Vikan


Vikan - 03.02.1966, Qupperneq 31

Vikan - 03.02.1966, Qupperneq 31
Angelique og kóngurinn Framhald af bls. 21. vakti athygli kvennanna. Konungurinn var að fara ásamt læknum sínum. Drottningin fylgdi honum og strauk sér um nef og augu með vasaklút. Siðan kom de Soissons greifafrú, Mademoiselle de la Valliére, Madame de Montespan og Mademoiselle de Montpensier. Þegar konung- urinn kom fram, sá hann Angelique. Hann nam staðar, og án þess að skeyta um augnaráðin, sem íylgdu þeim dró hann hana með sér inn í gluggaskot. — Mágkona mín er að deyja, sagði hann. Andlit hans sýndi glöggt sorgina og í hve miklu uppnámi hann var og augu hans virtust betla um huggun. — Er þá engin von, Sire? Hvað gera læknarnir? — Læknarnir sögðu framan af, að þetta væru aðeins tímabundin rúmið og væri steinsofnaður. Litlu fyrir miðnættið kom Madame de La Fayette, sem hafði verið hjá prinsessunni, til að segja Angelique, að Madame vissi, að hún væri i Saint-Cloud, og óskaði eftir að sjá hana. Herbergið var fullt af fólki, en návist Bossuet og föður Feuillet skap- aði einhvern hátíðablæ. Allir töluðu í hvislingum. Kennimennirnir tveir rýmdu til fyrir Angelique. Fyrst hélt hún að þetta væri einhver önnur, sem lægi þarna, svo breytt var Madame. Óhnepptur náttkjóllinn sýndi samanskroppinn líkama, svo magran, að hún líktist nú þegar beina- grindinni, sem hún myndi brátt verða. Kinnbeinin stóðu út og nefið var samanfallið. Undir augunum voru dökkir baugar, ag allt andlitið endur- speglaði þjáninguna. — Madame, hvíslaði Angelique. — Ó, hve þér hljótið að þjást! Ég þoli ekki að sjá yður svona. — Þér eruð væn að segja þetta. Allir hinir segja, að ég sé að ýkja þjáningar mínar. Ef ég væri ekki sannkristin, myndi ég leggja hönd á mig fremur en reyna að þola þetta. Hún andaði með erfiðismunum Nýtt - Nýtt - BELLÓ 1966 ★ ★ ★ ★ ★ Belló sófasettiS er hægt aS fó með 3ja eSa 4ra sæta sófa. Belló er meS lausum púSum í setu. (Mass- ift gúmmí). Belló er meS fjöðrum í setu og baki. Belló er með massif- um teak-örmum. Góðir greiðsluskilmól- ar. NÝJR BÓLSTURGERÐIN Laugaveg 134. — Sími 16541. óþægindi. Svo rugluðust þeir allir allt i einu og vissu ekki hvað þeir óttu að gera. Eg reyndi að koma einhverju viti inn i hausinn á þeim. Eg er ekki læknir, en mér komu í hug þrjátiu ráð, sem þeir gátu reynt, en þeir sögðu að það væri ekkert að gera annað en að bíða. Þeir eru. asnar! Hann leit myrkum augum á hyrnda hatta læknanna, þar sem. beir ræddu saman. — Hvernig getur svona lagað hafa gerzt? Madame var við prýðilega. heilsu. Hún kom svo hamingjusöm aftur frá Englandi.... Hann leit fast á hana, án þess að segja nokkuð, og hún sá í augum hans gruninn skelfilega, sem leyndist í huga hans. Hún laut höfði og vissi ekki hvað hún átti að segja. Hana langaði að taka í hönd hans,. en hún þorði það ekki. — Mig langar að biðja yður að gera mér greiða, Angelique, sagði hann. Verið hér — þangað til öllu lýkur og komið þá til Versala og talið; við mig. Þér ætlið að gera þetta, er það ekki? Ég þarfnast yðar — ástin mín. — Ég skal koma, Sire. Lúðvik XIV andvarpaði djúpt. Nú verð ég að fara. Prinsar mega ekki horfa á dauða. Það er reglan. Þegar röðin kemur að mér að deyja, niun fjölskylda mín yfirgefa höllina og ég verð aleinn.... Ég gleðst yfir því, að Madame hefur hinn virta föður Feuillet hjá sér. Þetta er ekki staður fyrir íyndni hirðmannanna, né fullyrðingar veraldlegra skrifta- feðra. Aha, hér kemur Monsieur Bousset. Madame verður glöð að fá hann. Hann gekk til fundar við biskupinn og ræddi lítillega við hann. Síðan fór hin konunglega fjölskylda, og Bousset gekk inn til hinnar deyjandi honu. Að utan bárust skellir I vagndyrum og hófadynur af hlaðinu. Angelique settist niður á bekk og beið. Florimond skauzt til og frá eins og hvert annað barn. Hann sagði henni aö Monsieur hefði farið í en hélt áfram: — En það er bara gott fyrir mig að þjást. Annars hefði ég ekkert að færa guði annað en autt, misnotað líf. Madame du Plessis, mér þykir svo vænt um, að þér komuð. Ég hef ekki gleymt greiöanum, sem þér gerðuð mér, né því, sem þér eigið hjá mér. Ég kom með frá Englandi.... Hún gaf Montague, enska ambassadornum, merki, og hann kom að rúmstokknum. Prinsessan talaði við hann á ensku, en Angelique gat sér þess til, að hún væri að leggja fyrir hann að borga Angelique þessar þrjú þúsund pistoles, sem hún skuldaði henni. Ambassadorinn var I öngum sínum, þvi hann vissi hvílika sorg frá- fall Madame myndi vekja hjá Charles II. Hann spurði hina deyjandi konu, hvort hún grunaði einhvern um græsku, því hann hafði heyrt og skilið orðið „eitur“, sem hafði flogið milli manna og er það sama á báðum tungumálunum. Faðir Feuillet greip fram i fyrir þeim: — Madame, þér megið ekki ásaka neinn. Látið dauða yðar verða, fórn til guðs. Prinsessan kinkaði kolli. Augu hennar lokuðust og hún þagði um hrið. Angelique ætlaði að læðast burt, en isköld hönd Henríettu af Englandi hélt enn um hennar, svo hún komst ekki. Madame opnaði augun aftur og hvessti þau á Angelique með óskertum áhuga, og blá augu hennar voru full af vizku. — Konungurinn var hér, .sagði hún. — Með honum voru Madame de Soissons, Mademoiselle de la Valliére og Madame de Montespan.... — Ég veit það, svaraði Angelique. Madame þagnaði. Hún horfði stöðugt með ákefð á Angelique. Allt í einu varð Angelique ljóst, að Madame hafði einnig elskað konunginn. ■Samdráttur þeirra hafði verið svo alvarlegur, að hann vakti tortryggni konungsmóðurinnar, sem þá var ennþá lifandi, og hún hafði lagt á ráðin um, að ein hirðmærin yrði einskonar skjöldur fyrir þau. Fyrir valinu VIKAN 5. tbl. gj

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.