Vikan


Vikan - 19.10.1967, Side 15

Vikan - 19.10.1967, Side 15
brosti og horfði ó dúfuna. — Ég geri mér það Ijóst, Réne. En með hliðsjón af þessari einkenni- legu vísbendingu fannst mér ég ætti að tala við þig fyrst og treysta dóm- greind þinni. — Ég skil. Vaubois leit á það sem hann hafði klórað í blokkina sína. — Þú segir að ákveðinn kassi detti af flutningabifreið ákveðins flutningafyrirtækis, á kveðnum stað í París og ef þessi kassi verði þá rannsakaður til þess að komast að því hvort eitthvað af innihaldi hans hafi skemmzt, muni glataða Watt- eau-málverkið finnast óskemmt. — Svo var mér tjáð f þessari nafnlausu vísbendingu, Réne. — Og það verður ógerningur að rekja spor kassans eða innihalds hans aftur á bak til sendandans? — Já. — Og þú lætur í Ijósi þá ósk að blaðamaður verði af tilviljun stadd- ur þar sem þessi uppgötvun ger- ist, svo fréttirnar komist í dagblöð- in? - Já. — Það varar þá seku við eins og þú gerir þér væntanlega Ijóst, svo þeir gera ekki tilraun til að nálgast kassann á ákvörðunarstað. — Ég geri mér það Ijóst, sagði Tarrant. — Það veldur lögreglunni vonbrigðum, en aðalatriðið er að Watteau málverkið hefur fundizt aftur, óskaddað. Heldur þú, að þú getir gert nauðsynlegar ráðstafan- ir? Vaubois andvarpaði: Þetta eru andskotans óþægindi, Gerald, sagði hann kurteislega. — En það er miklu erfiðara að koma tveimur mönnum að sem ökumanni og aðstoðarmanni á þessum vörubíl, heldur en að sviðsetja innbrot eða stela skjala- tösk.u ambassadors. Tarrant hló í símann. — Ég veit, Réne. Ég veit. Það eru alltaf smá- atriðin sem valda manni höfuðverk. En geturðu gert þetta? Vaubois teiknaði nakta konu á blokkina. — Já. Láttu mig um það, kæri vinur. Ég skal sjá um að lög- reglan fái allan heiðurinn. En þú ert samt andskoti heimtufrekur. — Ég er þér afar þakklátur. — Tarrant meinti það. Þessir tveir menn hjálpuðust alltaf að þegar þeir gátu og þegar hráskinnaleik- ur stjórnmálanna gerði þá andstæð- inga um hríð f þeim undarlega heimi sem þeir bjuggu í, börðust þeir af hörku og skeytingarleysi, án þess að það hefði nokkur áhrif á persónulega vináttu þeirra. Vaubois teiknaði skírlífisbelti á konuna og horfði með andstyggð á árangurinn. Hann sagði: — Hvers- vegna gerir hún þetta? Fyrst þetta í Beirut, að glata öllu þessu. Og nú þjófnaðurinn, sem ekki er þjófnað- ur. Ég á erfitt með að botna nokk- uð f þessu. — Reyndu að spekúlera ekki, Réne, sagði Tarrant, hóglátlega. — Ég skal skýra þetta fyrir þér strax og ég get. — Allt í lagi En má ég nú spyrja hvort þú sért ekki sjálfur að spekú- lera, Gerald? Er hún að þefa uppi eitthvað samkvæmt þínum duttlung- um? Það var andartaksþögn og svo sagði Tarrant: — Ég er að spekú- lera, já. — Ef Modesty Blaise er að leika þetta fyrir þig hlýtur það að vera stórt. — Það getur verið að ég hafi rangt fyrir mér, Réne. — En ef þú hefur ekki rangt fyr- ir þér? Þá er það stórt — mjög stórt. Vaubois horfði á dúfuna fljúga burtu. Hann sagði: — Ég hef aldrei hitt hana. Mig myndi langa til að hitta hana. — Ég hef heyrt hana tala um þig. Með aðdáun. Ég veit að henni þætti gaman að hitta þig, Réne. Ég skal reyna að koma því f kring. — Þakka þér fyrir. Ég hlakka til — ef