Vikan


Vikan - 03.02.1966, Page 18

Vikan - 03.02.1966, Page 18
Síðan síðast ANNA MAGNANI AFTUR Á KVIKMYNDA- TJALDINU Anna Magnani, hin þekkta ítalska leikkona hefur ekki sézt mikið í kvikmyndum undanfarið, en hún er ekki á því að gefast upp. Hún hefur nýlega leikið í kvik- mynd sem heitir „Á ítalskan hátt“. Þessar myndir eru úr þeirri mynd og þaff er auffséð að hún sýnir þar suðrænan skap- hita sinn. Jg VIKAN 5. tbl. ER HANN BÚINN AÐ FYRIRGEFA? Mikill blaðamannafundur var ný- lega haldinn í London. Það var ekki að undra að blaðamenn fjöl- menntu því að það voru Sophia Loren og Charlie Chaplin sem gáfu blaðamönnunum færi á sér. Ástæðan var sú að ný kvikmynd er í uppsiglingu og hefur Chaplin skrifað handritið, Soffía á að leika aðal kvenhlutverkið og Marlon Brando leikur á móti henni. En hversvegna er svona mikið um að vera út af einni kvikmynd? Jú, Chaplin hefur ekki búið til kvikmynd í níu ár og þess utan er það kvikmynda- félag í Bandaríkjunum sem fram- leiðir myndina. Eins og menn muna yfirgaf Chaplin Bandarík- in í reiði fyrir mörgum árum og hét því að stíga aldrei fæti sínum framar á þandaríska grund. Ef til vill er þetta merki þess að hann sé að skipta um skoðun. í ÁLÖGUM Belgisku konungshjónin hafa verið á ferð í Mið- og Suður- Ameríku. í Mexico heimsóttu þau fornleifahverfi þar sem stærsta safn fornleifa frá menningartímabili Mayanna er varðveitt. Þar fékk Fabi- ola drottning sérkennilega gjöf, lifandi tordýfil alsettan gimsteinum, útbúinn sem hálsskraut. A myndini sjáum við pödduna skríða upp að hennar drottningarlega hálsi. Þetta er mikið notað í Mexico og það er munnmælasaga sem liggur að baki þessarar venju: Það var einu sinni konungs- dóttir sem varð ástfangin af almúgamanni. Faðir hennar vildi banna henni að giftast unga manninum, en prinsess- an tók ekkert mark á því og hélt áfram að hitta ástvin sinn. Faðirinn tók þá til sinna ráða og fékk galdranorn til að breyta honum í tordýfil. Kóngsdóttirin lét skreyta hann með gimsteinum og bar hann í festi um hálsinn. KAROLINE KENNEDY Þessi unga dama sem situr svo örugg í söðlinum er Caroline Kennedy. Henni þykir gaman að fara í kapp- reiðar með frænkum sínum á sveitasetri fjölskyldunnar í Hyannis Port. Hún á sjálf þennan hest og hann heitir Macaroni. DEMANTABRAUTIN Claudine Auger og Georg Ham- ilton hafa þaff ljómandi skemmti- legt. Þau leika saman í kvik- mynd sem heitir „Demantabraut- in“. Það er unniff af kappi við aff klára myndina, vegna þess aff Claudinc er á leiff til Ameríku, þar sem hún á aff ferffast meff Sean Connery og vera viff frum- sýningar á James Bond kvik- mynd, sem hún lék í. Svolítiff frí hafa þau fengið eins og sjá má á myndunum. Þaff var sagt aff sígaunadansmær hafi gefiff Claudine þessar þrúgur sem viff- urkenningu fyrir fegurff hennar. DRAUMURINN RÆTTIST Þegar Nathalia Wood var lít- il dreymdi hana um að fá að leika Pétur Pan, ævintýrayer- una sem gat svifið hvert sem hann vildi. Þessi draumur hennar hefur að nokkru leyti rætzt. Að vísu er það ekki Pétur Pan sem hún leikur, en það er svipaður ævintýra- strákur sem svífur um í him- ingeimnum. Hér situr hún á „Vetrarbrautinni" og syng- ur fyrir stjörnurnar.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.