Vikan - 09.11.1967, Qupperneq 7
veitli henni eftirför. Ég veit al-
veg í hvaða götu hún fór, en
hins vegar tókst mér ekki að
sjá inn í hvaða hús hún fór. Þó
þykir mér líklegt, að það hafi
verið nálægt horninu, af því að
það leið ekki langur tími þang-
að til ég kom fyrir hornið á eft-
ir henni.
Ég hef farið í þessum strætó
á hverjum degi síðan, en aldrei
rekizt á hana aftur. Ég hef oft
gengið þarna eftir götunni í von
um að sjá hana, en árangurs-
laust. Hún var í fylgd með ann-
arri stelpu, sem kallaði hana
Dollí eða Doddí. Ég heyrði ekki
hvort heldur var. Mig dreymir
hana á nóttunni og ég hef enga
matarlyst. Mamma gamla verður
að pína matnum ofan í mig. —
Hvað á ég að gera?
Á ég að fá símanúmerin hjá
öllum þarna í götunni og hringja
svo eins og brjálaður maður? En
ég veit ekki einu sinni, hvort
hún á heima þarna eða var bara
í heimsókn!
Hún er Ijóshærð, stuttklippt,
grönn, en ekki horuð og með á-
kaflega háa og fallega fótleggi;
frekar lítil, en ekki um of. Bjarg-
aðu mér nú úr þessum ógöngum,
Póstur minn, áður en ég svelt í
hel.
Horgrindin.
Þessi ljóshærða, granna með
löngu Iappirnar er harðtrúlofuð.
Auk þess er hún kverkmælt og
drepleiðinleg. Hins vegar sáum
við eina í Hafnarfjarðarvagnin-
um um daginn, sem er miklu fal-
legri. Athugaðu hana!
SJÓMANNSLÍF.
Kæri Póstur!
Nú fer óðum að þrenjast í búi
hjá smáfuglunum. Þeir ætla að
fara að senda síldarsöltunarskip
á miðin, og hvað skeður þá? Við
vitum það svo sem. Sjómennirnir
koma ekki lengur að landi eins
oft og skyldi. Okkur langar til
að koma á framfæri tillögu þess
efnis, að ríkisstjórnin leggi til
skip til afnota fyrir sjómanns-
konur og flytji þær á miðin hæfi-
lega oft. því að annars má búast
við, að sjómennirnir labbi sig í
land. Við óskum eftir áliti ann-
arra eiginkvenna sjómanna og
einnig áliti þínu, Póstur góður.
Þrjár skelfingu
lostnar eiginkonur.
Við höfum fyllstu samúð með
einmana sjómannskonum, sem fá
ekki að sjá menn sína nema með
höppum og glöppum. En ætli
hæstvirt ríkisstjórn telji sig hafa
efni á að verða við svo frómri
ósk, meðan sjálf þjóðarskútan er
orðin hriplek og þarf að ausa
nótt og dag til þess að halda
henni á floti?
ÞRÍHYRNINGUR.
Kæri Póstur!
Mig hefur lengi langað til að
skrifa þér og ætla nú loksins að
láta verða af því. Vandamál mitt
er svoleiðis, að ég er ofsahrifin
af stráknum, sem ég hef verið
með frá því snemma á þessu ári.
En svo gerðist það um eina helgi,
að ég, vinkona mín og strákur-
inn fórum saman á dansleik. Ég
reifst svolítið við strákinn minn,
en þá gerði hann sér lítið fyrir
og stakk mig af — með vinkonu
minni!
Kæri Póstur: Hvað á ég að
gera? Halda áfram að tala við
þau og láta sem ekkert hafi
gerzt? Gefðu mér nú góð ráð,
kæri Póstur, og svaraðu mér
fljótt.
Fyrirfram þökk,
Ein hrifin.
Þú skalt láta eins og ekkcrt
hafi í skorizt. Og næst, þegar þú
hittir vinkonu þína, skaltu segja
við hana eitthvað á þessa leið:
Mikið var ég fegin, að þú skyld-
ir fara með stráknum mínum!
Ég var orðin svo dauðleið á hon-
um, en vissi bara ekki, hvernig
ég ætti að losna við hann . . .
Nei, vinurinn, ég fer ekki á fæt-
ur. Það er hátíðisdagur í dag,
afmælisdagur A1 Capones...!
X EG
KÝS
Ballerup
HRÆRIVEL
Hún hjálpar mér við að
HRÆRA — ÞEYTA — HNOÐA — HAKKA — SKILJA
SKRÆLA —< RÍFA — PRESSA — MALA — BLANDA
MÓTA — BORA — BÓNA — BURSTA — SKERPA
Ballerup
’&aMe&v--
HAND-
hrærivél
Fæst með
standi og skil.
Mörg aukatæki
|*FALLEGAR
*VANDAÐAR
|*FJÖLHÆFAR
Ballina
r NÝ khi
' AF H lNÝ BRAGI RÆRIVf AFBRAI DS ’ :L 3ÐS i
L TÆKNI J
STÓR-hrærivél
6S0 W. Fyrir
mötuneyti, skip
og stór heimili.
ÁBYRGÐ
OG TRAUST
VIÐGERÐAR-
ÞJÓNUSTA
* Elektrónisk hraðastilling * Sama afl á öllum hröð-
um * Sjálfvirkur tímarofi * Stálskál * Hulin raf-
magnssnúra: dregst inn í vélina * Mjög öflugur 400
W mótor !:i Yfirálagsöryggi * Beinar tengingar allra
aukatœkja * Tvöfalt hringdrif.
SÍMI 2 4420 - SUÐURGÖTU 10 - REYKJAVlK.
Sendið undirrit. mynd af Balfcrup hrærivél
með nánari upplýsingum, m.a, um verð og greiðsluskilmála
NAFN ......................................................
HEIMILI ..................................................
TIL Fönix S.f. pósthólf 1421, Reykjavík
45. tbi. VIKAN 7