Vikan


Vikan - 19.10.1967, Síða 21

Vikan - 19.10.1967, Síða 21
míg langar að sjá staðinn. Hún kveikti sér líka í sígaretlu. En þegar reykurinn liðaðist upp í loftið, leit hún aftur á málverkið af manninum. — Það er svo skrýtinn svipur á honum, muldraði hún. — Ég held, að hann hljóti að hafa verið mjög einmana. Adrienne drap í sígarettunni, eins og hún væri með því að binda endi á samræðurnar. — Kannske . . Það er ekki gott að vita . . Nú held ég, að það sé bezt að við förum í bólin, svo við getum lagt snemma á stað, ef það verður gott veður í fyrramálið. Þrátt fyrir uppástunguna varð hún kyrr eftir í herberg- inu, þegsu Julie var farin. Hún lét fallast aftur í hægindastól- inn og andvarpaði, um leið og hún opnaði ljóðasafn Rupert Brooke. Hugur hennar flaug til baka, til fyrstu ástarinnar; þar var annarsvegar viðkunnalegur piltur, sem beðið hafði bana í Kóreu. Hann hafði alltaf strítt henni með aðdáun hennar á ljóðum Brookes og sagt, að hún myndi bráðlega vaxa upp úr slíkri rómantík. Þá hafði hún ekki getað skilið fyrirlitningu hans og hún gat það ekki enn. Hún greip hér og þar niður í bókinni, sem hún hélt á og tók ekki eftir því þegar klukkan sló tólf á miðnætti. Hún kom aft- ur til sjálfrar sín, þegar bankað var létt á dyrnar. Martha Hart kom inn. — Mér þykir leitt, að ég skyldi halda þér svona lengi á fótum, sagði Adrienne. — Það gerir ekkert til. Ég hélt að þú værir farin upp. Martha lagðist á hnén fyrir framan arininn. — Það er bezt ég bæti á eldinn úr því ég er hér. Adrienne lokaði bókinni, reis á fætur og sagði: — Hafðu ekki áhyggjur af því, Martha, ég ætla að fara að sofa. Hún dró gluggatjöldin frá. — En fallegt kvöld. Sjáðu tunglið. Hefði ekki verið orðið svona framorðið, hefði ég verið til í að fá mér gönguferð. Martha reis ófús á fætur. — Af hverju ekki að gera það samt, úr því þig langar til? Það er langt þangað til Sam fer að sofa. Hann fer alltaf svo seint í bólið. Hann hleypir þér inn aftur. Adrienne horfði út yfir silfur- glitrandi garðinn. — Ertu viss um það? Að honum þyki það ekki verra? Martha opnaði frönsku glugg- ana. — Það léttir oft svefninn, að fá sér góðan göngutúr. En það er svalt næturloftið, svo þú ættir að fara í hlýja kápu og góða skó. Hún þurfti ekki frekari hvatn- ingu. Þegar það marraði í möl- inni undir fótum hennar fór ein- hver æsíngur í gegnum hana, eins og hjá barni, sem ætlar að fara að gera eitthvað sem það veit að það má ekki. Hún ætl- aði að ganga niður í þorpið og aftur til baka. Næturloftið var ferskt og gott og hún þrýsti höndunum djúpt niður í vasana og jók ferðina. Það leið ekki á löngu, þar til blóðrásin örfaðist aftur eftir þær stundir, sem hún hafði kúrt í þægilegum stól fyrir framan arininn, og varð í meira samræmi við skap hennar þessa stundina. Álmviðurinn teygði sig meðfram veginum, þannig að hann myndaði bogagöng ljóss og skugga, það var engu líkara en greinarnar, sem slúttu yfir veginn, veifuðu til hennar og hvettu hana til að halda áfram Eftir nokkra stund var hún kom- in á þorpsgötuna og brosti með sjálfri sér, þegar hún gekk fram- hjá einu húsinu eftir annað, öll með hálmþaki og trébindings- verki. Þarna stóðu þau og sváfu í fölu