Vikan


Vikan - 03.02.1966, Síða 49

Vikan - 03.02.1966, Síða 49
Þegar hún hefur fengið þessa greiðslu út í hönd, fer hún sína leið, enda hefur þá maðurinn gersamlega tapað þeim áhuga, sem hann hafði á fyrirtækinu í upphafi. ÞARF EKKI AÐ ÓTTAST kærur Marja þarf ekki að óttast, að nokkur af „kavalerum“ hennar tæki upp á því að ákæra hana fyrir glæpsamlega tekjuöflim, enda munu flest fórnardýrin, sem hún hefur valið sér, þola þann skell að verða 10 þúsund krón- um fátækari eitt kvöld. Viðskiptavinir hennar hafa samt sem áður séð svo um, að lögreglan fengi vitneskju um þennan atvinnurekstur hennar, þó að þeim hafi ekki dottið í hug að standa á bak við formlega á- kæru. — Einn góðan veðurdag mun hún lenda í því að velja náunga af skökku sauðahúsi, segir einn af óeinkennisklæddu lögreglu- Uiönnunum, sem hafa það hlut- verk að líta eftir næturlífinu Umhverfis Norrmalmstorgið, — uáunga, sem hringir beint til lögreglunnar eða það sem verra er, — misþyrmir henni í tryll- ingi til að fá hana til að þagna, — kannske fyrir fullt og allt... En Marja hefur engar áhyggjur °g heldur áfram sinni arðbæru iðju á götunni. Það er hins vegar ekki auðvelt að fá hana til að gefa viðunandi skýringar á þessu háttalagi sínu. Blaðamaðurinn lagði spurning- una fyrir hana í flöktandi ljós- bjarmanum frá pylsuvagninum: — Hvers vegna ertu hér í kvöld? Hún hlær, kastar lokkunum aftur fyrir axlirnar með töfr- andi hreyfingum og svarar létt °g syngjandi: — Til þess að þú getir fengið fallega mynd á kápusíðuna! Hún virðist vera í sólskins skapi og snýr sér að óeinkennis- klædda lögreglumanninum, tekur undir arm hans og segir: — Ættum við ekki að gifta okkur, elskan? Það yrði nú svei mér myndarlegt par! Að minnsta kosti ég, ha, ha! Og síðan dregur hún sig inn í einskonar skel, og augu hennar eru stöðugt alvarleg, en hvarfla látlaust fram og aftur yfir nátt- hrafnalýðinn, sem ráfar um strætið. Allt í einu sleppir hún lög- reglumanninum og tekur á rás. Hann hagræðir frakkanum og segir lágróma: — í 12 ár hefi ég haft þennan starfa á þessum stað, og margt hefi ég séð. En Marja er það raunalegasta af því öllu. Að hugsa sér að eyðileggja líf sitt, svona ung og fögur. En hún er samt ekki raunverulega í svaðinu. Líttu á hana: Hún ber þess engin merki eins og hinar. Sjálf á hún við böl að stríða. Hún er kynvillingur, og í kvöld er hún á hnotskóg eftir slíku kvenfólki! HARMLEIKURINN Orð hans hljóma fyrir eyr- unum langa hríð. Hvaða harm- leikur liggur að baki þeirrar manneskju, sem lendir á slíkum villigötum? — Ung og falleg stúlka, vel hirt og glæsileg í klæðaburði, virðist gnæfa svo himinhátt yfir stallsystur sínar, sem druslast þarna um göturnar? Svörin er að finna á þremur stöðum í bókum lögreglunnar. • Við finnum hana fyrst, þar sem hún er 13 ára í sambandi við örlagaríkan fjölskylduharm- leik. Þá býr hún hjá foreldrum sínum ásamt fjórum systkinum á niðurníddu koti skammt frá námaþorpi í Dölunum. Faðir hennar, — fyrrverandi námuverkamaður, — er atvinnu- laus sakir ofdrykkju. Hann tek- ur þessa dóttur sína með valdi, og er hún þá send á uppeldis- heimili 20 mílum sunnar. Hún strýkur af heimilinu, „þessum bæjarfjanda, þar sem ég mátti aðeins vinna og þræla,“ segir hún. • Tveimur árum síðar, þegar hún er 15 ára, kemur hún aftur í bækur lögreglunnar, þá gripin af réttvísinni ásamt nokkrum vandræðapiltum, sem óku um Mið-Svíðjóð og frömdu innbrot og aðra óknytti, hvar sem leið þeirra lá. Við yfirheyrslurnar kom