þér heppnast ekki að láta drepa hana fyrst, Gerald. Vaubois talaði léttilega, hann reiddist við sjálfan sig þegar hann heyrði þung- ann í svari Tarrants: — Já, Réne. Ef mér tekst ekki að láta drepa hana fyrst. — Til hamingju, sagði Mike Del- gado. Hann lá öðrum megin í rúminu með sængina til hálfs ofan á sér og horfði á Modesty Blaise. Hún var enn sofandi, lá á grúfu og sneri höfðinu í áttina til hans, andaði hægt og jafnt, líkaminn mjúkur og afslappaður, andlitið ungt, ánægt og viðkvæmt. Svefherbergisgluggarnir í ein- býlishúsinu stóðu opnir. Hvít glugga- tjöldin voru dregin fyrir og morg- unsólin skein f gegnum glufurnar á tjöldunum og lögðu gullnar rend- ur á sólbrennt bakið á henni og sængina sem huldi hana upp að mitti. Delgado studdi fingri á nefbrodd- inn á Modesty, ýtti lítið eitt á og sagði: — Til hamingju. Hún gretti sig um leið og hún vaknaði, dró höfuðið aftur á bak, opnaði augun og sagði: — Mmmm? Hann hló: -*■ Ég sagði bara til hamingju. Hún velti sér á bakið, rétti hand- leggina upp fyrir höfuð og teygði úr sér, sparkaði ofan af sér sæng- inni og strengdi á hverjum vöðva f líkamanum eins og köttur sem vaknar af svefni. Svo slakaði hún á, lyfti höfðinu lítið eitt og leit nið- ur eftir sér. — Sjáðu, ég er með gullrendur. — Afar sérkennilegt. Hann reis upp við dogg og fikraði sig eftir einum sólargeislanum með fingur- gómunum. Augu hennar hvíldu á andliti hans, glaðvakandi og full af glettni. Hann renndi fingurgómunum yfir kvið hennar og út yfir mjöðmina, þar sem gullna röndin hvarf. — Þetta er eins og völundarhús fyrir börn, sagði hann. — Kalli er að reyna að finna leið heim að litla húsinu sfnu, það er afar erf- itt, getið þið fundið réttu leiðina fyrir hann, börnin góð? Hann renndi fingurgómunum eft- ir annarri rák sem lá út yfir lærið á henni utanvert. — Kalli er klaufi, sagði hún. — Kalli heldur, að völundarhús- ið sé svikið. Færðu þig hingað um það bil fjóra þumlunga. — Það væri svindl. — Kalli kaldi sérhæfir sig í svindli. — Ég veit. Hún tók um hönd hans og hvíldi hana milli brjósta sér. — Hvað er klukkan? — Þú sérð það á úlnliðinum á mér. Hún sneri hönd hans og leit á úrið. — Fimm mínútur yfir átta. — Er það mikilvægt, spurði hann. — Nei. En ég þarf að hitta Will- ie Garvin seinna í dag, við þurfum að ganga frá svolitlu. — Ná f Watteau myndina? — Hún lyfti augabrúnunum. — Hvaða Watteaumynd? — Bara einhverja gamla Watte- aumynd sem gæti hafa horfið síð- ustu daga. Hver er kaupandinn þinn, elskan? Hún sagði hógværlega: — Kalli kaldi ætti að hafa vit á því að reka ekki litla, bleika nefið ofan f mín málefni. Hann glotti: — Mig minnir, að þú hafir sagt mér það áður. — Láttu þér það að kenningu verða, Mike. Hreimurinn var vin- gjarnlega kæruleysislegur. — Allt í lagi. En leyfðu mér að segja að ég gleðst þín vegna. Ég var ekki ánægður með þá tilhugs- un að þú værir á hausnum og það var snjallt að velja Lissabon. Þar geturðu verzlað fyrir gull, það eru engar hömlur á því hér. Er Willie ánægður? — Ég held að hann hafi skemmt sér, núna síðustu dagana. Honum gazt heldur ekki að þeirri hugmynd að ég væri blönk. — Ég get ímyndað mér það. Hún hleypti ofurlítið f brýrnar, eins og hún væri