tunglsljósinu, eins og þau höfðu gert í aldaraðir. Hún forð- aðist að horfa á sjónvarpsloft- netin, sem voru í engu í sam- ræmi við Tudor-reykháfana. — Þannig fer semsagt fyrir Englandi miðaldanna, muldraði hún við sjálfa sig, um leið og hún gekk framhjá The Lame Duck, þar sem ölþefurinn lá enn í loftinu. — Það sýnist fáránlegt, ég skal viðurkenna það, en þann- ig er nútíminn. Fullur af sam- anburði og mótsögnum. Djúp karlmannsrödd snarvakti hana til vitundar um stað og stund og að hún hafði hugsað upphátt. Hún hægði ganginn um leið og hún fór framhjá hvíta hliðinu og hann reis á fætur, þeg- ar hún sneri sér við. Hann var hár, minnsta kosti sex fet. Ljós- ið kom aftan að honum, svo að hann var eins og skuggamynd á móti henni. En um leið og hún greindi andlitið vissi hún hver hann var. Þrátt fyrir hæðina og háralitinn leyndi sér ekki svip- urinn með föður og syni. — Gott kvöld, sagði hún. — Ég er nú ekki vön að ráfa um og tala við sjálfa mig, en ég vissi ekki að það væri neinn hér. — Þér voruð fórnarlamb minn- ar heppilegu aðstöðu, svaraði hann brosandi. — Ég sá þegar þér komuð niður eftir götunni. Hann leit upp á himininn: — Fallegt kvöld? — Dásamlegt. Mér fannst synd að loka sig inni, þegar tunglið er svona fallegt. — Gangið þér alltaf ein, þeg- ar tunglið er fullt? ungfrú Biair. Ský leið fyrir tunglið og kom í veg fyrir að hún sæi svipinn í andliti hans, en hún var hand- viss um að hann hafði verið að gera að gamni sínu. Það var greinilegt að hann lagði einnig áherzlu á orðið „ein“. Hún stóð þama þegjandi meðan þorps- klukkan sló og leít af hreínum óþarfa á úrið. Þá rak Martin Westbury upp hlátur: — Hálf eitt, ungfrú Blair. Allt gott og siðsamt fólk er komið í bólið nú. — Já, sagði hún vesældarlega. — Jæja þá — góða nótt. — Góða nótt, ungfrú Blair, sagði hann hlýlega. Hún leit snöggt um öxl og flýtti sér síðan áfram, þegar hún sá að maðurinn hallaði sér út yfir hliðgrindina. Til þess að komast hjá forvitnum augum sem kynnu að vera á bak við myrka gluggana í þorpinu, fór hún fáfarnari leið heim aftur. — Þetta var semsagt Martin Westbury, allt öðruvísi en hún hafði búizt við. Það var erfitt að sameinaða þá hugmynd sem hún hafði nú fengið og þeirri mynd sem hún hafði gert sér af stutt- aralegum upplýsingum Jamies, það var ekkert kennaralegt eða fjarlægt við Westbury, ekki skorti hann heldur kímnigáfu, eftir því sem hún bezt gat séð af þessum stutta fundi. Einmitt þvert á móti. Jamie hafði gefið henni villandi upplýsingar um föður sinn og hún hafði verið nógu heimsk til að láta barns- legar athugasemdir hans hafa áhrif á skoðanir hennar. Á hvaða grundvelli reisti hún annars skoðanir sínar? Af stuttum fundi í myrkri, varla lengri en mín- útu, þar sem umræðuefnið voru fáfengilegar athugasemdir um tunglið, gáfu lítinn grundvöll til að ákveða skapgerð manns eftir. Þar að auki kom skapgerð Mart- ins Westburys henni ekki við. Að því undanteknu að henni lík- aði vel við Jamie og naut þess að vera í félagsskap hans, hafði hún engan sérstakan áhuga fyrir íbúum hússins „við hliðina á The Lame Duck“. Drumbeat lá böðuð í fínlegum silfurvef. Hún nam staðar við hliðið. Hafði Julie rétt fyrir sér? Átti hún á hættu að