Vikan


Vikan - 19.10.1967, Qupperneq 38

Vikan - 19.10.1967, Qupperneq 38
þá vita. Hún gekk út að glugganum, stóð þar og horfði út og reykti hugsi. Eftir stundarkorn sagði hann: — Hvað hefurðu í hyggju að gera núna? — í dag? — Já. — Ég ætla að hringja til Willies ef hann skyldi ekki hafa séð blöð- in ennþá. Svo ætla ég að vera ein. Hún þagnaði og bætti svo við: — Við héldum hátíðina of snemmi, Mike. Nú er því lokið. — Á ég að fara? — Því miður — já. — Get ég á engan hátt hjálpað? Hún brosti við honum, nú þegar æsinginn hafði lægt nokkuð hið innra með henni. — Þú ert vonandi ekki að bjóða mér ölmusu? — Nei. Hann brosti til baka, án þess að vottaði fyrir afsökunar- beiðni í svip hans. — Það hentaði hvorugu okkar. — Alls ekki. Hvers konar hjálp þá? — Bara það sem þú varst að minnast á. Ef ég heyri um eitthvað sem ég héldi að þú kynnir að hafa áhuga á, þarf ég að komast í sam- band við þig. Hvar get ég náð til þín? — Ég verð hér í tvo daga í við- bót eins og ég hafði gert ráð fyrir og svo fer ég fil Tangier. — Með Willie Garvin? — Já. Ungi villingurinn hans, hún Lucille, — hún á von á honum. — Ójá. Og hvað ætlar þú að gera? — Lucille á líka von á mér, en það getur líka verið að ég þurfi að gera ráðstafanir til að selja húsið þar. — Þú munt sakna þess. Þú hefur átt það lengi, en að minnsta kosti ætti það að færa nokkuð í aðra hönd, svo þú fengir rekstrarfé. Framhald í næsta blaði. Eitur Framhald af bls. 16 hafði fyrirskipað nýrnasjúkl- ingum föstu einn dag í viku, vegna þess, að fyrir hafði kom- ið, að ekki fannst eggjahvíta í þvagi hjá slíkum sjúklingi, eftir að hann hafði fastað á friðþæg- ingarhátíðinni. Síðan ræddum við um alla þá sem orðið höfðu öryrkjar í styrjöldinni, og vor- um harðánægð með að reika hér um, þar sem enga örkumlamenn var að sjá. Loks brá ég upp hendinni og sagði: „Nú skulum við láta ör- yrkja og sjúkrahús eiga sig og taka upp léttara hjal.“ Hún féllst á það, þó á henni mætti sjá, að hún var ekki viss um að við gæt- um fundið annað umræðuefni. Nokkur smábörn léku sér á veginum. Þegar þau sáu okkur, fóru þau að stinga saman nefj- um. Ég spurði Dínu: „Gerið þér yður ljóst, ungfrú um hvað börnin eru að tala? — Þau eru að tala um okkur.“ „Það getur vel verið“, ansaði hún. „En vitið þér, hvað þau sögðu?“ hélt ég áfram. „Þau sögðu að við værum hjón.“ Hún roðnaði og mælti: „Já, kannski voru þau að segja það.“ „Og hafið þér ekki vitund við því að segja?“ „Við hverju?“ „Builinu í börnunum.“ „Hví skyldi ég vera að skipta mér af því?“ „Og ef það væri nú satt“, hélt ég áfram, „hvað hefðuð þér þá sagt?“ „Við hvað eigið þér?“ Ég hleypti í mig kjarki og ságði: — „ef það væri nú í raun- inni svona, að við værum hjón?“ Hún hló og horfði á mig rann- sóknaraugum. Ég tók hönd hennar og bað um hina líka. Svo laut ég niður og kyssti báðar hendurnar, leit síð- an á hana. Hún roðnaði enn meira. Þá sagði ég við hana: „Haft er á orði, að börn og bján- ar segi sannleikann. Hvað börn- in sögðu, höfum við heyrt, og hlustaðu nú á hvað ég bjáninn hef að segja, eftir að. vizkan hef- ur gist hjarta mitt.“ Svo hélt ég stamandi áfram: „Dína . . . . “ Ég var ekki nærri búinn að segja allt sem mér lá á hjarta, þegar mér var orðið ljóst, að ég var hamingjusam- asti maður í heimi. III. Aldrei hef ég átt jafn góða daga og milli trúlofunar okkar og brúðkaups. Hafi ég ekki hald- ið í upphafi, að þetta hjónaband væri til orðið fyrir þrá manns- ins eftir konu og konunnar eftir manni, sá ég nú, að ekkert er fegurra en þessi þrá. Á þessum tíma skildist mér, hvers vegna skáldin yrkja ástarljóð, og féll mér þó ekki vel við þau né ljóð þeirra, því þau voru um aðr- ar konur, en ekki um Dínu. Hvað eftir annað stóð ég mig að því að undrast það, hversu margar hjúkrunarkonur voru á sjúkra- húsinu og sá aragrúi kvenna 1 heiminum, og þó skyldi ég yfir- leitt ekki sjá aðrar konur en þessa ungu stúlku, sem allar hugsanir mínar snerust um. En þegar ég sá hana næst, varð mér ljóst, hvílíkur aulabárður ég hafði verið, að geta líkt henni við nokkrar aðrar stúlkur. Hún sá mig í sama ljósi og ég sá hana. En svartbláminn í augum hennar dökknaði og varð eins °g ský, áður en það fellir tár. Eitt sinn lagði ég fyrir hana spurningu. Hún leit á mig en svaraði ekki. Ég endurtók spurninguna. Hún faðmaði mig að sér og mælti: „Veiztu ekki hve kær þú ert mér og hvað mér þykir vænt um þig?“ Og um sorgbitnar varir hennar lék bros, er fipaði mig algerlega með harmblíðu sinni. Ég spurði sjálfan mig: „Ef hún elskar mig, hví er hún þá hrygg?“ Voru foreldrar hennar kannski fátækir? Hún sagði að þeir væru efnafólk. Hafði hún ef til vill gefið öðrum heitorð sitt? Hún kvaðst vera frjáls og frí. Ég tók að ganga fastar á hana. Hún jók ástaratlot sín og þagði. 42 VTKAN 42- tM-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.