hugsa, sagði Craig. — Hve lengi? — Þangað til á morgun. Það hlýt- ur að þola þá bið. — Eins og þú vilt, sagði Loomis. — Við skulum borða f klúbbnum mínum. Þá geturðu sagt mér um En ég verð að gera eitthvað f mál- inu, og það er mikilvægt, sonur sæll. Þeir fóru niður í kjallarann í gam- alli, hriktandi lyftu, og þegar hún stöðvaðist, benti Loomis Craig ,að fara á undan. Veggirnir og gólfið voru úr hörðum, dökkum steini, og flúrosentl jósið drap tittlinga. Craig gekk á undan f hálfrökkrinu inn ganginn, og Loomis og Grier- son drógust afturúr. Hann kom fyrir horn og skammbyssuhvellur glumdi eins og þruma f steinhvelfingunni, kúlan hvein framhjá honum og endurkastaðist vælandi frá veggn- um. Craig fleygði sér á gólfið og velti sér út í dimmasta hornið. Þá strax hafði hann séð móta fyrir manninum, sem beið. Hans eigin skammbyssa glumdi einu sinni og aftur, og allt f einu var allt svo baðað f Ijósi, og hann sá, að það sem hann hafði miðað á, var stór brúða. Loomis og Grierson komg fyrir Jg VIKAN 2. tbl. hver náungi fer að skjóta á þig. Hvað gerirðu? Æpirðu á frægustu lögreglu heimsins? Eða spyrð mig, hvern djöfulinn þetta eigi að þýða? Skrifar lögfræðingi þínum? Oekkíl Þú skýtur aftur. Ég þori að veðja, að þú hefur verið búinn að taka í gikinn, áður en þú vissir hvað þú varst að gera. Hann klappaði á öxl Craigs með blygðunarlausu eignarstolti, eins og maður, sem snertir sjaldgæfan hlut, sem hann hefur fundið f rusla- kompu. Fljótur eins og vélheili, sonur sæll, og gerir allt rétt. — Það er rétt, sagði Craig. — Ég hugsaði ekkert. Hefði ég farið að hugsa, hefði ég ugglaust verið drepinn. Hvernig vissi ég, að þú værir sá, sem þú sagðist vera? Hann leit niður á þykkan, þungan hramminn á Loomis, sem ennþá hvíldi á öxl hans, hönd af svipaðri stærð og með sama lit og svfns- læri. — Skrattinn þinn, sagði hann. — Ég vissi að þér myndi líka við mig, sagði Loomis. — Það þykir öllum vænt um mig. Við skulum koma hér. Þeir komu inn í leikfimisal, gólf- ið þakið með stoppaðri júdómottu, þar sem tveir menn í æfingabún- ingi, þybbnir og vöðvamiklir, biðu eftir þeim. Þeir báru hin auðþekktu merki þjálfara í óvopnuðum bar- daga, líkamsvöxt þeirra, sem óttuð- ust ekkert, vegna þess, að þeir höfðu lesið fræðin, þangað til þeir kunnu þau aftur á bak, og fræðin gerðu ráð fyrir hverjum möguleika. — Mig langar að biðja þig um að sýna okkur, hvað þú gerðir við þennan núunga — hann smellti með fingrunum. — Lishman, sir, sagði Grierson. — Og vini hans. Þessir tveir ná- ungar geta verið vinir hans. Og þar sem þeir eru mun betri en fyr- irmyndirnar, held ég að bezt sé, að þú hafir báðar hendurnar laus- ar. Grierson getur verið Lishman. Hann gjóaði augunum háðslega á Grierson. — Ef þér er sama, skul- um við ganga út frá, að þú sért búin að sparka í hann. Annars gæti hann átt það til að mótmæla. Leggstu, Grierson. Grierson lagðist. — Ég held, að ég geti það ekki, sagði Craig. — Hversvegna ekki? spurði Loom- is. — Ég myndi neyðast til að meiða, sagði Craig. — Þeim er borgað fyrir að taka áhættuna, sagði Loomis. — Okkur er öllum borgað fyrir það. Byrj- aðu þegar þér sýnist. Grierson dáðist af þokkafullum, snöggum og öruggum hreyfingum Craigs, þaðan sem hann lá á gólf- inu. Þetta fór allt fram eins og vel æfður ballett. Þjálfararnir stukku á hann. Hann þreif til annars og snaraði honum frá sér, réðst í sömu hreyfingu á hinn og sló hann flat- an. Sá, sem hann hafði kastað, stökk á hann aftur, og aftur varp- aði Craig honum frá sér, en sleppti ekki að þessu sinni, fremur en f

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.