Vikan - 19.10.1967, Qupperneq 32
r
Tvistar eru ekki ómerkilegri spil en hver önnur, eins og sannast í
spilinu hér á eftir:
A D-7
y 10-9-7-6-5-2
4 Á-8-6
A 5-3
▲ G-6-4-2
y 8-4-3
4 5-4
Jf, G-10-9-8
N
V A
8
A K-9-8-5
y K-D-G
4 9-7-3
Jf, K-D-4
4 Á-10-3
y Á
4 K-D-G-10-2
Jf, Á-7-6-2
Austur opnar á einu laufi (Vínarsagnkerfið), en Suður kemst að
lokum í fimm tígla.
Vestur lætur út laufgosa, sem er gefinn. Sagnhafi ætlar sér að gefa
lauf tvisvar og vinna síðan spilið með víxltrompi, þ. e. eftir að spaða
hefur verið kastað í laufásinn. En Vestur lætur út tígulfimm, sem
Suður tekur heima á tíuna. Nú er spilað á hjartaásinn, laufás tekinn
og láglauf er trompað með tíguláttu í borði. Nú er hjarta Irompað
með tígulgosa. Síðasta lauf Suðurs er trompað með tígulásnum í
borði, og Austur lætur í spaðafimm. Ef Austur hefði verið vel á
verði, hefði hann séð hvert stefndi. Eina leiðin til þess að hnekkja
spilinu á þessu stigi málsins er, að Austur fleygi tígulníunni þegar
trompað er með tígulásnum í borði!
Þetta virðist heldur hastarlegt, en ef Austur hugsar sig um, þá
hlýtur að vakna spurningin, hversvegna Suður trompaði hjarta með
tígulgosanum en ekki lágtígli. Einhverra hluta vegna er hann að
halda í lágtígul. Jæja, Norður var inni á tígulás, og nú var spilað
hjarta, sem Suður trompaði með tíguldrottningunni. í síðasta hjart-
að féll svo hjartakóngurinn, svo að Suður vissi, að Austur hafði upp-
haflega átt þrjú hjörtu og þrjú lauf. Þessvegna hlaut Austur að hafa
átt þrjú tromp, því að annars hefði hann opnað á einum spaða en
ekki einu laufi. Austur hlýtur að eiga spaðakóng, ellegar hefði hann
ekki opnað. Staðan eftir átta slagi var þessi:
A D-7
V 10-9-7
♦ ekkert
* ekkert
<4 G-6-4-2 N A K-9-8
y ekkert V ekkert
♦ 4 ♦ 9-3
Jf, ekkert S * ekkert
A Á-10-3
V ekkert
♦ K-2
* ekkert
Suður lét út trompkóng og fleygði hjarta úr borði. Og nú var loks
Austri spiiað inn með tígultvístinum. Þetta var annar og síðasti
slagurinn, sem vörnin náði í.
Eigum við ekki að hætta að kalla tvistinn hund?
Kilríllir
Það er miklu minni fyrirhöfn að búa til eina langa rúllu í stað’
margra smákálböggla. Með chilisósu og ólívum ofan á verður þetta
nýstárlegur og bragðgóður réttur. — Efnið í kálrúlluna:
1 stórt hvítkálshöfuð, vatn, 2 tsk. salt í lítra af vatni. Fylling: 300
gr hakkað nautakjöt, 100 gr hakkað svínakjöt, 1 egg, salt, pipar, 1
dl rjómi, IV2 dl vatn, IVi matsk. rasp. Til að steikja úr: 2 matsk.
smjörlíki, 2—3 dl soð af kjötteningum. Til skreytingar: Chilisósa,
skornar ólívur, steikt kál, söxuð persilja.
1. Leggið kálhaus-
inn í sjóðandi
saltvatn og látið
sjóða í 5 mín. —
Losið blöðin og
látið renna af
þeim og leggið
þétt saman á
borðið. Látið
brúnirnar koma
vel hvor yfir aðra
og hafið kállengj-
una margfalda.
2. Biandið saman
rjóma, vatni og
raspi. Hrærið
saman hakkaða
kjötið og eggið,
ásamt kryddinu
og jafnið með
raspblöndunni.
Setjið farsið eftir
endilangri kál-
lengjunni.
3. Rúllið saman
eins og rúllutertu
og setjið lengjuna
í ofnpönnu með
brúnuðu smjörlík-
inu í. Steikið við
meðalofnhita
(200 gr.) í ca.
klukkutíma.
Ausið nokkrum
sinnum yfir með
kjötsoðinu.
4. Setjið rúlluna
á fat og breiðið
chilisósu eftir
henni endilangri
og setjið olívu-
sneiðar ofan á.
Minnstu kálblöðin
er gott að steikja
í smjöri og raða
utan með ásamt
persiljunni. Berið
soðnar kartöflur
og tómatsósu með.
36 VIKAN 42- tbl-