Vikan


Vikan - 03.02.1966, Blaðsíða 26

Vikan - 03.02.1966, Blaðsíða 26
r N John Fitzgerald Kennedy var 35 ára gam- all og þingmaður demókw^a í Massachuaett — ríki þegar ég ákvað að ég ætlaði að vinna fyrir hann. Ég hafði séð myndir af honum í blöðunum og var hugfangin af hrein- skilni hans og þeim hugsjónum sem hann lét í ljós í ræðum sínum. Um þetta leyti var ég starfandi á skrif- stofu hjá þingmanni frá Georgiu, en ég var þriðja í röðinni og hafði þessvegna ekki nein- um ábyrgðarstörfum að sinna. En það var mikill fengur fyrir mig að hafa atvinnu inn- an veggja þinghússins í Washington þar sem maðurinn minn, Harold Lincoln, hafði at- vinnu sína. Kvöld nokkurt um vorið 1952 sagði ég við undxandi eiginmann minn: — Ég hefi ákveðið að vinna fyrir forseta Bandaríkjanna, það er ekkert vit að setja sér lægra mark. Ég sagð manni mínum að ég hefði hugs- að mér að athuga þetta vandlega og finna skammaðigt mín, tautaði einhver afsökunar- orð og flýtti mér burt. Hálfu ári síðar fékk ég laun fyrir þessa sjálfboðaliðsvinnu mína. Aðstoðarmaður Kennedys, Ted Reardon, hringdi til mín og spurði hvort ég vildi taka við stöðu Mary Davis, sem var einkaritari Kennedys, en hún hafði fengið aðra stöðu sem hentaði henni betur. Ég átti að vera einkaritari þing- mannsins. Ég gat varla trúað mínum eigin eyrum. John Kennedy hugsaði aldrei andartak um það að ég væri ný í starfinu, hann hélt á- fram eins og engin breyting hefði orðið á starfsliði hans. — Frú Lincoln, réttið mér... látið mig fá ... hvað liggur þama... hvað er þetta ... ? Ég skrifaði minnisblöð og hamaðist eins og ég ætti lífið að leysa, og áður en ég var hálfnuð með fyrra verkefnið var kominn nýr iisti. út hver af þingmönnunum hefði mesta mögu- leika til að verða forseti Bandaríkjanna. Nokkrum vikum síðar gat ég sagt honum að ég hefði valið John F. Kennedy. — Ég held að hann verði forseti áður en langt um líður, sagði ég. Kvöld eitt nokkrum vikum seinna spurði ég manninn minn hvort honum væri ekki sama þótt við borðuðum úti á næstunni, því að ég hafði tekið að mér að vinna sem sjálf- boðaliði á skrifstofu Kennedys. 1 margar vik- ur borðuðum við á lítilli matstofu og svo flýtti ég mér á skrifstofuna og vann til mið- nættis. Ég var búin að vinna þar í þrjár vikur áður en ég hitti Kennedy. En eitt kvöldið var ljós á einkaskrifstofu hans og rétt eftir að ég var setzt að vinnu minni kom hann inn til mín. Fyrsta hugsun mín var: En hvað hann er ungur og horaður. Gráu fötin virtust alltof stór á hann og hann strauk stöðugt hárlokk frá enninu. Hann spurði hvað ég héti og hvað ég væri að gera. Svo kinkaöi hann kolli og sagði: — Munið eftir að loka hurð- inni þegar þér farið, og svo fór hann leiðar sinnar. Næsta skipti sem ég sá hann studdi hann sig þunglega við göngustaf. — Hafið þér meitt yður? hrökk út úr mér. Hann horfði á mig en sagði ekki neitL Ég Það var stöðug ös af blaðamönnum á skrif- stofu Kennedys. — Á ég að reyna að stugga þeim frá, svo þeir séu ekki að ónáða yður, spurði ég. — Alls ekki! sagði hann. — Það er mitt álit að stjómmálamaður skaði sjálfan sig meira með þvi að vera erfiður við blaða- menn en þótt hann stökkvi niður af þing- húsinu. Ég vil tala við þá svo lengi sem þeir vilja tala við mig og jaínvel lengur. Þrátt fyrir það að hann var mjög hlynt- ur blaðamönnum var hann ekki alltaf jafn- ánægður með það sem þeir skrifuðu. — Kallið á Sorensen, átti hann til með að öskra, þegar hann hafði lesið eitthvað sem honum fannst afbakað. Ted Sorensen, þessi hljóðláti en stórgáfaði samstarfsmaður hans kom inn. — Ted, sjáðu bara hvað þessi asni hef- ur skrifað um mig! Við veröum að láta hann fá staðreyndir og skjóta hann í kaf. Og næstu klukkutíma flugu uppköstin að svarinu milli herbergjanna, þangað til þeir voru sammála. Það var greinilegt að Kennedy öldunga- deildarþingmaður vaknaði á hverjum morgni með höfuðið fullt af hugmyndum. Um leið og hann opnaði dyrnar inn á skrifstofuna byrjaði hann: — Nú hefi ég mörg vapkefni handa yður: Fyrst... og svo... og þar næst... Allt þetta romsaði hann upp úr sér meðan hann fór V J ÉG VAR EINKARITARI FORSETANS EFTIR EVELYN (.INCOLN 1. HLUTI Hún var einkaritari forsetans til æviloka hans. Hún tók þátt í gleði hans og áhyggjum, minnti hann á stefnumót við stúlkur og féjkk skammir, þegar hann var í vondu skapi. Þegar hajnn reyndi að segja henni upp tók hún ekki mark á pví. Þegar hann var hætt kominn vegna veikinda í baki, var hún einnig að dauða komin. Aldrei