Vikan


Vikan - 14.11.1968, Qupperneq 17

Vikan - 14.11.1968, Qupperneq 17
Gríski flóttamaöurinn Onassis vann fyrst fyrir sér í Argentinu með því aö annast símavörzlu, en fyrstu milljónina græddi hann á tóbakssölu. Nú er hann, eins og allir vita, einn af auðugustu mönnum í heiminum. Hann á Hope-demantinn, ómetanlegt listasafn, flugfélag og skipaflota, sem tryggður er fyrir 30 milljarða króna. fyrir ameríska verndarsvæðið. Hann sagði að þetta hefði ekki verið póli- tískur fangi, heldur hefði hann stol- ið miklum peningum. Og til þess að leggja meiri áherzlu á orð sín sagði hann: — Svo drap hann líka unga stúlku. Aristo skalf af hræðslu í fylgsni sínu, og honum létti ósegjanlega, þegar hann heyrði konsúlinn segja: — Hann er ekki hér. Tyrkirnir trúðu þessu mótulega, en þeir fundu hann ekki. Þegar her- mennirnir voru farnir, hleypti Park- er Aristo út. Hann fékk honum ein- Faðirinn, sem Onassis keypti frelsi fyrir morð fjór. kennisbúning sjóliða og kom hon- um fljótlega um borð í amerískan tundurspi11i, sem lá í höfninni. Þá voru liðnar aðeins fimm vik- ur frá því að Tyrkirnir náðu Smyrna á sitt vald. Þegar tundurspillirinn lagði úr höfninni, var Aristb um borð, einmana flóttamaður. Hann sá fæðingarbæ sinn hverfa, og hann sá hann ekki aftur fyrr en árið 1959. Þá gekk hann í land, einn af ríkustu mönnum heims í fylgd með Winston Churchill, sem var gestur hans um borð í lúxussnekkjunni Christina. í Aþenu hitti Aristo gamlan skóla- félaga sinn, sem gat upplýst hvað hafði orðið um Getsemane ömmu hans. Hún hafði dottið úr reipstiga, þegar hún kom til Pireus, og lézt af meiðslum. Þetta var mikið áfall fyrir Aristo. Nú varð það aðalverkefni Onassis að bjarga föður sínum. Honum fannst skynsamlegt að snúa sér að því máli frá Konstantinopel. Faðir hans átti marga ríka og áhrifamikla vini þar, svo Aristo fór þangað. Hann hafði keypt ný föt og ferða- tösku, áður en hann fór um borð í „Abbazia", egypzkt farþegaskip, sem sigldi undir brezkum fána, og nann gleymir aldrei fyrstu nótt sinni um borð I þessu glæsilega skipi. Ur dyragættinni á borðsal fyrsta farrýmis sá hann inn í furðuver- öld glæsilegra kvenna og manna, sem klædd voru skrautlegum kvöld- fatnaði. Eftir hörmungarnar undan- Farnar vikur, fannst honum ótrúlegt að slíkt munaðarlíf væri til. Vinir Socratesar Onassis i Kon- stantinopel héldu að mögulegt væri að bjarga honum, en það myndi kosta álitlega fjárupphæð. En Aristo sagði að engin upphæð væri of há. . . . Það leið ekki ó löngu áður en faðir hans var látinn laus með mút- um, samanlagt 5.000 tyrknesk pund (tæplega ein og hálf milljón ísl- kr.). Þegar faðir hans kom heim t!l Grikklands var hann stórreiður yfr þessum fjárútlátum, sagði að hann hefði líklega gstað sloppið án þess að greiða svona mikið fé. Aristo var bæði sár og reiður. Fjölskyldan var ekki svo illa stæð, faðir hans gat byrjað viðskipti á ný, með fé sem hann átti í erlend- um bönkum. Aristo hefir aldrei verið auðmýkt- ur svona hræðilega, hvcrki fyrr né síðar, og hann hefir sagt að þetta hafi orðið til þess að vekja með sér metnaðargirnd og ákvörðun um að ná langt. — Ég tek aðeins 250 dollara af þeim peningum, sem við eigum eff- ir, og svo fer ég úr landi, sagði hann við föður sinn. Hann ætlaði að vera sinn eigin herra, hann hafði fengið æfingu í því undanfarna mánuði. Hann ætlaði að standa á eigin fótum og sýna hvað hann gæti I ágúst yfirgaf Aristoteles Onassis hafnarborgina Pireus. Hann var með farseðil til Buenos Aires í Argen- tínu upp á vasann, en þessi farseð- II kostaði 75 dollara. Hann fór með gufuskipi til Napoli, þar sem hann fór um borð í skipið, sem átti að flytja hann til Suður-Ameríku. Skip- ið hét Tomaso du Savoya, og það var ekki skemmtileg ferð sem Aristo átti fyrir höndum. Fyrsta og annað farrými var ágætt, en útflytjend- urnir, aðallega Italir, voru settir í lestarnar, sem höfðu verið útbún- ar sem