Vikan


Vikan - 03.02.1966, Side 7

Vikan - 03.02.1966, Side 7
um forstofugólfið, þegar ég tala í símann (síminn er í íorstof- unni). Ef pabbi væri ekki minn mundi ég áreiðanlega sparka í óæðri enda hans, eða þaðan af verri stað og skipa honum hárri röddu að hætta hnýsingum í einkamál mín. En þar sem pabbi minn er pabbi minn og hann á íbúðina og er frjáls ferða sinna um hana og ég þarf oft að fá peninga, þá hverf ég frá þessu. Hjartkæri Póstur, í öllum svör- um þínum hefi ég fundið inn á það, að innst inni ertu reglu- lega raungóður og viðkvæmur. Þess vegna hlýtur þú næstum að miskunna þig yfir mig og kenna mér haldgóð ráð við vandamáli þessu. Hjálparþurfi. P.S. Sem ég hafði lokið klórun þessa bréfs og bað mína elsku- legu móður um umslag og frí- merki, þá linti ekki spurninga- látunum um það, hverjum ég væri að skrifa, fyrr en ég fór út. Þarna sérðu bara! Þín ávallt Hjálparþurfi. Þú getur til dæmis reynt að hringja í síma 10 000 eða 17 000 og reynt að ganga fram af for- eldrum þínum með því að ræða eitthvað alveg óviðurkvæmilegt við þá, sem þar svara þér. Ef þú gerir þetta hvað eftir annað, fer varla hjá því — ef marka má lýs- ingu þína á foreldrum þínum — að þau taki þig til alvarlegs við- tals út af því, sem þú ert að tala og se.via við kunningja þína. Þá er tækifæri t'vrir þig að koma því að, að þú iáir aldrei frið vegna forvitni þeirra til að tala frjálslega við vini þina og sjensa, af því nærvera foreldra þinna og hler standi þér fyrir orðþrif- um. Lofaðu þeim svo að ræða við þessa tvo heiðor^m-nn, sem hafa ofangreind símanúmer. Dugi þetta ekki, er varla um annað að ræða fyrir þig en flytja að heiman og fá herbergi með síma út í bæ. En það getur hara orðið skratti snúið, ef þú þarft að sækja peningana fyrir því of- an í vasa föður þíns. En svona þér að segja, þá or ég mjög á móti hangsi unglinga í símanum, og þetta virðist nokk- uð gott ráS til að takmarka það. En það ætti að vera grandalaust að gefa umslag og frimerki... ADDÝ PÁLS: Svar til Addý Páls: Málið er í athugun og svarið kemur síðar. DONNA GUNNA: Svar til Donnu Gunnu: Ýmislegt bendir til, að pilturinn sé feim- inn í verunni, en langi mjög til að hafa meiri uppburði gagnvart kvenþjóðinni. Honum tekst þó ekki að jaga sig upp í það, og þess vegna grípur hann hvað eft- ir annað til þín, af því að gagn- vart þér hefur hann einu sinni svift af sér óframfærninni. Með því móti telur hann sér trú um, að hann sé öldungis ekki hrædd- ur við kvenfólk og það hljóti allir að sjá. En ég tel fráleitt, að hann sé hrifinn af þér eða verði það nokkum tíma. Ég myndj telja rétt, ykkar beggja vegna, að þú slitir öllu sambandi við hann, hvernig sem hann kann að láta og óskapast annað slag- ið, þar sem þið eruð — eftir bréfi þínu að dæma, — bæði of góðir og heilbrigðir unglingar til að lenda í þvælingi út af hálfmis- skildum tilfinningum. Blöm ffypir bréfin YIKAN hefur ákveðið að taka upp þá ný- breytni í samráði við blómabúðina Dögg í Álf- heimum, að verðlauna bezta bréf í Póstinn hverju sinni — þó með þvi skilyrði, að bezta bréfinu fylgi nafn og heimilisfang, sem jafn- framt verður þá birt í Póst- inum. Jafnhliða er lýst eft- ir góðum, innlendum skop- sögum, broslegum atvikum úr daglega lífinu, hnyttn- um tilsvörum og því um líku. Verða beztu sögurn- ar verðlaunaðar með blóm- um jafnhliða beztu bréfum í Póstinn. Það er sama hvar þið eruð á landinu, blómin verða send til ykkar frá VIKUNNI og DÖGG, svo þið skuluð bára byrja að skrifa. Hvort heldur það er bréf til Póstsins eða góð skopsaga, er utanáskriftin þessi: VIKAN (Pósturinn), Pósthólf 533, Reykjavík. NILFISK verndar gólfteppin - því að hún hefur nægilegt sogafl og afburða teppasogstykki, sem rennur mjúklega yfir teppin, kemst undir lægstu húsgögn og DJÚPHREINSAR iafnvel þykkustu teppi full- komlega, þ.e. nær upp sandi, steinkornum, glersalla og öðrum grófum óhreinindum, sem berast inn, setjast djúpt í teppin, renna til, þegar gengið er ó þeim, sarga undirvefnað- inn og slíta þannig teppunum ótrúlega fljótt. NILFISK slítur alls ekki teppunum, þar sem hún hvorki burstar né bankar, en hreinsar aðeins með rétt gerðu sogstykki og nægilegu sogafli. hreinsar hátt og lágt - því henni fylgja fleiri og betri sog- stykki, sem nó til ryksins, hvar sem það sezt, fró gólfi til lofts, og auka- lega fóst bónkústur, hórþurrka, mólningarsprauta, fatabursti o.m.fl. þægilegri - því hún hefur stillanlegt sogafl, hljóðan gang, hentuga óhaldahillu, létta, lipra og sterka slöngu, gúmmístuðara og gúmmihjólavagn, sem „eltir" vel, en hægt er að taka undan, t.d. í stigum. hreinlegri - því tæmingin er 100% hreinleg og auðveld, þar sem nota mó jöfnum höndum tvo hreinleg- ustu rykgeyma, sem þekkjast í ryksugum mólm- fötu eða pappírspoka. traustari - því vandaðra tæki fæst ekki — það vita þær, sem eiga NILFISK — og jafnvel langömmur, sem fengu hana fyrir mörgum óratugum og nota hana enn, geta ennþó fengið alla varahluti ó stundinni, því þó höfum við og önnumst við- gerðir ó eigin verkstæði. Gömlu NILFISK ryk- sugurnar voru góðar, en þær nýiu eru ennþó betri. NILFISK HEIMSINS BEZTA RYKSUGA! Sendum um allt land. O.KORHIERUP SIMI 2-44-20 - SUÐURGATA 10 REYKJAVÍK Undirrit. óskar að fó sendan NILFISK myndalista rrteð upþlýsiröum um verð og greiðsluskilmála. Nafn: Heimili: Til: FÖNIX S.F. Pósthólf 1421, Reykjavlk. V-5 VIKAN 5. tbl. rj

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.