Vikan - 09.11.1967, Síða 45
yfir naggrísinn. — Honum er svo
kalt. Er fólkinu ajltaf svona kalt,
þegar það deyr?
Adrienne lagði handleggina ut-
an um axlir drengsins og þrýsti
honum að sér. Hún laumaðist til
að taka naggrísinn af honum og
leggja hann á gólfið. — Þér er
ískalt á höndunum Jamie. Ég er
með bílinn fyrir utan. Við verð-
um að fara heim, þegar í stað.
Hún fann að iakkinn hans var
gegnvotur. — Pabbi þinn er líka
að leita að þér, Jamie. Hann
verður bálreiður, þegar hann fær
að vita hvar þú hefur verið.
— Ég ætlaði að jarða Cuth-
bert. — Ég er með litla kistu
handa honum. Ég ætla að grafa
hann hérna í þessu horni. Og
enginn nema ég og þú mega
vita um það. Ég get ekki farið
heim fyrr en ég er búinn að
jarða Cuthbert.
Það var auðséð á svip hans að
það þýddi ekki að mögla. Hótun
um föðurlega reiði og hverskon-
ar refsingu mundi ekki hrína á
honum fremur en vatn á gæs,
fyrr en hann hefói lokið verki
sínu. Varlega og af mestu um-
hyggju lagði hann lífvana lík-
ama Cuthberts í kassann, hutdi
hann með mosa, sem hann skrap-
aði af gólfinu og kom „kistunni“,
fyrir í lítilli gröf, sem hann hafði
tekið upp við vegginn. Þegar
hann hafði lokað gröfinni tók
Adrienne rösklega í hendina á
honum og leiddi hann að bílnum.
Tuttugu mínútum síðar sat hann
í hægindastólnum fyrir framan
arineldinn í bókastofunni, með
fæturna í fati með heitu vatni.
Martha Hart tók vota sokkana
hans og reis á fætur. — Ég
þurrka þetta í eldhúsinu, muldr-
aði hún og gekk til dyra. — Ég
hellti koníaki í glas handa þér
og sloppurinn þinn liggur þarna
á stólnum. Adrienne. Farðu úr
hessum votu fötum undir eins.
Ég mundi hafa fataskipti, áður
en ég færi til Westbury, ef ég
væri í þínum sporum.
Adrienne fylgdi ráðleggingum
hennar og dró svo stól að sím-
anum. Martin Westbury var ekki
heima, en gjallandi konurödd gaf
unplýsingar um að það væri hægt
að ná sambandi við hann í gegn-
um lögreglustöðina. Liögreglu-
þjónninn sem var á vakt var
snöggur upp á lagið, en vel starfi
sínu vaxinn og stundarfjórðungi
síðar hringdi Martin og sagðist
vera á leið til Drumbeat. Hún
lagði símann á og sneri sér að
Jamie, sem horfði alvarlegur á
hana. — Er hann reiður?
Hann var óskaplega hrædd-
ur um þig. Heldurðu að þú getir
útskýrt almennilega hversvegna
þú varst svona óþægur?
— Hann veit ekki að ég var í
mýllunni — og fær ekki að vita
það, nema þú segir honum það.
— Það breytir ekki þeirri
staðreynd að þú fórst þangað af
ásettu ráði, jafnvel þótt þér hefði
verið stranglega bannað að fara
þangað. Það gat allt gerst. Grein
hefði getað brotnað af tré og
lent á þér. — Já, og þú hefðir
getað dottið í ána, þegar þú fórst
yfir brúna.
— Nei, ekki aldeilis. Svolítill
vindur getur ekki fellt mig. Ég
er sterkur. Sjáðu bara. Jamie
rak út annan handlegginn,
krepptan um olnbogann og
kreppti hnefann. -— Finndu vöðv-
ana. — Finndu hér, sagði hann,
við Mörthu Hart, þegar hún kom
inn með glas af heitu límonaði.
