Vikan - 19.10.1967, Page 44
VIII.
Einn dag um sumarið sátum
við í rökkrinu og snæddum
kvöldverð. Það hafði ekki rignt
í nokkra daga og borgin ólgaði
af hita. Vatnið í Dóná var græn-
leitt og mollufnykur lá yfir bæn-
um. Þurrahiti geislaði út frá
gluggunum á glersvölum okkar
og dró allan þrótt úr líkama og
sál. Daginn áður hafði ég haft
verk í öxlunum og í dag jukust
þrautirnar. Mér var þungt yfir
höfði og hár mitt þurrt. Ég
strauk um höfuð mitt og hugs-
aði: „Ég þarf að láta klippa mig.“
Svo varð mér litið á konuna
mína og sá, að hún hafði látið
hár sitt vaxa. Hafði hún þó
gengið með stuttklippt hár, síð-
an konur tóku upp herraklipp-
ingu. „Það er, eins og ég þoli
ekki að ganga með svolítið hár,“
hugsaði ég með sjálfum mér,
„en þessi manneskja lætur sér
vaxa hár eins og á páfugli án
þess svo mikið sem að spyrja
mig, hvort það sé fallegt.“
Annars fór henni þessi greiðsla
mjög vel. En ég var í slæmu
skapi. Ég hratt stólnum mínum
frá borðinu, eins og það þrengdi
að mér, reif miðjuna úr brauð-
hleif og fór að tönnla. Ég hafði
ekki nefnt hann á nafn við hana
í nokkra daga og óþarft er að
taka það fram, að hún minntist
ekki á hann við mig. Þessa dag-
ana hafði ég lítið talað við hana,
og ef ég yrti á hana, var það
ónotalaust.
Allt í einu sagði ég: „Mér
hefur flogið nokkuð í hug.“
Hún kinkaði kolli og svaraði:
„Já ég er á sama máli.“
„Veiztu þá, um hvað ég er að
hugsa?“ spurði ég. „Ef þú veizt
það, þá segðu mér.“
Hún hvíslaði: „Skilnað."
Um leið og hún sagði þetta,
leit hún upp og horfði á mig
hrygg í bragði. Mig tók í hjartað
og ég varð hlýrri í viðmóti.
„Mikið ert þú auvirðilegur
maður,“ sagði ég við sjálfan mig,
„að fara svona með konuna þína
og valda henni harma. Ég lækk-
aði róminn og spurði: „Hvernig
veizt þú, hvað ég hugsa?“
Hún mælti: „Eins og ég geri
annað daginn út og daginn inn,
en að brjóta heilann um þig,
vinur minn.“
Áður en ég vissi af, hafði ég
spurt: „Ert þú þá samþykk því?“
Hún leit til mín og spurði:
„ — skilnaði?"
Ég horfði í gaupnir mér og
kinkaði kolli til samþykkis.
„Hvort sem ég vil eða ekki,“
mælti hún, „þá fellst ég á allt
sem þú óskar, aðeins til að
minnka þjáningar þínar.“
„Jafnvel skilnað?“
„Jafnvel skilnað!“
Ég vissi hvað ég missti. En
töluð orð verða ekki aftur tek-
in, og löngunin til að láta mig
sjálfan gjalda þess gerði það að
verkum, að ég gætti mín ekki.
Ég kreppti báða hnefa og sagði:
„Ágætt!“
Nú liðu nokkrir dagar svo, að
ég minntist livorki á skilnað, né
mann þann sem var upphaf
ógæfu okkar. Hvað eftir annað
sagði ég við sjálfan mig: „Þrjú
ár eru liðin, síðan hún kvænt-
ist þér. Það er svei mér tími til
kominn, að rífa þetta með rót-
um úr hjarta sér. Hefði hún ver-
ið ekkja eða fráskilin, þegar ég
giftist henni, myndi ég aldrei
hafa álasað henni. Segjum þá
bara sem svo, að hún hafi ann-
að hvort verið ekkja eða frá-
skilin."
Og eftir að ég hafði tekið
þessa ákvörðun, ásakaði ég
sjálfan mig daglega fyrir að
hafa valdið henni hryggðar, og
hét því með sjálfum mér að
vera henni góður. Þessa daga
varð ég að nýjum manni og
fann að ástin fór að vakna með
mér, eins og fyrst þegar ég
kynntist henni. Ég var fyrirfram
sannfærður um, að líðan hvers
fer eftir hans eigin vilja. Ef mað-
urinn svo vill, getur hann hleypt
reiði, beizkju eða afbrýðissemi
inn í hjarta sitt, á sama hátt
sem hann getur lifað í friði við
allt og alla, ef honum sýnist.
Sé það svo, hví skal þá ala með
sér reiðina sjálfum sér til meins,
þegar hægt er að lifa í friði og
fögnuði.
Þannig hugsaði ég, þangað til
nokkuð kom fyrir og allt sótti
í sama horfið sem áður fyrr.
IX.
Hvað kom fyrir? Einn góðan
veðurdag var sjúklingur lagður
inn á spítalann. Ég skoðaði hann
og lagði fyrir hjúkrunarkon-
urnar að baða hann og leggja
'í rekkju. Um kvöldið var ég á
stofugangi og kom að rúmi
hans, las nafnið á skránni yfir
höfðalaginu, og vissi, hver hann
var.
Hvað á maður að gera? Ég er
læknir og ég annaðist hann, ef
til vill af meiri umhyggju en
nauðsyn krafði, enda öfunduðu
hinir hann og kölluðu hann upp-
áhaldssjúlíling læknisins. Og
það var ekki fjarri sanni. Hvort
sem nauðsyn bar til, eða ekki,
veitti ég honum alla aðhlynn-
ingu. Ég sagði hjúkrunarkon-
unum að hér hefði ég fundið
áður óþekktan sjúkleika, sem
ég vildi rannsaka. Skipaði ég að
gefa honum góðan mat og stund-
um gaf ég honum vínglas, svo
hann væri ánægður með veru
sína á spítalanum. Eins bað ég
þær að taka ekki mjög hart á
því, þótt han gerði sér dálítið
dælt við þær og færi ekki ná-
kvæmlega eftir öllum reglum.
Þarna lá hann við allskyns
eftirlæti, át og drakk. Ég kom
til hans, skoðaði hann hvað eft-
ir annað, spurði hvort hann ætti
48 VTKAN 42- tbl-