Vikan


Vikan - 13.01.1966, Síða 37

Vikan - 13.01.1966, Síða 37
mmsg Nú er það komið, VO-5 vinsælasta shampoo Bandaríkjanna, sem gerir hárið nákvæmlega eins og þér viljið hafa það. Stendur hárið venjulega út í loftið eftir þvottinn? Ekki lengur. Ekki með VO-5. Gerið VO-5 að yðar shampoo — og það verður barnaleikur að leggja hárið. VO-5 með 5 starfrænum efnum: 3, sem gera hárið hreint, glansandi og vellykt- andi. 2, sem gera hárið mjúkt og viðráð- anlegt — eins og þér viljið hafa það. EINKAUMBOÐ: «J. P. Guðjónsson h.ff. Skúlagötu 26. Sími 11740. um, því vissulega er tilgangur veizlu ánægjuleg samskipti gest- gjafa og veizlugesta, en ekki sá að særa metnað og sjálfsvirðingu viðstaddra. Um virðingarsætin við borðið gilda alveg fastar alþjóðlegar venj- ur. Sætin næst gestgjöfunum eru heiðurssætin og virðing þeirra smá- rýrnar því fjær sem frá gestgjöfun- um dregur og því minni ■ yfirsýn gestur getur haft yfir borðið. Fyrsta heiðurssæti er á hægri hlið hús- bónda og í blandaðri veizlu er konu heiðursgestsins skipað þar, en heiðursgesti sjálfum á hægri hlið húsfreyju. Það leiðir af þessum föstu venj- um um virðingarsætin við borðið, eftir þvi hvar gestgjafar sitja, að vandamálið í sambandi við borð- röðunina er ekki að tölusetja sætin við borðið eftir virðingu þeirra, heldur hitt, í hvaða röð skipa skuli gestunum á boðsli$tann, sem rað- að er eftir til borðsins. Virðingar- sætin við borðið eru sjálfgefin, en vandinn er sá að númera gestina niður á listann, sem svo er raðað eftir til borðs. Eru þetta mál, sem siðameistarar þjóðhöfðingja og ut- anríkisráðuneyta þurfa að fjalla um af mikilli nákvæmni og eru víða gefnir út eins konar virðingarstiga- listar sem númera stöður ( þjóðfél- aginu eftir þeirri virðingu, sem þeim ber í samanburði við aðrar stöður, samanber t.d. þáttinn um „Rangfölgen" ( danska „Hof og Statskalender", sem íslendingar munu oft hafa stuðzt við að ein- hverju leyti en í kunningja- og ætt- ingjahópi er oft farið eftir því, að foreldrum og tengdaforeldrum hjóna er skipað ( virðingarmestu sætin en öðrum svo skipað til borðs t.d. eftir aldri, þannig að hinir eldri gangi fyrir hinum yngri. í fyrirtækjum og stofnunum er að mestu farið eftir ábyrgðarstörfum og starfsaldri viðkomandi hjá fyrirtæk- inu eða stofnuninni og yfirleitt er aldur og starfsaldur látinn skera úr á milli jafningja að öðru leyti. í skóla er farið eftir embættis- heiti kennara og starfsaldri þeirra og eftir námsstigi nemenda og aldri í skólanum. Þar sem opinberum starfsmönn- um er raðað til borðs má að nokkru leggja launaflokkakerfi ríkis- og bæja til grundvallar, jafnframt því sem höfð er hliðsjón af aldri og starfsaldri og öðrum viðkomandi atriðum. Allt er þetta tiltölulega einfalt og ekki Kklegt að vandræðum valdi, þar sem hér hefur verið tal- að um nokkuð „hreina" hópa fólks. En þegar hópur gestanna er bland- aður af ýmsum virðingar- og á- byrgðarstöðum mannfélagsins þá fer málið að vandast. Á t.d. að raða ráðherra hærra en hæstarétt- ardómara? Nóbelsskáldi hærra en biskupi? Háskólarektor hærra en auðugum útgerðarmanni og