Vikan


Vikan - 14.11.1968, Page 8

Vikan - 14.11.1968, Page 8
' N Pablo Picasso, f. 25. okt. 1881, hefur ekta, gljásting- andi skorpíónsaugu. v________________________y Tími sporðdrekans eða skorpí- ónsins öðru nafni er haustið í al- veldi sínu. Sólin hraðlækkar á lofti, dýr leggjast í híði og dapr- ar og skuggalegar skammdegis- hugrenningar ásækja mannfólk- ið. Laufin falla af trjánum og í flestu verða dauðamörk sén á náttúrunni. En jafnframt gerjast í moldu það frjó er verður líf næsta vors. Fróðir menn um náttúrusögu herma að sporðdrekinn, skepna sú er merki þetta er kennt við, sé eitt elzta dýr jarðarinnar, og hér á það við sem oftar að fólki því, er fætt er í merkinu, þykir í mörgu svipa til dýrs síns merk- is. Svo sem nærri má geta um jafn gamla skepnu hefur skorpí- ónninn engum teljandi breyting- um tekið í óteljandi áramilljónir; hann er alltaf sjálfum sér líkur, eins og væri hann eilífur. Hann er einmana og sérsinna og ná- kominn jafnt gróandi lífi og dauða. Sagt er að sporðdrekar, sem lendi í eldhring eða öðrum álíka kröggum fremji sjálfsmorð með því að ljósta sig eiturgadd- inum, sem þeir hafa á halanum og er þeirra meginstolt. Þetta einkenni kvað koma skýrt fram hjá drekafólki; komist það í klandur eða eigi að neyða það til einhvers, er því öllu öðru fólki fremur gjarnt að stytta sér aldur. Yfirleitt er sporðdrekinn svo nátengdur skuggum heljar að hann hefur verið nefndur „merki dauðans“. JÚDASARKOSSINN Undir þetta strika þeir lifnað- arhættir sporðdrekans að forðast ljós og sól eins og heitan eldinn. Meðan birtu nýtur hímir hann í hinum og þessum skúmaskotum og fer fyrst á kreik þegar dimmt er orðið. Þessi Ijósfælni ásamt öðru hefur gert að verkum að hann hefur fengið á sig heldur slæmt orð í alþýðumunni. Sam- kvæmt almannarómi er fátt um merki hans að segja utan illt eitt. Sporðdrekinn, sem bíðux færis í myrku skoti með halann reiddan, reiðubúinn að höggva og skaða hvern þann er í færi kemur, hefur orðið tákn mjög svo illa innrættrar manntegund- ar. Gregór páfi mikli segir svo í prédikun sinni gegn óvinum trú- arinnar: „Sporðdreki er sá er skjallar þig en hefur eitrið fyrir aftan bak, tilbúinn að sprauta því.“ Einnig var sagt á miðöld- um: „Skorpíónninn sleikir með tungunni en heggur með halan- um.“ Þessi óhugnanlega skepna hefur orðið tákn hræsni, undir- ferli og illvilja. Koss Júdasar hefur verið kallaður dæmigert sporðdrekahátterni. Sem betur fer er sporðdrekinn ekki eina dýrið sem tengt hefur verið merki þessu, þótt mest fari fyrir honum þar. Á sumum göml- um stjarnfræðimyndum eru eðla, slanga og örn stundum höfð fyr- ir tákn merkisins. Raunar fylgir ekki of mikil gæzka eðlunni heldur. Frá henni kvað margt drekafólk hafa fengið tortryggi- lega eggjandi og tælandi göngu- lag, sem vísir menn hafa lengi talið eitt augljósasta tálbragð andskotans. Einnig þar hittum við fyrir „dýrið úr undirdjúpun- um.“ Öllu skárri áhrif eru tengd erninum í sambandi við merkið; hann flýgur jú fugla hæst sem kunnugt er, þótt grimmur sé og gráðugur. Þetta merki er síður en svo án tvíeðlis, frekar en mörg önnur. Það er merki myrkurs og dulúð- ar, þjáningar, illsku, þrauta, und- irdjúpa, þess fjarstæða, nætur og dauða, en einnig endurfæðingar. MARZ OG PLÚTÓ Sporðdjrekinn er vatnsmerki líkt og krabbinn og fiskarnir. Krabbinn þykir hafa einkenni tærs uppsprettuvatns, en sporð- drekinn staðnaðs og gruggugs vatns í kilum og fenjum. Til glöggvunar á sporðdrekan- um er gott að bera hann saman við andfætling hans í dýra- hringnum, nautið. Nautið er hið dæmigerða vormerki, þá tekur lífið á sig form, þá er tíð inn- töku og aðlögunar, í sporðdrek- anum hinsvegar úrferðar og af- slöppunar. Tvær stjörnur drottna öðrum fremur í sporðdrekanum og báð- ar nokkuð viðsjárverðar: Marz og Plútó. Marz mælir upp í sporðdrekanum ágengni og stríðshug, og er þó sízt á það bætandi hjá honum. Kemur þetta bæði fram í styrjöldum og deil- um og í ástum. Stundum snýst þessi ágengni marz-skorpíónsins þó upp í sjálfseyðileggingu. Áhrif Plútós í merkinu eru ef til vill ennþá meiri. Guð sá sem tengdur er stjörnu þessari ríkti í grískri goðafræði yfir undir- heimum, þar sem andar dauðra bjuggu og áttu heldur dauflega vist. Var hann miskunnarlaus- astur og skelfilegastur allra þeirra guða, sem Grikkir höfðu, og hliðanna hjá honum gætti hinn illviljaði rakki Kerberos, sem var þríhöfðaður. í táknfræði (symbólík) merkja undirheimar skuggadjúp mannssálarinnar, sem eru eftirlætishíbýli Plútós. Plútó var líka guð auðsins, og varðandi drekamenni táknar það hina gífurlegu orku, sem safnast fyrir í hugskoti þess fólks, og er oft orðað við galdra og fjöl- kyngi. Komist þessar manneskj- ur úr jafnvægi, getur þessi orka valdið hræðilegum umbrotum, sem líkja má við eldgos. Dreka- menni í þeim ham svífast einsk- is, valda stórvandræðum og eyði- leggingu. Engin furða þótt alls- konar skelfingaratburðir hafi oft skeð dagana á undan og eftir tengingu Plútós og sólar. Þannig var til dæmis þegar atómbomb- unni var varpað á Hírósímu, van- sællar minningar. ERÓTÍSK ÁRÁSARHNEIGÐ önnur himintungl í sporðdrek- anum: 8 VIKAN 45-tbl-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.