Vikan


Vikan - 14.11.1968, Síða 9

Vikan - 14.11.1968, Síða 9
MERKI MYRKURS OG DULÚÐAR, ÞJÁNINGAR, ILLSKU, UNDIRDJÚPA, ÞESS FJARSTÆÐA, NÆTUR OG DAUÐA, EN EINNIG ENDURFÆÐINGAR. Þeir aumingja menn sem fæddir eru við mána og sporð- dreka ættu að reyna að passa sig, því að í þessu merlci á tungl- ið ekki sem bezt heima. Oft eru þeir haldnir allskyns fáránleg- um grillum og jafnvel ofsjónum, og ágengni sporðdrekans verður í þessu tilfelli að sjálfseyðileggj- andi afli. Merkúr örvar hér sem annars- staðar skarpskyggni og skilning og vekur einnig alltoft einskon- ar andlegan sadisma og friðlaust, kaldrifjað ofstæki í þeim stíl er spænsku inkvisitorarnir urðu frægir fyrir. Venus á hér illa heima líkt og tunglið. Venusar-sporðdrekar verða oft erótískir vandræða- gemlingar, spilltir og illviljaðir. Júpíter hefur örninn að tákni og áhrif hans í merkinu eru já- kvæð. Júpíter-sporðdrekar eru metnaðargjarnir og ríkjandi, gæddir mikilli orku sem geislar frá þeim. Hinn varkári og íhaldssami Satúrn leggur allverulegar höml- ur á sporðdrekann, og veitir víst ekki af. Hann reynir að bæla nið- ur í honum erótíska árásarhneigð hans og gera hann að háttprúðri, fróðleiksfúsri sj álfstj órnarmann- eskju á borð við jómfrúna. Til allrar hamingju tekst þetta oft, en hitt kemur líka fyrir að vopn- in snúast algerlega í höndum Satúrns. Þá verða til kreddu- fastir ofstækismenn, sjálfsvork- unnarfullir gruflarar eða náung- ar sem aldrei geta um annað hugsað en hið illa og hatursfulla í tilverunni. Úranus gerir hér stundum að verkum að menn kunna sér ekk- ert hóf í ástríðum og valdafíkn, verða þá öfgafullir einstaklings< hyggjumenn og byltingamakk- arar. Neptún býr hér til öndvegis töframenn og kuklara, framúr- skarandi áræðna brautryðjendui og dularkönnuði. GENGIÐ MEÐ DEMÓN. Drekamaðurinn er tilfinninga- vera og beiskur í skapi Hann minnir á eldfjall. Ofsa- fengnar ástríður sem lengi hafa falizt undir yfirborðinu, geta brotizt út með óviðráðanlegum krafti þegar minnst vonum var- ir. Á ytra borði getur hann tekið vissum breytingum, en eðlið verður alltaf sjálfu sér líkt. Ákvarðanir hans eru allar tekn- ar í eigin sálarfylgsnum. Hann veit oftast hvað hann vill. Lífs- skoðanir hans eru strangar og formfastar, byggðar á órannsak- anlegri lífshræðslu. Engu að síð- ur fylgir þessu merki dirfska gagnvart dauðanum. Sporðdrek- inn er þannig með öðru tákn sálarstyrks og lífs, sem hærri verðmæti þekkir en lífið sjálft. Kunnugt er að aldrei verður til- finningin fyrir lífinu sterkari en þegar dauðinn er á næstu grös- um. Um drekafólk má segja öðru fremur að það gangi með drísil, demón, djöful eða hvað menn vilja kalla það. Þessi drísill sporðdrekans sækir næringu sína í kynhvöt hans. Fyrir ekkert annað fólk hafa kynhvatirnar jafnmikla býðingu. Ástríður samfara árásarhneigð móta gerð- ir skorpíónanna. í þeirra augum er Eros, tákn ástarinnar, nákom- inn dauðanum og á í eilífu stríði við hann. Sporðdrekinn finnur lífið sækja til upphafs síns, til óskapnaðarins, einskis. MILLI GUÐS OG DJÖFULS Ekki er vafi á því að hann á í ríkum mæli þá hneigð, sem Freud kallar „dauðahvöt." Árásarorka hans getur orðið að hræðilegri ófreskju, sem tortímir öllu lífi sem hann nær til. Oft kemur þetta þannig fyrir sjónir að mað- urinn sé í vörn gegn fjandsam- legri ytri veröld. Og sporðdrek- inn er prýðilegur baráttumaður. Ekki einungis snýst hann önd- verður við atlögum annarra, heldur hikar ekki við að gera áhlaup sjálfur. Þetta banvænasta merki dýra- hringsins er líka það frjósamasta. Gervallt sköpunarafl kynlífsins er reiðubúið því til þjónustu. Gróðursetning nýs lífs hefur líf- ið á hærra stig, gefur því fyll- ingu. Sporðdrekinn er líkt og Faust stöðugt milli tveggja elda: Guð kallar hann og djöfullinn freist- ar hans. Þessi innri togstreita staðsetur hann mitt á milli him- ins og jarðar, milli lausnar og fjötra; hann er hræddur við að týna sér í heimi andans samtímis því sem hlekkirnir, sem binda hann við það jarðræna og hvers- dagslega, hrjá hann. Jákvætt og neikvætt, sköpun og tortíming, grófur veruleiki og dularþrá, líf og dauði heyja eilífan djöfladans í sál hans. HEIFTÚÐUGUR OG LANGRÆKINN Þetta sálræna jafnvægisleysi, þessi stöðuga og miskunnarlausa togstreita háfleygra hugsjóna og skuggalegra hvata, kemur á ýms- an hátt fram. Drekamennin eru til dæmis mjög gjörn á að barma sér yfir því að stöðugt sé verið að troða upp á þau einhverju sem þau ekki vilji og stía þeim frá því, sem hugur þeirra í raun- inni stendur til. Þau eru óhemju viðkvæm gagnvart hverskonar afskipta- semi umheimsins af því, sem þau telja sér einum koma við. Ráð og leiðbeiningar taka þau illa upp og minnsta þvingun er í aug- um þeirra hrein ógn. Þau þola engin utanaðkomandi yfirráð eða áhrif. Skorpíónninn er þannig dæmi- gerður einstaklingshyggjumaður, indivídúalisti, uppreisnarmaður í öllu sínu eðli, öndverður gegn hverskonar nauðung. Þeim mun harðari andstöðu er hann mætir, 45. tw. VIKAN 9

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.