hefur einkaritari skrifað svo opinskátt um slíkan húsbónda. úr frakkanum. Svo vildi hann fá póstinn. Hann las bréfin mjög hratt, og stundum klukkaði í honum hláturinn yfir bréfi frá góðum vini. Svo las hann fyrir löng svör. Hann gat ekki setið kyrr meðan hann las fyrir, heldur gekk hann fram og aftur, líka fram í biðherbergið. Stundum starði hann út um gluggann og einstaka sinnum tók hann golfkylfu og sló eftir ímynduðum bolta, allt þetta gerði hann án þess að orðaflaum- urinn stöðvaðist eitt andartak. Við höfðum auðvitað þessi venjulegu vandamál við að stríða, sem alltaf eru fyr- ir hendi milli húsbónda og einkaritara. Rit- hönd þingmannsins olli mér ákaflega mikl- um erfiðleikum fyrsta árið. Ef ég hafði gleymt einhverju átti hann til með að segja: — Góða frú Lincoln, ég skrifaði þetta allt saman niður fyrir yður. Það hafði hann reyndar gert, en það var bara ekki hægt að lesa skriftina hans. Með tímanum lærði ég að lesa úr þessum furðulegu merkjum og fann út einskonar lykil að þessu dulmáli. Hann hafði margar venjur sem ég var ekk- ert yfir mig hrifin af og ég er líka viss um að hann hefur heldur ekki verið allskost- ar ánægður með sumt af heimabrugguðum Nebraska-hugmyndum mínum. Hann hafði þann vana að skrifa símanúm- er og annað sér til minnis á smásnepla sem voru hendi næst og stinga þeim svo í vasa- bók sína. Þegar hann svo þurfti að finna eitthvað af þessum símanúmerum hellti hann úr vasabókinni á borðið og leitaði í hrúgunni. Ef hann fann ekki það sem hann leitaði að þá kallaði hann: — Frú Lincoln, hvaða símanúmer hefur Tom? Oft vissi ég ekki hver Tom var og því síður hvaða síma- númer hann hafði. Öldungardeildarþingmaðurinn var mjög gleyminn á það hvar hann skildi ýmsar eig- ur sínar eftir og ég var stöðugt á þönum að leita að því sem hann þurfti að nota, eins og t.d. yfirhöfn hans og skjalamöppu. — Hvar var þetta núna? spurði hann. — f fatageymslunni á hótelinu, svaraði ég. Mér fannst ekkert að því að hringja á hótel og flugstöðvar til að leita að þessum gleymdu hlutum, þetta varð oft næsta spenn- andi. En það var skrifborð hans, sem ég átti bágt með að láta í friði. Þar ægði öllu sam- an, líkast því að það hefði verið hvolft úr bréfakörfu yfir borðið. Ég reyndi að láta eins og ég sæi það ekki, en oft sat ég um færi, þegar hann var ekki við og fór þá inn til hans og raðaði öllu snyrtilega á borðinu. En eftir slíkar tiltektir var það al- veg víst að hann hringdi á mig og var æfur af reiði: — Hvernig á ég að finna nokkurn hlut? Hversvegna getið þér ekki látið skrifborðið mitt í friði! — Ég vildi aðeins hjálpa til. Ég veit hvar allt er. Það var ekki meining mín að gera honum erfitt fyrir og ég varð að rétta mig betur eftir starfsháttum hans. Stundum var ég í vafa um að ég gæti staðið í stöðu minni og oft fannst mér á honum að það hefði verið misráðið að fá mér þessa stöðu. Einu sinni þegar allt var með erfiðasta móti sagði hann: — Ég held að við skiljum ekki hvort ann- að, frú Lincoln. Viljið þér ekki reyna betur að skilja starf mitt? Ég var í raun og veru sammála honum. Hraðritun mín var alls ekki upp á það bezta, ég þekkti ekki nógu vel ýmsa staði í Massa- chucetts eða nöfnin í fjölskyldu hans, og þetta allt var svo snar þáttur í lífi hans. En smátt og smátt fór ég að kynnast þessu öllu og varð duglegri við ritarastörfin. Ég átti að hringja í vinkonur hans. Eitt var það af skyldustörfum mínum sem var mjög óvenjulegt og það var að hringja í kunningjakonur hans og spyrja hvort þær væru til í að koma í bíó með honum. Kvöld nokkurt, eftir erilsaman dag kom hann fram til mín og sagði: — Viljið þér hringja til Ellen og vita hvort hún getur komið með mér í bíó í kvöld. Sem betur fór vissi ég hver Ellen var, en hún var farin af skrifstofunni og var á heimleið. Ég hringdi af og til og þeg- ar ég loksins náði í hana sagði ég: — Þetta er Evelyn Lincoln... vissi hún erindið og sagði himinlifandi: — Já, það get ég örugg- lega. Hvenær á ég að vera tilbúin? Hvert sinn sem ég hringdi svona á síð- ustu stundu fyrir John Kennedy, datt mér alltaf í hug að stúlkan sem ég talaði við, hefði óskað að hún hefði farið í hárgreiðslu í matartímanum, eða verið búin að pressa fallegustu dragtina sína. Og ég reiknaði með að þær hefðu líka lofað sjálfri sér því að vera betur undir slík boð búnar næst. En oft- ast var ekki um neitt næsta skipti að ræða. Framhald á bls. 28. VIKAN 5. tbl. VIKAN 5. tbl. 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.