Vikan - 13.01.1966, Side 21
in og vegna refsingar fyrir brot
gegn siðaboðunum.
Enginn einstaklingur vex upp sið-
laus heldur aðeins við góða eða
slæma siði, fagra eða Ijóta siði,
kurteisi eða dónaskap, eftir því
hverju haldið er að honum ó fjöl-
skylduheimilinu og í mótunarum-
hverfinu með fordæmi, fræðslu, ög-
un og verðlaunum.
En hvers vegna er talað um
góða og slæma siði, fagra og Ijóta
siði? Eru ekki allir siðir jafngóðir,
ef þeir eru bara nógu útbreiddir?
Nei, síður en svo.
Grófir og Ijótir siðir, eins og
ruddaskapur, hóreisti, rifrildi, að
troða illsakir við aðra, drykkjuskap-
ur, tilIitsleysi við aðra, o.s.frv. eru
Ijótir siðir, ókurteisi einmitt af því
að þeir eru mannskemmandi og tor-
velda friðsamleg samskipti manna,
vinna gagn þroskamöguleikum
mannsins, halda honum nær dýr-
inu en hann þarf að vera og er
jafnvel eðlilegt að vera.
Góðir og fagrir siðir, kurteisi, vel-
vilji, tilIitssemi við aðra, eru aftur
ó móti góðir og fagrir siðir, af því
að þeir hafa jákvæð áhrif á félags-
mótun og þroskamöguleika og
þroskaviðleitni einstaklingsins,
stuðla að friðsamlegum samskipt-
um hans við aðra, vellíðan hans
og annarra í öllum þeirra sam-
skiptum, en höfuðtilgangur kurteis-
innar er einmitt friðsamleg sam-
skipti einstaklinga og mannbætur
í siðrænum skilningi.
Þeir, sem skilja þennan megin-
grundvöll kurteisinnar, sjá á auga-
bragði, hversu grunnfærnislegt það
er, sem stundum heyrist, að kurteis-
isvenjur séu einskisverðar „snobb-
reglur" fyrir „toppfígúrur". Sllk
sjónarmið bera vott um aumkvun-
arverða fávizku og brenglað mat á
gildi kurteisinnar, sem er vissulega
beinlínis hagnýt fyrir einstakling-
inn í öllum hans samskiptum við
annað fólk.
Sá einstaklingur, sem er alinn
upp við slæma siði, Ijóta breytni,
ókurteisi og ruddaskap kemst t.d.
undantekningarlaust í vandræði ein-
hvern tíma síðar á lífsleiðinni, af
því að hann kann ekki að hegða
sér sæmilega innan um siðað fólk.
Hann verður e.t.v. feiminn eða ó-
framfærinn, uppburðarlítill eða
jafnvel ruddalegur. Hans slæmu
siðir eru honum eðlilegir og hann
verður fyrst í stað klaufalegur, þeg-
ar honum finnst hann allt I einu
þurfa að breyta til og fara að haga
sér eins og siðað fólk.
Hinn einstaklingurinn, sem van-
izt hefur góðum siðum og tamið
sér kurteisi, er yfirleitt ekki feim-
inn, af því að hann kann að hegða
sér í samræmi við siðareglur mann-
félagsins, hefur tamið sér kurteisi,
og breytni í samræmi við hana er
honum eðlileg. Hann hefur velvild-
arviðhorf til annarra, er tillitssam-
ur við aðra, talar vel um þá, sýn-
ir þeim góðvild, hann kann öll
meginatriði algengra kurteisissiða
og breytni í samræmi við þá er
honum eðlileg breytni. En jafn-
framt veit hann, að þvi aðeins eru
kurteisissiðir þess virði, að breytt
sé í samræmi við þá, að það sé
gert af einlægni en ekki yfirdreps-
skap, því kurteis einstaklingur er
heiðarlegur, réttlátur, einlægur og
hreinskiptinn þótt hann sé vinsam-
legur, umburðarlyndur og tillitssam-
ur við aðra.
