Vikan


Vikan - 09.11.1967, Side 14

Vikan - 09.11.1967, Side 14
k wmu KRAFT FRAMIALDSSAGAN Allt í einu stirnaSi hún. Það var enginn Chuthbert á sínum venjulega stað undir netinu. Hún uppgötvaði að hann var ekki heldur í „svefnherberginu.“ Þar sem hún fann ekkert að segja leit hún undan þessu rannsakandi augnaráði. Hún fylltist meðaumkun með þess- um manni. Var það vegna ein- lægni hans eða vegna þess að hún fann í fyrsta sinn að önn- ur mannvera þarfnaðist hennar raunverulega og hafði kjark til að biðja hana um hjálp? Jamie þarfnaðist hennar líka. Það vissi hún og hvað svo sem fólk kynni að segja hafði hún þá nokkurn rétt til að neita að hjálpa, ef hún gæti lagt eitthvað að mörk- um til að færa föður og son nær hvor öðrum. Hún tók ákvörð- un. — Allt í lagi. Hringið þá til mín, og ef ég hef ekki annað við að vera, skal ég koma með. En nú held ég að ég vilji fara heim. — Kortér fyrir tólf? Jessica samþykkir það aldrei. Hún horfði alvarlega á hann. — Ég reiknaði með aðstoð yðar. Hann brosti ásakandi. — Og ég sem hélt að þér væruð svo kjarkgóð . — Það er ég. Hún gekk að salardyrunum. — Eruð þér að koma? Hann kom hraðstígur og nam staðar fast upp við hana, virti hana rannsakandi fyrir sér með- an hann hristi höfuðið lítið eitt. — Ég skal aka yður heim nú með einu skilyrði. Tortryggnin speglaðist í aug- um hennar. Hann hló ertnislega. — Slappið bara af. Mig langar bara að við hættum þessari ungfrú Blair og herra Westbury þvælu. Ef við eigum að skálma hér um engi og akra saman, verðum við að komast af án slíkra formsatriða. hann þrýsti hönd hennar áður en hann sleppti henni. — Allt í lagi? Gott. Muldraðu nú afsakanir þínar við Jessicu og hittu mig við bílinn eftir fimm mínútur. Hún sendi honum þakklátt augnaráð og fór að leita að Jess- icu. Eins og hann hafði spáð mót- mælti hún þessari tímanlegu brottför en gaf loks leyfi að því tilskyldu að Adrienne heimsækti læknisbústaðinn og hjálpaði til með basar þar í næstu viku. Adriexme fann til ósegjanlegs léttis, þegar hún var að lokum komin út í svalt næturloftið. — Takk, muldraði hún, þegar Mortin opnaði bílinn sinn. — Fyrir að ég ek þér heim? — Fyrir að þú leyfir mér að hrífa þig héðan brott, svo snemma. Ég sagði frú Spencer að þú ætlaðir að aka mér heim. — Þú hefðir ekki þurft að ómaka þig. Það hefði enginn saknað mín. — Ég vildi ekki að þau álitu að þú hefðir horfið, án þess að kveðja kóng eða prest — Það hefði engu máli skipt. — Jú. Það er greinilegt að þér gezt vel að Spencerhjónunum og þá ber þér að sýna þeim almenna kurteisi. Hún hleypti í brýrnar, þegar hann hnussaði fyrirlitlega. — Ég ætla ekki að látast vera betri en þú, en þú lætur þig engu varða auðvitað, hvað fólk álítur um þig. — Ætti ég að gera það? Hann sneri stýrinu til að víkja fram- hjá héra sem allt í einu nam staðar á miðjum veginum. — Það er þitt mál. — Þú gerðir það að þínu fyrir skemmstu. Það var rangt af mér. Ég hefði átt að kunna mig betur en að benda á bresti í skapgerð þinni. Jæja, nú erum við komin í full- an gang aftur, hugsaði hún ergi- leg. Á það fyrir okkur Martin að liggja að þrasa út af hvaða smá ágreiningsefni sem er? — Þú blandar mér kannske saman við Jamie, sagði hann hæðnislega. Hún brosti blítt. — Nei, það held ég ekki. Hann hefur ein- stakan hæfileika til að bregðast rétt við hverju sem er. Martin jók ferðina, þegar þau voru komin niður á aðalveginn. — Þetta var sannarlega rétt hjá þér, viðurkenndi hann og skellihló. — Jamie leggur alltaf grundvöllinn að næstu heimsókn. — Þetta var ljómandi gaman, hélt hann áfram, með hárri, mjósleginni röddu. — Má ég koma aftur á morgun? Ég hef svo sannarlega heyrt til hans, það máttu vita, en þú ætlar þó ekki að gefa í skyn að ég eigi að nota sömu aðferð við vini mína? — Þú gætir fundið upp á ein- hverju sem verra væri, muldr- aði hún um leið og hann nam staðar fyrir framan dyrnar hjá henni. Hún steig út og velti því fyrir sér hvort hún ætti að bjóða honum upp á glas og rétti hon- um höndina til að þakka honum fyrir. — Til þjónustu hvenær sem er, sagði hann og brosti. — Ef skortur hennar á gestrisni var honum óánægjuefni lét hann það ekki í ljós. Hann veifaði með annarri hendi um leið og haim ók i stóran hring á hlaðinu og var horfinn, næstum áður en hún hafði sett lykilinn í lásinn. Hún staldraði lítið eitt á tröppunum og í huganum flaug hún til ann- ars kvölds, fyrir þremur árum, þegar hún og Geoffrey höfðu verið í Róm það vorið. Hún hrukkaði ennið meðan hún leit- aði í huga sér að nafninu á hót- elinu, sem þau höfðu búið á. — Merkilegt. Það gat ekki verið mögulegt að gleyma svona fljótt — en hún gat ekki einu sinni framkallað mynd Geoffreys skýrt í huga sínum. Hann var mið- lungshár með blá augu og Ijós- 14 VTKAN 45-tbl-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.