svefnsalir, 300 manns urðu að troðast í hverja lest. Buenos Aires var óendanlega stór og spennandi. íbúar borgarinnar voru tvær milljónir. Aristo fannst athafnalífið og umferðin tilkomu- mikil, en hann var síður en svo hræddur við það. Hann kom sér fyrir á litlu gisti- húsi, þar sem hann fékk herbergi og morgunmat fyrir 25 dollara á mánuði, og hann reiknaði út að peningarnir myndu endast honum í fjóra mánuði. Hann hlaut að fá eitthvað að gera innan þess tíma. Dag nokkurn var hann á leiðinni frá pósthúsinu með strætisvagni. Þá heyrði hann fjörugar samræður milii tveggja ungra manna á grísku. Hann kynnti sig fyrir þeim, og þeir héldu Þannig er Onassis núna. Kófríkur, frægur — og nýkvæntur. að hann væri sjómaður, það voru flestir ungir Grikkir í Buenos Aires. En þegar hann sagði þeim að hann ætlaði sér að vera um kyrrt í borg- inni, sögðu þeir honum að þeir hefðu atvinnu hjá stóru símafyrir- tæki og að þar væri hægt að fá vinnu. Aristo var hikandi í fyrstu, því að hann vissi ekkert um síma- tækni. — Það eru teknir óvanir menn líka, sögðu nýju vinirnir, — þú þarft aðeins þriggja daga æfingu. Þeir ákváðu að hitta hann næsta dag og koma honum á framfæri við starfsmannaformanninn. Þeir stóðu við orð sín og honum var boðin vinna. Launin voru 60 argentínsk sent á tímann og hann var fljótur að reikna út að það yrðu 40 dollar- ar á mánuði, ríflega fyrir uppi- haldi. En hann varð að koma skilríkjum sínum í lag, áður en hann byrjaði í starfinu, og þar lenti hann í nokkr- um vandræðum. Hann hafði aðeins ferðaski I ríki frá Grikklandi, sem höfðu verið gefin út til bráðabirgða. Nýju vinirnir sögðu að argentísk yf- irvöld myndu örugglega veita hon- um ný skilríki, en þá þurfti hann mynd og tvo vitundarvotta. Það yrðu tekin fingraför og hann yrði svo færður inn á manntalsskýrslu. En þar sem hann var ekki myndug- ur, þurfti hann að fá forráða- og ábyrgðarmann, og það gat orðið erfitt. — Segðu bara að þú sért nokkr- um árum eldri, sögðu vinirnir. Það gat enginn ætlazt til þess að svo ungur flóttamaður, hinum megin frá á hnettinum, hefði fæðingarvottorð í vasanum. Yfirvöldin tækju örugg- lega orð hans trúanleg. Þannig varð það úr að hann sagði fæðingardag sinn 21. september, daginn sem hann kom til Buenos Aires, og í stað þess að gefa upp fæðingarárið 1906, sagðist hann vera fæddur árlð 1900, ártal sem hann hefir orðlð að burðast með fram á þennan dag. Tíminn og fjarlægðin bætti sam- búðina milli feðganna. Eftir að hafa skipzt á stuttum orðsendingum, fóru þeir að skrifa hvor öðrum ýtarlega urn viðskipti og fjölskyldumálefni. Faðirinn skrifaði honum um fjöl- sk/lduS rirtækið og Aristoteles fór að kynna sér tóbaksverzlunma í Argentínu. Honum fannst það skr.'t- ið að aðaltóbaksinnflutningurinn til Argentínu var frá Braziliu og Kúbu, en ekkert frá Aucturlöndum. Ef fað- ir hans sendi sýnishorn, þá gæti hann kannski reynt að selja Austur- landatóbak í fristundum sínum, skrifaði hann tll fcður síns. Meðan hann beið eftir svari kynnti hann sér rekstur sigarettu- verksmiðjanna, og þegar hann fékk sýnishornin lagði hann af stað til að reyna gæfuna. Fyrirtækið sem hann hélt að væri einna gróðavæn- legast að eiga skipti við var erfitt viðfangs. Það var ómögulegt að ná tali af sölustjóranum, svo Aristoteles einsetti sér að ná tali af fram- kvæmdastjóranum sjálfum, senor Juan Gaona. Snemma morguns stillti hann sér upp við dyr forstjórans, og stóð þar, með armæðusvip og án þess að segja nokkurt orð, þegar for- stjórinn kom til vinnu sinnar, og það sama endurtók hann við heim- ili hans um kvöldið. Hvert sem vesa- lings maðurinn fór, komst hann aldrei hjá því að sjá sorgbitna á- sjónuna á Aristotelesi. Eftir tveggja vikna taugastríð, gat senor Gaona ekki setið á sér lengur, hann gekk til unga mannsins. — Hver eruð þér? sagði hann Framhald á bls. 51. 45. tbi. VIKAN 17

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.