Þegar einstaklingurinn vex og
þroskast þarf hann auk almennra
kurteisissiða að kunna skil á helztu
samkvæmissiðum til þess að verða
ekki hikandi, klaufalegur, feiminn
eða ruddalegur ( umgengni við aðra
í samkvæmislífinu, en um sam-
kvæmissiðina gildir það sama sem
um aðrar kurteisisvenjur að tilgang-
ur þeirra er að kalla fram hið góða
og fagra í fari manna og auðvelda
vinsamleg samskipti þeirra.
1. Að heilsa: Ekki þarf að ræða
það, að kunnugir heilsast, þegar
þeir mætast, annað hvort með
hneigingu eða handabandi. Konan
heilsar kunnugum manni fyrst, þeg-
ar þau sjást á götu úti, í sam-
kvæmi eða annars staðar á al-
mannafæri. Þetta gerir hún með því
að nikka eða brosa eða hvort-
tveggja, ef þau mætast á götu úti,
en rétta fram höndina, ef þau mæt-
ast á samkomu eða í samkvæmi.
Mjög góðir kunningjar sitt af hvoru
kyni heilsast yfirleitt eðlilega nokk-
urn veginn samtímis.
Maðurinn tekur alltaf ofan og
hneigir sig fyrir konu, sem hann
heilsar á götu úti, en konan nikk-
ar eða brosir. Sé maðurinn með
sígarettu eða vindil í munninum,
þegar hann sér kunnuga konu, sem
hann tekur ofan fyrir, þá tekur
hann fyrst út úr sér sígarettuna eða
vindilinn.
Ekki þarf heldur að taka fram,
að þegar við heilsum og kveðjum
fólk, þá eigum vð að gera það
eðlilega innilega en stillilega, og
á almannafæri á að vekja eins litla
eftirtekt annarra og mögulegt er,
þegar heilsazt er, forðast t.d. all-
ar upphrópanir og hávaðalæti í
því sambandi.
Eldra fólk heilsar yngra fólki
fyrst, en ungar stúlkur heilsa hvor
annarri nokkurn veginn samtímis
og ungir piltar hverjum öðrum
sömuleiðis. Aftur á móti heilsar
ung stúlka ungum pilti fyrst en
ekki öfugt, þar sem það er á valdi
stúlkunnar að þekkja piltinn eða
ekki.
Fólk, sem hittist oft á dag, þarf
ekki að heilsast hátíðlega í hvert
sinn, sem það mætist. Vinsamlegt
bros eða annað merki eftirtektar
nægir.
Þegar fólk heilsast og kveðst
með handabandi réttir konan mann-
inum höndina fyrst, eldri maður
yngri manni og eldri kona yngri
konu.
2. AS kynna: Kynningunni er
fyrst og fremst ætlað það hlutverk
að stofna til vinsamlegra samskipta
og viðræðna áður ókunnugra ein-
staklinga. Kynninguna má því telja
eins konar frekari útbreiðslu vin-
áttunnar. Sá, sem kynnir, má aldr-
ei gleyma þessu. Við kynningu næg-
ir ekki að nefna aðeins nöfn þeirra,
sem kynntir eru, og hlaupast svo
brott frá þeim og sinna öðrum
gestum, heldur er það skylda þess,
sem kynninguna annast, að leitast
við að stofna til vinsamlegra við-
ræðna þeirra, sem kynntir hafa
verið, þótt rétt sé að taka fram,
að aðstæður geta þó verið þannig,
að þær leyfi ekki annað en að
fólk skiptist á örfáum setningum.
Aðalreglan um form kynningar
er sú, að maður er kynntur fyrir
konu, yngri einstaklingur af sama
kyni fyrir eldri persónu, ógift
stúlka kynnt fyrir giftri konu, starfs-
maður fyrirtækis eða stofnunar er
kynntur fyrir verkstjóra eða for-
stjóra þess af sama kyni, en karl-
ar, sama hvaða störfum þeir gegna,
eru alltaf kynntir fyrir fullvöxnum
konum, nema ef þjóðhöfðingjar
eiga í hlut. Undantekningarlaust
allir eru kynntir fyrir þjóðhöfðingj-
um. Sumir mundu vilja láta þessa
venju ná til forsætisráðherra, for-
seta hæstaréttar og jafnvel allra
ráðherra, en það er óþarfi og mun
yfirleitt ekki gert hér á landi, þótt
það komi fyrir.
