Vikan - 14.11.1968, Side 7
Hvernig finnst þér, Póst-
ur góður? Tertubotnarnir
eru notaðir sem svínafóð-
ur! Finnst þér þetta ekki
táknrænt?
Með beztu kveðjum.
A. F. P.
Við skiptum okkur ekki
af pólitík og' viljum þess
vegna ekkert um það segja,
hvort sagan er táknræn
eða ekki. En hún er góð
engu að síður, það skal
fúslega játað.
OF UNG
Kæri Póstur!
]§g er ein af vinkonum
þínum og er þrettán ára.
Ég þakka þér fyrir allt
gamalt og gott, en fyrst og
fremst Sögu Forsyteættar-
innar og Sögu Bítlanna.
Ég er alltaf að spyrja
mömmu mína og Huldu
frænku, hvað ég þurfi að
vera gömul til að geta orð-
ið flugfreyja og í hvaða
skóla ég þurfi að fara áð-
ur en ég komist í flug-
freyjuskólann.
Reyndu nú að svara
þessu fyrir mig, góði Póst-
ur, og það sem allra fyrst.
Með fyrirfram þökk.
G. R.
Okkur minnir, að 18 ár
sé lágmarkið, en alla vega
liggur ekkert á. Þú ert cnn
of ung. Þú þarft að liafa
góða kunnáttu í helztu
tungumálum og einnig
staðgóða almenna mennt-
un. Þér er því óhætt að
halda áfram skólanámi
þínu enn um hríð.
AM í STAÐ AB?
Kæri Póstur!
Þú lætur þér ekkert
mannlegt vera óviðkom-
andi og þess vegna hripa
ég þér nokkrar línur. Nú
eru jólabækurnar sem óð-
ast að flæða á markaðinn,
og er ekki nema gott eitt
um það að segja. Reyndar
er manni alveg nóg boðið
síðustu mánuði fyrir jólin.
Þá er ekki nokkur leið að
fylgjast með öllum þeim
sæg af bókum, sem koma
út. Það þyrfti að vinna að
því öllum árum að dreifa
óókaútgáfunni á allt árið,
en kannski er það hægara
ort en gert.
Bókafélögin, sérstaklega
V ^
Almenna bókafélagið, fór
vel af stað og virtist ætla
að gefa út góðar bækur í
hverjum mánuði allt árið,
sn demba þeim ekki út
öllum í einu. Þeir stóðu sig
allsæmilega framan af, en
mér finnst þróun mála hjá
þeim öll á hinn verri veg.
Það er af og frá að bækur
komi reglulega í hverjum
mánuði frá þeim eins og
lofað var, og meiripartur-
inn af þessum bókum hjá
þeim eru eintómar mynda-
bækur, flestar prentaðar
erlendis. Það má kannski
segja að svona myndabæk-
ur eigi einhvern rétt á sér,
en ósköp finnst mér þær
hvimleiðar, og að gefa út
heilan hestburð af þessu á
hverju ári finnst mér ekki
ná nokkurri átt. Ef svo fer
sem horfir væri réttast að
breyta nafni félagsins og
kalla það hér eftir AM
(Almenna myndabókafor-
lagið).
Með þökk fyrir birting-
una.
Virðingarfyllst,
Bókabéus.
Myndabækur AB eru
fróðlegar og vandaðar að
allri gerð. Auk þess virð-
ast þær njóta hylli félags-
manna. En satt er það,
Bókabéus, að hvimleiðar
geta þær orðið og mega
alls ekki sitja í fyrirrúmi
fyrir góðum, innlendum
bókmenntum.
SJÓNVARPSDRAUGUR
Kæri Póstur!
Mig langar til að leggja
fyrir þig deiluefni okkar
hjónanna. Við erum svo
óheppin að það er leiðin-
legur „draugur* sýknt og
heilagt að flækjast á
skerminum á sjónvarpinu
okkar. Er ekki hægt að
ráða bót á svona löguðu,
eða er það satt, sem kon-
an mín heldur fram, að hér
sé um alþjóðlegt vandamál
að ræða, sem ekki hafi enn
tekizt að leysa?
Ég missi allt álit á tækni
nútímans, ef ekki er hægt
að kveða niður þennan
,sj ónvarpsdraug“.
Takk fyrir.
Helgi.
Því miður: Frúin virðist
liala rétt fyrir sér, eins og
aær alltaf, eða er ekki svo?
^ J
45. tbi. VIKAN 7