Vikan


Vikan - 19.10.1967, Qupperneq 2

Vikan - 19.10.1967, Qupperneq 2
í FULLRI HLVÖRU FORD CORTINA 1968 er lítið breytt eftir hinar gagngerðu breytingar fyrra órs. — Hinir fjölmörgu CORTINA - eigendur eru beztu meðmælendurnir. Hin nýja kraftmikla 5 höfuðlegu vél gefur bifreiðinni mjúkan og öruggan akstur. Gúmmíhlífar yfir höggdeyfurum varna skemmdum vegna óhreininda. Kraftmikil miðstöð og loftræsting með lokaðar rúður. Mikið farangursrými. SVEINN EGILSSON H.F. UMBOÐIÐ LAUGAVEG 105 SÍMI 22466 UMBOÐSMENN AKRANES: BERGUR ARNBJÖRNSSON OKKAR ÚTI Á LANDI- BOLUNGARVÍK: BERNÓDUS HALLDÓRSSON SIGLUFJÖRÐUR: GESTUR FANNDAL VESTM.EYJAR: BÍLALEIGAN A.S. MEÐALVEGURINN Nú er íslenzka sjónvarpið orð- ið eitt um að flytja á skerminum fræðslu- og skemmtiefni fyrir almenning — að nafninu til. Þeg- ar þetta er ritað sést Keflavíkur- sjónvarpið enn víða í Reykja- vík, þótt svo eigi að heita, að því hafi verið lokað. Er þá ótalið „næsta nágrenni Keflavíkur“ sem reyndist miklu stærra en almennt var reiknað með. Þessi lokun Keflavíkursjónvarpsins er orðin svolítið einkennileg og nánast brosleg. Valdhafanna vegna er skást sú skýring, að þeir hafi reynt eftir beztu getu að rata hinn rétta meðalveg í málinu með þessu móti! Þegar liðnir at- burðir verða rifjaðir upp um næstu áramót, verður með sanni hægt að segja, að Keflavíkur- sjónvarpinu hafi verið lokað á árinu, og þó ekki lokað ... Dagskrá íslenzka sjónvarpsins hefur á margan hátt verið góð, síðan útsendingardögunum fjölg- aði. Erlent efni hefur aukizt, en hið innlenda staðið í stað, eins og við var búizt. Fréttimar eru enn sem fyrr bezta efni sjón- varpsins. Því verður ekki neitað að dag- skráin hefur í heild þynnzt svo- lítið, þótt fjölbreytni hennar hafi aukizt. Má því búast við, að gagnrýnin verði ekki eins já- kvæð og hún var í fyrstu. Sum- um finnst hneisa, að bandarísk kúrekamynd skuli vera sýnd á bezta tíma vikunnar, sunnudags- kvöldum. Öðrum finnst fráleitt að sýna sömu kvikmyndina tvisv- ar sinnum í sömu vikunni á sama tímanum. Þær myndir eru sýndar kl. 9 á kvöldin, og oft er þess getið, að þær séu ekki ætlaðar bömum. Vera má, að á fyrirmyndarheimilum séu börn komin í háttinn á þeim tíma, en ætli þau vaki ekki eitthvað leng- ur fram eftir víðast hvar? Getur þá reynzt erfitt að koma í veg fyrir að þau sjái þessar forboðnu myndir. Bezti tíminn til að sýna langar myndir væri síðar á kvöld- in, þegar börnin eru komin í háttinn og húsmóðirin hefur lok- ið verkum sínum í eldhúsinu. Þannig mætti lengi telja upp sitt af hverju. sem betur mætti fara. íslenzka sjónvarpið er orð- inn svo snar þáttur í daglegu lífi almennings, að það hlýtur að sæta gagnrýni, þótt ekki megi gleyma því sem vel er gert. G.Gr.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.