Um unglinga gildir sú kurteisis-
venja í þessu sambandi, að þeir
eru yfirleitt kynntir fyrir eldra fólki,
t.d. mundi 15 — 18 ára stúlka
kynnt fyrir rosknum föður vinkonu
hennar, og er þar um frávik frá
aðalreglunni að ræða. Byggist þetta
frávik á þeirri hugsun, að ungl-
ingurinn er ekki enn orðinn full-
vaxinn persóna.
Við kynningu takast þeir, sem
kynntir eru, í hendur og hneigja sig.
Sem dæmi um framkvæmd kynn-
ingar má t.d. hugsa sér karl kynnt-
an þannig fyrir konu: „Má ég kynna
Jón Pétursson, frú Ósk Jósepsdótt-
ir". Eða: „Jón Pétursson, Ósk
Jósepsdóttir". Þeir sem þannig eru
kynntir takast í hendur, heilsast og
hneigja sig.
í báðum þessum tilfellum var
nafn þess, sem kynntur er, nefnt
fyrst. Einhvers staðar hef ég séð
það haft eftir íslenzkri tízkuskóla-
stýru, að þetta sé og eigi alltaf
að vera þannig, að nafn þess, sem
kynntur er, sé nefnt fyrst. Svo er
þó ekki. Form kynningarinnar get-
ur verið með þeim hætti, að nafna-
röðin snúist við í upphafi, t.d. þann-
ig, að sá, sem einhvern á að kynna
fyrir, sé ávarpaður fyrst með nafni
og beðinn leyfis til kynningar, t.d.
þannig: „Frú Ósk Jósepsdóttir. Má
ég kynna Jón Pétursson, banka-
fulltrúa fyrir yður"? Svari hún „Já",
þá heldur þessi hátíðlega kynning
áfram og sá, sem kynnir segir: „Jón
Pétursson. Frú Ósk Jósepsdóttir".
Einnig er þetta form framkvæmt
þannig, ef sá, sem kynnir, og sá,
sem kynna á einhvern fyrir, eru
mjög góðir vinir, að upphaflega
ávarpið miðast við skírnarnafnið
eitt saman, t.d. þannig: „Ósk, má
ég kynna Jón Pétursson, bankarit-
ara fyrir þér"? „Já", „Jón Péturs-
son, frú Ósk Jósepsdóttir". Hitt er
líka ekki óalgengt að fyrra ávarp-
ið miðist við titil viðkomandi per-
sónu, t.d. „ráðherra", „banka-
stjóri", „prófessor", „rektor", for-
stjóri", o.s.frv., t.d. þannig: „Borg-
arstjóri, má ég kynna Bjarna Ing-
ólfsson, kennara fyrir þér"? svari
borgarstjórinn „já", þá heldur
kynningin áfram og sá, sem kynn-
ir, segir: „Bjarni Ingólfsson, kenn-
ari, Geir Hallgrímsson, borgar-
stjóri".
Þetta form er hátíðlegt og sum-
um finnst það þunglamalegt, enda
er ástæðulaust að nota það nema
mikill virðingarmunur sé á fólki.
Þess vegna er það sáralítið notað,
en eigi að síður sjálfsögð kurteisi
í sérstökum tilfellum, t.d. þegar ný-
liði í fyrirtæki eða stofnun er kynnt-
ur fyrir forstjóranum, bankaritari
fyrir bankastjórafrúnni, aðstoðar-
maður ( ráðuneyti fyrir ráðherra,
laganemi fyrir hæstaréttardómara
o.s.frv.
En aðalreglan er sem sé sú, að
Framhald á bls. 33.
0 í boðinu fræga
að Bergþórshvoli,
vildi Bergþóra, að
Hallgerður þokaði
fyrir Þórhöllu,
tengdadóttur sinni.
En Hallgerður vildi
engin hornkerling
vera og spunnust
sjö mannvíg og fé-
bætur af þessari ó-
heppilegu niðurröð-
un við veizluborð-
ið.
VIKAN 2. tbl. 21