Vikan - 14.11.1968, Síða 11
þykir að mörgu leyti dæmigerð
drekakona.
Drekamaðurinn leggur að vísu
mikið uppúr að, vera glæsilegur
á karlmannlegan hátt, en telur
hinsvegar að jafnaði fyrir neð-
an sína virðingu að hirða mjög
mikið um klæðaburð sinn. Þetta
gerir hann stundum hálfdrasl-
aralegan útlits.
SAMKOMULAGS-
MÖGULEIKAR
Samkomulagsmöguleikum sporð-
drekans og sjö fyrstu merkja
dýrahringsins hefur þegar verið
lýst.
Sporðdrekinn og bogmaðurinn
eiga ekki sérstaklega vel saman.
Þó eru báðir mikið gefnir fyrir
frjálsræði og ævintýri.
Sporðdreki og steinbukkur eru
öllu betra par. Báðir hafa góða
frásagnargáfu. Þeir geta náð
langt í félagi, svo fremi þeir
deili ekki um völd og áhrif.
Hugmyndir og smekkur sporð-
dreka og vatnsbera fara ógjarna
saman. Báðir eru næmir fyrir
ögrunum.
Sporðdreki og fiskur skilja
hvorn annan orðalaust. Ástríður
þeirra eru svipaðar, þótt þeir'
upplifi þær með ólíku móti.
SKORPÍÓNSÁSTIR
Sporðdrekinn drottnar í ást og
dauða og nótt. Það kemur glögg-
lega fram hjá dýrinu, sem merk-
ið er kennt við. Ástir þess fara
fram í einskonar dansi, sem jafn-
framt er eðlun. Að þessum mergj-
aða brúðardansi loknum dregur
kvendýrið karldýrið með sér
niðrí dimma jarðholu og étur
það þar með húð og hári.
Þótt kvenfólk sem fætt er í
merkinu gangi tæplega svona
langt, er því þó ekki að neita að
ástir drekafólks eru yfirleitt ekki
neinir mömmukossar. Dreka-
mennið er maka sínum oft óræð-
ur leyndardómur; það sækir á
hann með ástríðum sem hann
skilur varla. Það er eigingjarnt
í samlífi, ástarhiti þess getur í
skjótri svipan breytzt í bræði. í
ástaleiknum er það gjarnt á ofsa-
fengin atlot eins og bit og klór.
Ástin er í augum þess lífsstríðið
sjálft, leitin að því eina og al-
gera, því sem er handan tak-
tnarka alljrar mannlegrar
reynslu og þekkingar.
Slík ást hefur heldur lítið með
skynsemi að gera, eins og gef-
ur að skilja. Þar er ekki um að
ræða hik eða þróun. Ástin er al-
ger þegar við fyrstu sýn og allt
verður fyrir henni að víkja.
Jafnframt því sem drekinn krefst
algerra yfirráða yfir þeim elsk-
aða hefur hann hann upp til
skýjanna og gerir að goði, sem
ekkert getur komið í staðinn fyr-
ir. Allt annað verður hégómi í
augum drekans. Hann lifir fang-
inn í neti ástríðu sinnar eins og
skuggar dauðra í undirheimum,
hvort heldur hún leiðir hann til
góðs eða ills, til lífs eða dauða.
DOSTÓÉVSKÍ OG CARMEN
Um drekakarlinn er það ann-
ars sérstaklega að segja að hann
leggur öllu meiri áherzlu á að
vera karlmaður en maður. í hon-
um kemur karlmaðurinn, karl-
dýrið, fram í sinni hreinustu og
skýrustu mynd, með kostum og
göllum. Hann vill leggja konuna
undir sig eins og hvert annað
herfang og brjóta hana til skil-
yrðislausrar hlýðni.
Ástin gagntekur hann í blóð og
merg. Konan er honum stöðug
gáta; hann leitar í henni að opin-
berun lífsins, kjarna leyndar-
dóms eilífðarinnar. Ástin er hon-
um í senn eggjandi og skelfileg
gáta líkt og dauðinn.
Það segir sig því sjálft að frá
upphafi er drekakarlinn mjög
upp á kvenfólk kominn. í
bernsku er hann nátengdur móð-
ur sinni, og á fullorðinsárum leið-
ir það e. t. v. til tilfinningaklofn-
ings milli hennar og eiginkon-
unnar. Stundum reynir hann
líka að varpa af sér oki kven-
seminnar með því að halda kon-
um frá sér að meira eða minna
leyti. Af þessu getur leitt hörku-
stríð milli kynjanna, sem oft fær
á sig í senn sadískan og masokk-
ískan blæ. Mikil ást, mikil þján-
ing, sagði Dostóévský. En sporð-
drekinn er líka gæddui' þeim
eiginleika að njóta þjáningar
sinnar. „Þeim mun óhamingju-
samari sem við vorum, þeim
mun nátengdari urðum við hvort
öðru,“ sagði Dostóévský um sig
og Maríu Demitríevnu.
Sumir drekakarlar lenda líka
í þeii’ri klemmu sem kalla má
baráttu holds og anda. Þetta leið-
ir alloft til öfga í báðar áttir.
Þeir eru líka með afbrýðisamara
móti, tortryggnis og deilugjarn-
ir. Þetta getur gert hjónaband
þeirra að hreinu helvíti, en nautn
þeirra af að plaga sjálfa sig og
aðra kemur hinsvegar oft í veg
fyrir að þeir leiti skilnaðar.
Drekakarlar með sterka skap-
gerð, og þeir eru sem betur fer
allmargir, sleppa oft við flestar
þessara hrellinga með því að
beizla öfl sálar sinnar og göfga
hvatirnar.
„Varaðu þig þegar ég elska!“
sagði Carmen við Don José.
Þetta mætti vera kjörorð kvenna,
sem fæddar eru í sporðdrekan-
um. Þær eru allra kvenna kven-
legastar í kynferðislegri merk-
ingu orðsins, glæsilegar og eró-
tískar. Engar eru snjallari að
tæla karlmenn en þær, töfra þá
og hafa að fíflum. Þær eru sjálfs-
elskufullar og nosturssamar og
hafa kvalsýkikennda ánægju af
að hrjá þá mannaumingja, sem
í net þeirra falla, en þeir eru
ófáir. Skyldleiki þeirra og kven-
dýrs sporðdrekans, sem drepur
maka sinn og étur þegar hann
Framhald á bls. 30.
HOOVER
KEYMATIC DE LUX 91
Nýjasta gerS, sjálfvirk þvottavél með
16 þvottaaðferðum
HefmsliekSt! vlrumerki
Hoover
Hoover
Hoover
Hoover
Hoover
Hoover
Hoover
Hoover
Hoover
Hoover
Hoover
þvottavélar
kæliskópar
ryksugur
bónvélar
rafmagnsofnar
straujárn
uppþvottavélar
hárþurrkur
hrærivélar
teppaburstar
eldavélahimnar
S gerSir
5 gerðir
8 gerSir
2 gerðir
3 gerðir
3 gerSir
Hoover vörurnar fást i Hoover-kjallaranum, Austurstræti 17, Reykjavik,
sími 14376.
Einnig víða í verzlunum úti á landi.
Varahluta- og viðgerðaþjónusta að Hverfisgötu 72, sími 20670.
Einkaumboð:
MAGNÚS KJARAN
Umboðs- & heildverzlun
45. tbi. vnCAN 11