missa alla vitund um hlutföll með því að veita húsi og jarðeign alla sína umhyggju? — Nei — og aftur nei. Víst var Drumbeat dauður hlutur, en átti engu að síður skil- ið alla þá umhyggju sem hún gat sýnt. Þar að auki — og það mynduðust kaldhæðnisviprur um munn hennar — krafðist staður- inn ekki meira en hún gat gef- ið, en þannig var því ekki farið um samband milli manna. Það logaði á útiljósinu yfir að- aldyrunum og hún hrópaði góða nótt til Samuels Crustworthy, þegar hún heyrði fótatak hans í eldhússtiganum. Þvert á móti orðum Mörthu átti hún erfitt um svefn um nóttina og létti þegar lýsti af degi á ný. Hún reis upp úr rúminu og flýtti sér niður í eldhúsið. Ef Martha Hart var undrandi að koma að henni, þar sem hún var að hita te, lét hún það ekki á sér sjá. — Með sínu venjulega, bjarta brosi tók hún sér bolla og settist víð borðið ásamt Adrienne. Þegar þær horfðust í augu var kurteis- legt umburðarlyndi í augum ann- arrar og þakklæti í augum hinn- ar. 5. — Ef þú hefur lyst býð ég upp á sjerrí á kránni, áður en við förum heim. Það var Julie Hamilton sem bauð þegar Adri- enne kom aftur út af pósthús- inu, eftir að hafa sótt kvöldblað- ið sitt. Adrienne gekk á undan henni inn í The Lame Duck og lét fall- ast niður á bólstraðan bekkinn, undir glugganum. Joe Hackett, dæmigerður kráareigandi með rjótt, kringlótt andlit og viða- mikinn maga, undir þykkri svuntu, hárlausan hvirfil en jarðgráar krullur í kring, jafn- lyndur og góðlyndur, tók sjálfur á móti pöntun þeirra. — Fagurt veður í dag. Loðn- ar augabrúnimar mættust yfir nefinu meðan hann horfði með athygli á Adrienne. — Og þér eruð ungfrú Blair frá Drumbeat? Hún kinkaði kolli. — Já, það datt mér í hug, hélt hann bros- andi áfram. Gleður mig að kynn- ast yður. Úr því að þér hafið nú fundið krána mína, vonast ég til að fá að sjá yður hér í The Lame Duck, einnig á kvöldin. Adrienne leit á hrein glugga- tjöldin og gljáfægðan koparinn og messingin í kránni. — Það er ekki ólíklegt. — Mér gezt vel að kránni yðar, herra Hackett. — Við reynum að vera svo- lítið vandlát, ef þér skiljið hvað ég á við. Fastagestimir koma hingað til að spjalla saman. Frú H og ég viljum helzt þjóna þeim sjálf. Það kom glettnislegur glampi í skær augun. — Meira að segja presturinn lítur héma inn eftir messu og honum þykir ölið mitt gott. Það bezta í land- inu, segir hann, þótt ég viti ekki hvernig í ósköpunum kirkjunnar þjónn ætti að vita það. En hvað þóknast ykkur, dömur mínar? Nokkrum mínútum síðar kom hann með tvö glös á bakka, setti hann á borðið, bar höndina að enninu og hvarf svo aftur bak við barborðið. — Ég hef lesið um kráareig- endur eins og hann, en ég hélt að þeir væru ekki til lengur. Adrienne brosti við vinkonu sinni. — Hann fylgdi með inn- réttingunni hér. Julie saup duglega á sjerríinu, hún stundi við. — f kránni okk- ar er flúrosent lýsing og glym- skratti — það er glaepur. Tókstu eftir hvernig hann heilsaði þér? — Það hlýtur að vera hluti af því sem tilheyrir. Það er mjög vinsælt hjá ferðamönnum að koma hér inn. — Skemmdu ekki fyrir mér drauminn. Ég sagði þér í gær að Framhald á bls. 52 42. tbi. VIKAN 21

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.