Vikan


Vikan - 03.02.1966, Page 34

Vikan - 03.02.1966, Page 34
þaó en auóséö... hvífasta Já, það er auðvelt að sjá að OMO ski/ar hvítasta þvottinum. Sjáið hve skínandi hvítur hvíti þvottur- inn verður og einnig verða litirnir skærri á litaða þvottinum sé OMO notað. Löðrandi OMO, gerir þvot- tinn ekki aðeins hreinan heldur einnig hvitari. Reynið OMO og þér munuó sannfærast. þvottinum! X-OMO t65/lC-6448 Ef hrifninguna vantar Framhald af bls. 11. á eftir annarri um landið þvert og endilangt á sumrin. — Hvað á aS gera til að sporna við þessu? — Bjóða þeim upp á eitthvað betra. Ég tel t.d., að aðgerðir æskulýðsfulltrúanna í Borgarfirði undanfarin sumur séu sannarlega spor ( rétta átt. Og hvað bókun- um viðkemur, þá þurfum við að losna við þetta þýdda rusl, sem þýðendurnir hirða ekki einu sinni um að leggja nafn sitt við, og koma með eitthvað betra í staðinn, þótt bókatitlunum fækkaði e.t.v. eitt- hvað. Það er hægt að þroska betri smekk með ungum lesendum. Ég hef t.d. prófað að lesa úr Sturl- ungu fyrir nemendur mína og gef- izt bara vel. — Eru ekki tvær bækur eftir þig á markaðinum núna? — Jú, Sagan hans Hjalta litla og Segðu það börnum, sú síðarnefnda endurútgáfa á þremur kvæðakver- um. — Og þær seljast? — Já, ég held það. Það eru for- eldrarnir, sem muna eftir þessum bókum frá því í gamla daga og kaupa þær nú handa börnum sfn- um. — Hvað eru annars bækurnar þínar orðnar margar? Stefán renndi augunum eftir bókahillunum, sem þekja tvo veggi ( skrifstofunni hans. — Ætli þær séu ekki orðnar 33, ef við teljum kverið með, sem ég nefndi áðan. t — Áttu þær allar? — Ég á þær v(st allar núna. Lengi vel átti ég ekki Söguna hans Hjalta litla en svo var mér gefin hún fyrir nokkru. — Og fyrsta bókin var .. . — . . . Konan á klettinum, útgef- in 1936. Hræðileg bók. Ég held hún hljóti að eiga met ( prentvillum. M.a.s. nafnið er ekki eins og ég gekk frá því ( handriti. Bókin átti að heita Konan á klettinum og fleiri sögur. En hún er löngu upp- seld, kostaði held ég fjórar krón- ur, þegar hún kom út, og brenni- vínið kostaði þá sjö krónur. Þetta hefur hækkað hvort tveggja, svona hönd ( hönd. Það fer vel á því. — Ertu stundum óánægður með bækurnar þtnar? — Stundum er ég alveg hund- óánægður. En þá er það oftast komið á prent. Og þá er ekkert hægt að gera. Ekki svo að skilja, að ég vandi mig ekki við það, sem ég skrifa. Ég vanda mig alltaf öll ósköp. Vitleysurnar koma ekki í Ijós fyrr en síðar. — Hvað telurðu beztu bókina þína? — Það get ég ekki sagt þér, af því að ég veit það ekki. E.t.v. hef ég bundið mestar vonir við þá stærstu, Veginn að brúnni. En út- gáfan tókst ekki sem skyldi. Ég hafði hugsað mér að láta hana koma út í þrennu lagi, hún er jú í þremur hlutum. En útgefand- inn vildi gefa hana út í einu lagi, og ég tel hana hafa misst mikið við það. — Er von á nýrri bók frá þér bráðlega? — Já, á næsta ári kemur út safn smásagna fyrir fullorðna. Ég gaf síðast út smásagnasafn árið 1959, Þegar skáld deyja, samnefnt einni sögunni í bókinni. Það er vond saga. Mikið andskoti er það vond saga. — Illa skrifuð? — Nei, nei, hún er bara vel skrif- uð. Þarna sérðu, hvort ég get ekki verið grobbinn! Nei, en það má þekkja skáld í henni. Það er vont. — Hvort lætur þér betur að skrifa fyrir börn eða fullorðna? — Ég er fyrst og fremst álitinn vera unglingabókahöfundur, og það er erfitt að skrifa sig frá því. Verra er þó, að unglingabókahöf- undur er ekki tekinn nógu alvar- lega. Hann er líka að reyna að skapa bókmenntir. En það er ekki tekið alvarlega. — Nú hefur þú reynt að skrifa skáldsögur, smásögur, kvæði, leik- rit. Hvert þessara forma fellur þér bezt? — Ég get ekki skrifað leikrit. Áttu við Grámann? Það er eigin- lega safn sýninga. Ég hef ekki auga fyrir því sviðræna. Þess vegna get ég ekki skrifað leikrit. — Ég get heldur ekki ort kvæði. Þetta eru léleg kvæði, sem ég set saman fyrir blessuð börnin, bara þeim til skemmtunar, sum skrifuð beint á skólatöfluna. — En smásögurnar? — Ég get sagt þér, hvernig smá- sögurnar verða til. Þegar ég sem skáldsögu, hrannast persónurnar upp hjá mér, svo að ég hef ekki rúm fyrir þær allar. Og þá sem ég bara smásögur um þær. — Fórstu ungur að skrifa? — Ég skrifaði öll ósköp, þegar ég var barn, langar skáldsögur. Þær eru týndar og tröllum gefnar allar með tölu, sem betur fer. — Þú sagðist ekki geta ort kvæði. Hefurðu reynt að yrkja al- vöruljóð, eins og börnin mundu segja? — Ég get það ekki. Það er ann- ars skrítið. Ég hef ákaflega gaman af Ijóðum. — Hvers konar Ijóðum? — Ekki atómljóðum. Sjáðu til, það er alveg sérstakur tónn ( þeim, VIKAN 5. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.