skipa- eiganda? Deildarstjóra í stjórnar- ráði hærra en skólastjóra gagn- fræðaskóla, forstjóra t ríkisfyrir- tæki, samvinnufyrirtæki eða stóru einkafyrirtæki? Stjórnarformanni SlS og ASÍ hærra en framkvæmda- stjóra eða forstjóra þessara sam- taka. Bankaráðsmanni hærra en bankastjóra? Sendiherra hærra en þingmanni? Borgarstjóra höfuð- borgarinnar hærra en forseta bæj- arstjórna annarra bæja? Enda þótt svarið við öllum þess- um spurningum sé „já", þá er hér aðeins um lauslega bendingu að ræða en engan veginn örugga for- múlu, þar sem margir einstakling- ar gegna tvenns konar stöðu. For- stjóri í fyrirtæki getur t.d. jafnframt verið þingmaður eða stórriddari af fálkaorðunni, sem þá þarf að taka tillit til. Formaður f jöldasamtaka getur jafnframt verið fyrrverandi ráðherra, sem þá ber að taka til- lit til. Kennari getur jafnframt ver- ið heimskunnur rithöfundur eða stjórnarformaður ( BSRB o.s.frv., en þessara atriða þarf að taka tillit til. 6. VeizlubúnaSur: Flestir eru þannig gerðir, að þeir vilja vera vissir um, að þeir séu rétt búnir við sérhvert tækifæri, til þess að geta verið rólegir og öruggir. Óvissa um, hvort maður hafi klætt sig á við- eigandi eða óviðeigandi hátt, gerir fólk kvíðið og hikandi, og komi það í veizlu og sjái að búnaður þess stingi alveg ( stúf við búnað annarra, er nokkurn veginn víst, að það nýtur ekki samkvæmisins. Þess vegna er einn liður f félagsmótun einstaklingsins að gera honum Ijóst, hvaða venjur gildi um búnað við ýmis tækifæri. Hér þarf ekki að taka það fram, að búnaður karlmannsins ræður f meginatriðum búnaði konunnar. Sé hann í venjulegum jakkafötum er hún í látlausum kjól með ermum eða í dragt; sé hann í smóking, er hún í stuttum (algengara hér á landi) kjól úr fínu efni eða f sfðum kjól (algengara erlendis), sé hann ( kjólfötum er hún alltaf í síðum kjól. Einkennisklæðnaður embættis- manna gildir sem kjólföt við hátíð- leg samkvæmi. Við kjólföt notar maðurinn hvítt vesti, harðan flibba, hv(ta þver- slaufu, svarta lakkskó og svarta sokka, og ytri búnaður hans er dökkur frakki, pípuhattur og hvítur hálsklútur og hvítir hanzkar. Við smóking notar hann hins vegar svarta þverslaufu, yfirbrotinn létt- stífaðan flibba, dökkt og breitt silkibelti í mittisstað, svarta sokka og lakkskó, en ytri búnaður hans er dökkur frakki, svartur linur hattur, hvítur hálsklútur og hanzkar. Sú almenna regla gildir meðal manna, sem taldir eru kunna sig. að þeir nota ekki brúna skó heldur svarta með dökkum fötum enda þótt svartir skór gangi með hvers konar mislitum fötum. Skóbúnaður kvenna fer nokkuð eftir fötum þeirra, töskum og hönzkum, sem mynda venjulegast samstæðu hjá vel klæddri konu. Karlmenn nota dökka sokka með svörtum skóm en dökka eða mislita með brúnum skóm, og þeir nota aldrei litasterk hálsbindi með dökk- um fötum, þegar þeir fara í kvöld- samkvæmi. Um búnað má að lokum segja það, að hann er jafnan beztur, ef hann er sem samstæðastur og vek- ‘Brúðarkiólar stuttir og síðir í miklu úrvali. BRÚÐARSLÖR - BRÚÐARKÓRÓNUR. Klapparstfg 44 VIKAN 2. tbl. gy

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.