Með hinni hendi þreif hann glas-
ið feginsamlega og Martha káf-
aði á kúlunni á upphandlegg
hans. — Þetta er næstum eins
hart eins og handleggurinn á
pabba, grobbaði hann.
— Þú færð áreiðanlega tæki-
færi til að reyna afl við hann,
þegar hann hefur fullvissað sig
um að þú ert heili á húfi, spáði
Martha með ógnþrunginni röddu.
Það sljákkaði ofurlítið í Jamie.
— Hvernig gaztu vitað hvar ég
var?
— Ég vissi það ekki, ég leit-
aði fyrst í garðhúsinu og þegar
Cuthbert var þar ekki, grunaði
mig hvað gerst hafði.
Jamie belgdi út brjóstið. —
Þú hefur sjálfsagt haldið að ég
sæti og væri að grenja, þegar þú
fannst mig, en ég var ekki að
því. Hann strauk lokk frá enn-
inu. •— Ég hef víst bara kvefast
svolítið.
Adrienne tók upp vasaklút og
þurrkaði kinnar hans. — Nei,
það datt mér ekki í hug að þú
gerðir, stórir strákar gráta ekki.
Jamie leit undan. — Nei, ég
grenja minnsta kosti ekki. Ég
vældi ekki einu sinni þegar ég
meiddi mig á fætinum, jafnvel
þótt þú helltir á hann þessu
vonda, brúna vatni, sem svíður
svo helvíti undan. Hann tók eftir
ásökunaraugnaráði hennar. —-
Mig svíður að minnsta kosti anzi
mikið. Ég er viss um að ég myndi
ekki einu sinni grenja þótt ég
hálsbryti mig.
Martha og Adrienne skiptust
á augnaráði. — Kannski ættirðu
að senda Jamie út í eldhúsið
aftur. Ég get gefið honum svo-
lítið að borða, áður en pabbi
hans kemur.
— Ég er ekke!rl sérstaklega
svangur. Jamie þurrkaði sér um
fæturna og trítlaði berfættur að
stól Adrienne.
— Eins og þú vilt, sagði
Martha. — Ég get ekki boðið
upp á annað en beikon og eggja-
hræru. Það var eins og orðin
héngu í loftinu, þegar hún var
farin, og gæfu frá sér yl eins
og hinn freistandi réttur sjálfur.
— Mér þykir nú beikon og
eggjahræra gott, sagði Jamie.
-— Ég veit það. Það er aldrei
neitt eftir, þegar þú hefur verið
hér. Adrienne reis á fætur, gekk
að skápnum fyrir aftan dyrnar.
Framhald á bls. 48.
00X3
Skin Cream
NOXZEMA skin cream
hreinsar, græðir, og ver
húð yðar betur enn flest
önnur krem.
Húðsérfræðingar
með NOXZEMA
kremi.
mæla
skinn
Ummæli snyrtifræðinga nokk-
urra þekktra kvennablaða:
Noxzema skin cream . . fró-
bært .... berið það á andlitið,
nuddið því þétt inn í húðina
með fingurgómunum, skolið síð-
an með volgu vatni, það gegnir
fleiri hlutverkum, svo sem næt-
ur- og dagkrem, og undir make-
up.
.... She.
Græðir bólur og rispur, Noxzema skin cream verndar húðina
og hreinsar vel, það er dásamlega áhrifaríkt á allan hátt.
.... The Queen.
Létt og fitulaust, hreinsar vel, gott sem daga- og næturkrem
og undir make-up, heldur húðinni mjúkri og rakri, og er
fljótgræðandi.
.... Woman's Cronicle.
Noxzema skin cream, fæst í öllum lyfja- og snyrtivöru-
verzlunum.
Heildsölubirgðir:
FRIÐRIK BERTELSEN
Laufásvegi 12. — Sími 36620.
45. tbi. VIKAN 45