Vikan


Vikan - 14.11.1968, Qupperneq 15

Vikan - 14.11.1968, Qupperneq 15
hann gat ekkert gert frekar .... Án þess að segja eitt einasta orð, snerist hann á hæl og flýtti sér út um dyrnar. Irene sat í móttökusalnum á Hótel Piedmont, þegar Jo og June komu inn. June gekk rösklega til Irenu og kyssti hana á kinnina. Jo sá að Irene var djúpt snortin yfir þessu ósjálfráða vinarhóti. — Mér skildist á bréfi þínu að Soames hefði gerzt nærgöngull við þig aftur, sagði Jo. — Já, hann kom til þess að grátbiðja mig að flytja heim til hans aftur. Þessvegna þorði ég ekki að búa lengur í íbúðinni minni, svo ég flutti hingað á hótelið.....Varir Irenu titruðu, og það leit út fyrir að hún væri að bresta í grát. — "Ég skal fara til Soames og biðja hann um að láta þig í friði, sagði June. — Ja, þvílíkt framferði, — og það skuli vera maður á hans aldri. — Hann vill eignast barn, það er skiljanlegt, sagði Irene. — Barn, endurtók June hneyksluð. — Já auðvitað þarf hann að eignast erfingja að öllum auðæfunum. Ef honum er það svo mikið í mun, þá getur hann fengið sér ástmey, og eignazt barn með henni. Þá getur þú fengið skilnað og hann svo kvongazt henni. Jo sá nú að það hafði verið vanhugsað að blanda June í málefni Irenu. Hún var alltof fljóthuga og skapbráð. — Væri ekki bezta lausnin að Irene flytti til okkar á Robin Hill? spurði hann hæglátlega. — Nei, það myndi bara koma ykkur í vandræði. Það er miklu betra að ég fari til útlanda. Hreimurinn í rödd Irenu sagði Jo að hún væri búin að taka ákvörðun, sem ekki yrði haggað. Ég get haft upp á henni erlendis líka, flaug í gegnum huga hans, en hann sagði aðeins: — Viltu láta mig vita um heimilisfangið? Hún rétti honum höndina. Já, það skal ég gera, Jo. Þú ert eina fótfestan í lífi mínu núna.... Soames hafði tapað, og honum var það ljóst. En síðasti samfundur þeirra Irenu hafði styrkt hann í þeirri trú að hún ætti elskhuga. Hún hlaut að eiga elskhuga. Það að hún sagðist heldur vilja deyja en að búa með honum, bar vott um það. En það gerði málið óneitan- lega einfaldara fyrir hann. —- Ég verð að vita hvar ég stend, hugsaði hann. — Á morgun fer ég og tala við einkanjósnara.... En honum var ljóst að það yrði erfitt. Hann hafði oft þurft að snúa sér til einkanjósnaraskrifstofunnar vegna skjólstæðinga sinna, en það hafði aldrei hvarflað að honum að hann þyrfti að fara þangað í einkaerindum. Það var óneitanlega auðmýkjandi. Forstjóri fyrirtækisins, Claude Polteed, var maður með fágaða framkomu og fjörleg, brún augu. Hann heilsaði Soames á virðu- legan hátt, sneri sér svo að dyrunum, með leyndardómsfullu brosi, og sneri lyklinum. Hann vildi ekki láta trufla þá. — Hvað get ég gert fyrir yður, herra Forsyte? sagði hann. — Ég kem út af mjög áríðandi og viðkvæmu máli, sagði Soames. — Hafið þér ábyggilegan kvennjósnara í þjónustu yðar? — Já, það hefi ég, sagði Polteed. -— Fyrsta flokks stúlku. Soames sat rólegur, með krosslagða fætur. Daufur roði, svo dauf- ur, að hann gat verið af eðlilegum ástæðum, breiddist yfir andlit hans, og það var eini votturinn um taugaóstyrk hans. Það er gott. Viljið þér þá biðja hana að hafa auga með frú Irenu Heron, Truro Mansion, stigagangi C, Chelsea. — Já, sjálfsagt, sagði Polteed. — Ég býzt við að þetta sé skiln- aðarmál? Soames svaraði ekki þessari spurningu. — Eg vil gjarnan að þér sjálfur, persónulega, gefið mér skýrslur. Sendið það til mín, en merkið umslögin ,,Einkamál“. Skjólstæðingur minn vill að ýtrustu varfærni sé gætt. Polteed kinkaði kolli. — Þá er bezt að nota dulmál. Þá þurfum við aldrei að nefna nöfn, við getum notazt við tölur. Eru nokkrar aðrar upplýsingar eða fyrirskipanir? — Nei, sagði Soames, — aðeins að þér látið eins lítið bera á þessu og mögulegt er.... Framhald á bls. 48. ( 45. tbi. VIKAN 15

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.