að reyna að rifja eitthvað upp, sneri sér síðan að honum og sagði: — Þú varst að segja eitthvað, rétt í því er ég vakn- aði. Hvað var það? — Til hamingju. — Nú. Aftur Watteau? — Nei. persónuleg hamingjuósk. — Með hvað. — Með framfarirnar sem þú hef- ur tekið, sfðan við vorum saman svona síðast. Nóttin f nótt var stór- kostleg reynsla. Hún lá á bakinu, andlitið þögult. Hann hallaði sér yfir hana og horfði með forvitni framan í hana og þeg- ar hann tók til máls á ný var hreim- urinn enn meir áberandi en nokkru sinni fyrr. — Það eru fimm ár, sagði hann. — Jafnvel þá bjóstu yfir þessum dásamlega hæfileika til að gefa og taka, elskan, En nú er það meira Ah, það er gull í eld- inum og langt, langt gleðihróp. Hún greip lágt framm í fyrir honum: — Kanntu aldrei að þegja, þú græneygi, loðhærði vaðfugl? Hann tók viðbragð og starði á hana: — Heldurðu að ég sé að smjaðra fyrir þér? — Nei. — Af hverju ætti ég þá að þegja? Hún hristi höfuðið hægt, brosti ofurlftið meðan hún horfði upp til hans, svo lyfti hún höndunum og spennti greipar fyrir aftan hnakka hans: — Þetta er til þess að hafa og gera og vera, Mike. Ekki til að tala um. — Ah. . . Blágræn augun yfir henni skildu og samþykktu: — Jæja þá. Líkamir þeirra runnu saman og sólargeislarnir gegnum gluggatjöld- in byrjuðu sinn langa dans, sfkvik- an og breytilegan og mynduðu hundrað mynstur á þeim. I Klukkan var tíu, þegar Modesty kom út úr baðherberginu og batt að sér fölgulan nælonslopp. Gegn- um opnar dyrnar, inn í setustofuna sá hún aftan á Mike. Hann var klæddur í bláar strandbuxur og fiskimannaskyrtu og stóð við upp- búið morgunverðarborð og horfði á dagblað sem hann hélt á. Nokkur önnur dagblöð lágu á borðinu sem komu flugleiðis, er- lendis frá. Portúgalska stúlkan sem var innifalin í húsaleigunni hafði komið með þau. Nú var hún frammi í eldhúsinu að útbúa morgunmat- inn Modesty kallaði: — Fimm mínút- ur til að klæða mig og svo kem ég. Hún gekk áfram í áttina að svefn- herberginu, en rödd Mike stöðvaði hana: — Bíddu. Það var undarleg flatneskja í rödd hans. Hún sneri aftur inn í setustofuna. Hann sneri nú að dyrunum. Þegjandi rétti hann fram dagblaðið, hún leit snöggt á hann og tók við því. Blaðið var L'Aurore. Aðalfyrir- sögnin, þvert yfir forsíðuna æpti: IE WATTEAU RETROUVÉ! Hún stóð grafkyrr og augu hennar hvörfluðu um feitletraðan innganginn af frétt- inni. — Helvítis kassinn féll aftan af vörubílnum og opnaðist, sagði Mike. — Það voru styttur ( honum. Waheaumálverkið var falið innan í einni. Hann fylgdist með henni, þegar hún hélt áfram að lesa. Andlits- svipurinn breyttist ekki, en að lok- um var eins og ásjóna hennar væri meitluð úr marmara. — Loks rétti hún honum blaðið aftur, sneri sér undan og fór inn í svefnherbergið. Hann fylgdi henni eftir og lokaði dyrunum á eftir sér. Hún settist á rúmið með hendurnar f sloppvösun- um og horfði út um gluggann, sem nú var galopinn. — Þeir geta ekki rakið leið kass- ans, hvorki áfram né aftur á bak? spurði hann. — Ekki aftur á bak. Ekki áfram lengur. Ef blöðin hefðu ekki kom- izt í það, hefði verið hægt að láta Framhald á bls. 41. 42. tbi. VIKAN 15

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.