Vikan


Vikan - 03.02.1966, Side 23

Vikan - 03.02.1966, Side 23
Otto Ellert ó fallegt hús sem kostaði mikið fé órið 1955 þegar hann byggði það, en það hefur eitthvað fallið í verði síðan. INNFLYTJENDAYFIRVÖLDIN í RODESÍU LOKKA FÓLK TIL AÐ FLYTJA ÞANGAÐ MEÐ MYNDUM OG LOFORÐUM UM BUKKANDI NEGRAÞJÖNA, EINKASUNDLAUGAR, SÖL, VILLT VEIÐIDÝR, LÁGA SKATTA, HÁ LAUN OG VERÐLAG Á VISKÝI OG TÓBAKI SEM ER LANGT UNDIR VERÐLAGI ANNARS STAÐAR. „FLYTJIÐ TIL RODESÍU OG FULLKOMNARI LÍFSÞÆGINDA!" STENDUR í AUG- LÝSINGUNUM. get ekki sofnað nema lesa það á kvöldin. Við erum ónaegð með að fá blöðin og svo höfum við líka sjónvarp. En við erum alveg hætt að lesa bækur. Herra Wilde hefur yfirumsjón með þessum þrem plantekrum stnum, leikur golf á fimmtudögum og föstudögum og svo er hann að reyna að selja tuttugu lóðir frá hinum geysistóra trjágarði sínum, sem er upp á 36 tunnur lands. Menn lifa hér, að því er virðist einföldu lífi, án þess að byltingar síð- ustu áratuga í Evrópu hafi snert þá að nokkru leyti, og þeir tala mjög opinskátt um stjórnmálaskoðanir sinar, svo opinskátt að jafnvel innflytj- endur sem settust að þarna fyrir stríð, eiga erfitt með að taka þátt I samræðunum. Allir halda því fram að loftslagið sé það bezta við gæði landsins. Það er alveg öruggt að hvftir menn í Rodesiu búa við betri lífskjör en þeir hefðu gert heima hjá sér ( Englandi. Árið 1956 og 1957 fluttust 35.000 Evrópubúar, þar af margir frá enskum verkamannaheimilum, til Rodesiu til að vinna við Kariba-stífluna og önnur stór mannvirki. Þetta fólk fékk góð laun og hefur ráð á þvf að hafa þjónustufólk. Venjuleg laun Evrópubúa voru kringum 180.000 krónur, en venjuleg „svört" laun voru sem svaraði 18.000 á ári. Allir hvítir innflytjendur hækkuðu ósjálfrátt í mannvirðingarstiganum. Þeir stóðu himinhátt fyrir ofan innfædda fbúa landsins og á skömmum tfma voru einlægir sósialistar orðnir gallharðir fhaldsmenn. Þægindi og velmegun gerðu það að verkum að menn samþykktu ástandið eins og það var, án þess að vera með smásmugulegar og heimskulegar spurn- ingar. Og það er mjög þægilegt og einfalt að nota hörundslitinn sem málstokk á hæfni manna. Menn bjuggu til fordóma, grímuklædda á þokkalegan hátt með orð- inu „ábyrgð". — Við verðum að hafa stjórn sem hefur ábyrgðartilfinningu, segir Norman Lamont, 47 ára gamall maður. — Það er ekki hægt að vonast til mikils af Afrfkubúum, bætir hin fer- tuga kona hans, Jill, við. Þeir bjuggu uppi í trjánum fyrir sextfu árum síðan. Það eru ekki nema tíu ár síðan þeir fóru að nota sokka og skó. Maður verður að venjast þeim, rétt ens og maður verður að venjast tengdamæðrum sínum. Lamont hjónin komu til Salisbury í maí 1952. Þau höfðu með sér fjögra ára gamla dóttur og um það bil 700 krónur í peningum. Við tókum út þá peninga sem við höfðum lagalegan rétt til að fá til að koma okkur fyrir sem innflytjendur og svo fórum við að leita að at- vinnu, segir Jill. Norman hafði unnið sem skrifstofumaður við fyrirtæki í Birmingham. — En þegar stríðinu lauk sá ég að ég gat ekki haldið áfram við slfka vinnu ævilangt, segir hann. — í Englandi er Ifka mikill stéttarmunur. Ég yfirgaf England og það er það bezta sem ég hefi gert á ævi minni. Hér •ru miklir framtfðarmöguleikar.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.