það í ljós, að Marja hafði einkum gegnt því hlutverki að standa vörð við innbrotsstaðina og í vissum tilfellum hafði hún ver- ið notuð sem „tálbeita" í sam- bandi við tilraunir til að ræna menn úti í almenningsgörðum. Það má einnig lesa á milli línanna, hvernig hún varð þar að auki að „greiða“ piltunum fyrir þá náð að fá að aka með þeim í bílunum. • Þessu næst sendir réttvísin Marju á heimili fyrir vandræða- telpur suður á Skáni. Þar ákærir hún einn starfs- mann heimilisins fyrir nauðgun- artilraun við sig. Málið fær kyrrt að liggja um hríð, en nokkru síðar er þó sami maður dæmdur frá starfi og til refsingar eftir endurtekið brot varðandi aðra stúlku. Ekki hafði Marja verið lengi á þessu heimili, þegar henni tókst að strjúka burt að næturlagi. Sölumaður nokkur tók hana upp í bíl sinn og ók með hana til Gautaborgar. Þar finnst hún þremur vikum síðar, og er hún þá aftur flutt á vandræðaheimilið. • Þegar Marja kemur loks enn á ný fram á sjónarsviðið, er hún orðin fullþroskuð stúlka með nýtt fas og glæsibrag, en sér- kennilega villt augnaráð og inni- byrgðan trylling í hæverskum hlátri. Þvílík æskuár! Þarf nokkurn að undra, þó að þau hafi markað sín spor í sálarlífi Marju? — En væri ekki mögulegt að koma henni á réttan kjöl í líf- inu? Lögreglumaðurinn hristir höf- uðið: — Hún virðist ekki kæra sig um það. Hún hefur fasta atvinnu og gæti lifað góðu og heilbrigðu lífi, en samt hangir hún í þessu hverfi á kvöldin. Með tíð og tíma fellur hún til botns í soranum. Áfengi og eitur- lyf, ruslaralýður og hirðuleysi um eigið útlit vinna bug á henni á nokkrum árum, — og hún er ekki sú fyrsta í þessum hópi, sem bíður slíkra örlaga hér. Við horfum á hana, þar sem hún skundar í 10—12 m fjarlægð og talar við eina stallsystur. — Varaðu þig á „kjötkaup- manninum", segir Marja. — Hann stendur þarna rétt fyrir aftan þig! „Kjötkaupmaðurinn", — kvennamiðlarinn, — maður um þrítugt með blóðhundsandlit, glansburstaða skó og í fínum ulsterfrakka, — gengur fram og tekur að sér hina stúlkuna. Hann kærir sig ekki um, að þær tali svona hátt. Hún fylgir honum á lygnari fiskimið, — virðist vera um þrítugt. — Andlitið er sínum rúnum rist, og fötin eru bæði óhrein og drusluleg. Afbrýðisemin lýsir sér úr aug- um hennar, þegar hún lítur á þessa glæsilegu Marju, og maður kemst ekki hjá því að lesa úr augnaráðinu: — Þú verður bráð- um eins og ég, — sannaðu bara til! Marja hverfur einnig úr aug- sýn. Ef til vill nær hún í ein- hvern viðskiptavin, — kannske fer hún ein heim í bústað sinn. Enginn veit með vissu, hvar hún býr. Hún flytur sig úr einum stað á annan, — milli ýmissa smáhótela eða leiguherbergja í einkahúsum, þar sem húseigend- ur undrast yfir háttalagi þess- arar glæsilegu stúlku, sem sjald- an kemur fyrr en á miðjum nótt- um en samt alltaf karlmannslaus, — þessi tvítuga, undurfagra Marja, sem smátt og smátt þok- ast niður í ginnungagap vændis- konunnar við Norrmalmstorgið, unz leiðin til lífsins hefur lokazt að baki hennar í eitt skipti fyrir öll. *’ Hún er 20 ára, - og hún er svo falleg, að karlmennirnir stara á eftir henni. Á hverju kvöldi sést hún meðal götudrósanna, sem reika um Norrmalms- torgið og Berzelii- garðinn í Stokkhólmi. Fegursta 09 hættulegasta dóflir götunnar inwn—ntinmrirrgnTirnniiniiMuiii n Karlmennirnir ganga upp að hlið hennar, - en þeir vita ekki, að hún er „hættu- leg“, fyrr en hún að lokum fylgir þeim heim. VIKAN 5. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.