Vikan


Vikan - 19.10.1967, Side 53

Vikan - 19.10.1967, Side 53
Í6t£ Andartak, ég skal gá að því hvort maðurinn minn er heima! Ég bað um handklæði, en ekki vasaklút! Beygðu þig niður Jóhann, ég held hann vilji komast íramhjá! Ef ég væri hundur myndir þú ef- 'aust fara út að ganga með mér einstaka sinnum! — Það er ekki gótt að vita Jamie. Kannske heldur hann að þér muni ganga betur ef þú gerð- ir reikningsdæmin þín sjálfur. — Það er leslurinn sem ég er að hugsa um. Pabbi ætti að hlusta á mig til að heyra hvort ég geri það rétt. — Getur frú Gaston þá ekki hjálpað þér? Jamie hnussaði fyrirlitlega. — Hún getur ekki lesið annað en fíflalegar ástarsögur um film- stjörnur. — Hefurðu spurt pabba þinn? Jamie kroppaði hugsi í útskurð- inn á armhvílunni. -— Ég gerði það einu sinni í fyrra, en þá sagði hann að ef gamli asninn gæti ekki kennt mér það sem ég ætti að !æra í skólanum, ætti að reka hana. Hann ætlaði ekki að vinna fyrir hana. Adrienne sneri sér undan. Ann- ars var þetta ekkert til að hlæja að, hugsaði hún. Martin West- bury ætti að gæta meira að því hvað hann segði við son sinn. Það var auðvelt að hafa áhrif á sjö ára barnshuga og grafa und- an trausti Jamies á kennara sín- um, það gat verið óbætanlegur skaði. Hún veigraði sig við að blanda sér í þetta, en Jamie þarfnaðist hjálpar frá öðrum. — Væri nokkur hjálp í því að ég hlustaði á þig? spurði hún. Ég er með bókina í vasanum. Hann rauk þvert yfir forsalinn að stólnum, þar sem skólajakkinn !á, áður en henni vannst tími til að stinga upp á hentugri tíma. — Ég er búinn með heimadæmin, en ég er ekki alveg viss um að þau séu rétt. Án þess að segja fleira rétti Adrienne hendina út eftir reikn- ingsbókinni. Það kom í Ijós að grunur hans um að dæmin væri „ekki alveg rétt' var hógværlegur rangsnún- ingur á staðreyndum. Fimmaf sex dæmum voru vitlaus. Jamie var langt frá því að vera niðurdreg- inn yfir þessu; honum fannst að eitt dæmi rétt væri harla góður árangur í hlutfalli við tímann sem hann hafði varið til þess arna. — Ég kann betur að lesa, sagði hann uppörvandi, þegar Adri- enne hafði útskýrt fyrir honum í hverju vitleysurnar lágu og að þessu sinni var framburður hans fyllilega réttur. Hann las sögu um litla stúlku sem fór í sendi- ferðir fyrir móður sína sem var ekkja og sagan var hræðilega þurr, en hann plægði í gegnum hana af miklum viljakrafti. — Finnst þér gaman að lesa, Jamie? — Hmm. Hann stakk bókinni í vasann. Ég er búinn með bókina sem þú gafst mér um alla hund- ana. Hefurðu talað við herra Hackett um hvolpana hennar Gertrude? Nei... Nei, ég hef ekki gert það. En ég hitti herra Bill Timp- Nú verð ég að tala við þig, Jón! Er þetta gert af ósettu ráði, eða eruð þér í raun og veru svona kvefaður, að þér finnið ekki ilminn? 42-tbl- VIKAN 57

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.