Vikan - 19.10.1967, Qupperneq 12
ÞIIRFTIEKKI ANNAB EN SYNA SIG-QG ÞA FORU ALLIR AB HLÆJA
semi sína. Hann var að leika sér
með nokkrum félögum sínum, er
þeir fundu einkennilega kúlu. Ing-
ólfur þurfti náttúrlega að skoða
hana að innan, reyndi að brjóta
hana, en tókst það ekki. Hann
setti hana loks I vasa sinn, en þá
sprakk hún. Hönd Ingólfs tættist
sundur og af tók þrjá fingur. Hann
komst þó til læknis, sem bjó ein-
hvers staðar nálægt, tókst að
hringja dyrabjöllunni, en þá leið
yfir hann á tröppunum.
Þetta atvik. hafði djúp áhrif á
Alfred og ekki er ósennilegt, að
hann hafi borið þess merki alla
ævi. Ingólfur bróðir hans hafði orð-
ið fyrir áfalli áður. Hann fékk löm-
un upp úr kíghósta og styttist á
honum annar fóturinn, svo að hann
var fatlaður fyrir.
Alfred tók sárt að þurfa að horfa
upp á þjáningar bróður síns, sér-
staklega þegar verið var að skipta
um sáraumbúðir á honum.
Angistarveininu gleymdi hann al-
drei.
LÉK FYRST í STÚKU.
Alfred fór í barnaskóla og gekk
vel við námið. Hann var alltaf efst-
ur í sínum bekk. Til er bók, sem
hann fékk í verðlaun fyrir ástund-
un, háttvísi og reglusemi. Er hún
áletruð af Morthen Hansen, skóla-
stjóra.
Ungur gerðist Alfred sendill í
Smjörhúsinu, og það er til dálítið
skemmtileg saga af því, hvernig
hann fékk þá stöðu. Geysimargir
sóttu um hana, og nokkrir voru
teknir til reynslu, þar á meðal Al-
fred. Fyrsta daginn var hann lát-
inn fara í pakkhúsið og taka þar
til. Þegar hann var að sópa rusli,
fann hann tíu krónur, en það voru
miklir peningar í þá daga. Hann
fór þegar með seðilinn og skilaði
honum. Þetta þótti svo heiðarlegt
og vel af sér vikið, að hann fékk
stöðuna.
Þegar Alfred var um fermingu,
fékk hann vinnu hjá O. Johnson
og Kaaber. Þar sem hann hafði
sýnt, að hann hafði góða náms-
hæfileika og hafði fengið góðar
einkunnir í barnaskólanum, hvöttu
forráðamenn fyrirtækisins hann til
að fara í Verzlunarskólann og kost-
uðu hann við námið að einhverju
leyti. Þótt leiðir skildu með honum
og fyrirtækinu, var Alfred svo þakk-
látur fyrir stuðninginn, að hann
var í rauninni alla ævi að endur-
gjalda hann. Ef hann hitti náms-
menn, sem áttu í fjárþröng, reyndi
hann eftir beztu getu af sínum litlu
efnum að greiða götu þeirra.
Snemma beygist krókurinn til
þess sem verða vill. Þegar Alfred
var í barnaskóla, var hann eitt sinn
látinn semja ritgerð um sjálfvalið
efni. Hann. skrifaði gagnrýni um
leikritið „Kinnahvolssystur", sem
hann hafði séð og hrifizt af. Aðal-
hlutverkið í leiknum lék Stefanía
Guðmundsdóttir. Stíllinn þótti svo
góður, að hann var látinn lesa hann
upp.
Alfred byrjaði að leika í barna-
stúkunni Æskunni. Þóra Borg var
þar einnig, og þau voru til skiftis
kosin æðsti templari. Þau fluttu
leikþætti á skemmtikvöldum, og Al-
fred söng meira að segja vísur.
Siðar lék Alfred með Litla leik-
félaginu, sem Þorvaldur Guðmunds-
son, veitingamaður, Helgi S. Jóns-
Haustrevýa Bláu
stjörnunnar 1952:
Brynjólfur Jóhanncs-
son, Haraldur Á. Sig-
urðsson og Alfred.
Alfred syngur gam-
anvísur í Bláu
stjörnunni. Við
hljóðfærið er Aagc
Lorange.
Búningsklcfi í Sjálf-
stæðishúsinu, þar
sem Bláa stjarnan
hafði aðsetur sitt.
Innst við borðið sitja
Haraldur Á. og
Alfred.
12 VIKAN 42 tbI