Vikan


Vikan - 14.11.1968, Page 12

Vikan - 14.11.1968, Page 12
SMÁSAGA EFTIR ALPHONSE DAUDET Til frúarinnar, sem vvll fá skemmtilegar sögur. Við lestur bréfs yðar, frú, hefi ég fundið til einskonar sam- vizkubits. Eg er orðinn leiður á alltof sorglegum blæbrigð- um smásagna minna, og nú hefi ég lofað sjálfum mér því að senda yður þegar í dag eitthvað ánægjulegt, einhverja reglulega skemmtilega vitleysu. Hvrsvegna skyldi ég líka syrgja, þegar allt kemur til alls? Ég bý í þúsund mílna fjarlægð frá Parísarþokunni, á sól- ríkri hæð í landi tambúrínanna og múskatvínsins. Umhverfis mig er eintómt sólskin og músik. Ég hel'i heilar hljómsveitir og söngfélög skógarfugla, er syngja „kúrlí, kúrlí“ kvölds og morgna. Svo eru þarna kúahirðarnir, sem leika á sekkjapíp- ur, og fallegu, brúnu stúlkurnar, sem heyrast hlæja í víngörð- unum. . . . Þetta er vissulega enginn staður fyrir svartsýnis- hugrenningar. Eg ætti fremur að senda dömunum rósrauð kvæði og körfur fullar af fallegum frásögnum. Og þó! Eg er alltof nálægt París. A hverjum degi sendir þessi borg mér sorgarslettur sínar rakleiðis inn á milli greni- trjánna minna. Einmitt þegar ég sat og skrifaði þessar lín- ur, bai’st. mér fregnin um hið sorglega andlát veslings Charles Barbara; og nú er hús mitt allt í sorg. Burt með skógar- 12 VIKAN 45. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.