Vikan


Vikan - 14.11.1968, Blaðsíða 20

Vikan - 14.11.1968, Blaðsíða 20
Og svo gefur þú mér^ sígarettu monsieur strákslöttólfur kom hlaupandi úr gagnstæðri átt, einnig hampandi tómum lófa og blaðrandi dirham. Þá loks gaf okkar ágæti ökumað- ur, Qosmane Brahim, kallaður Guðmundur okkar á milli, ren- ónum væna bensíngusu og hló tröllslega. — Verri gúdd, sagði hann svo og hló meir. Þótt hann talaði aðeins frönsku og arabísku, en við botnuðum ekkert i hvorugu þessara mála, var mesta furða, hvað við gátum náð sambandi með bendingum og alþjóðlegum orðum, sem eru svipuð á flestum tungumálum. Annars gafst mér einna bezt að tala bara íslenzku við hann, og svo mikið var vist, að íslenzka í sinni kjarnyrtustu og þrótt- mestu mynd var eina málið, sem dugði til að stugga frá sér betli- lýð og pröngurum. En mér þótti gaman að heyra Guðmund okkar tala. Hann var af skiljanlegum ástæðum orðfár við okkur, en oftast glaður og hress. Þegar hann afturáunóti náði í einhverja landa sína, losn- aði nú aldeiiis um málbeinið á honum, hann er jafnvígur á frönskuna og arabískuna. Þá kjaftaði á honum hver tuska, í bókstaflegri merkingu, hann tai- aði með munni, augum, eyrum, nefi, jafnvel hársverði, fyrir ut- an höndum, fótum, öxlum, lend- um og jakkalöfum; væri hann að aka þegar hann var svo heppinn að hafa hiustanda, var mér ekki vel rótt, því hann hugsaði ekki um bílinn eða aðra umferð nema í tvísýnu væri komið og þá með rykkjum og sviftingum. En það leyndi sér ekki, að þá leið hon- um bezt. Skemmtilegast var þó að heyra og sjá hann ryðja út úr sér arabískum orðafossi, því mér virtist aðal uppistaðan i því máli vera hljóð, sem einna helzt væri að tákna með samstöfunni HGR, en já er langdregið sí- dýpkandi EEEEEE sem endar með hökubroddinn ofan í hóst- inni. Iðulega kryddaði hann orðaflauminn með stórkarlaleg- um hlátri. Þetta var góður karl, traustur, áreiðanlegur, samvizku- samur og snyrtilegur, og mér var vel við hann. En hann var helvíti snöggur upp á lagið, eins og aðrir íbúar Marokkós. Það mátti ekki orðinu halla, svo hann væri ekki orðinn bálvondur og skammabuna stæði út úr honum eins og eldstungur úr báli. Hann funaði oft illilega upp, ef hann þóttist órétti beitt- ur í umferðinni. Ef einhver ætl- aði að svína á hann eða annað þess háttar, gerðist hann ógur- legur ásýndum, keyrði eins og fantur og öskraði arr, arr, þótt allir gluggar væru lokaðir og umferðargnýrinn ærandi. Fyrst skildi ég alls ekki, hverjum hann var að siga, svo sló ég því föstu, að hann væri eitthvað að skamm- ast á arabísku. Það var ekki fyrr en nokkru eftir heimkomuna, að ég var að fletta fransk-íslenzkri orðabók, og rakst á orðið arret, sem er franska og þýðir stanz. Þá varð mér hugsað til siganda Guðmundar og þóttist hafa fund- ið lausnina. Ég sagði áðan, að umferðin á vegunum hefði verið margvísleg. Ekki voru bílategundirnar síður fjölskrúðugar. í Marokkó sá ég held ég allar bílategundir heims- ins nema enga frá járntjaldslönd- unum, þó að undanskildum ein- um Skoda 1000, en hann reyndist líka koma frá Portúgal. — Sala- zar, Salazar, sagði Guðmundur og hló hrikalega, um leið og hann þaut fram úr honum á leiðinni T.iin horfir eftir götu í Marrakesj. Koutouhia mxnarettan í Marrakesj. Hún cr um 220 fct á hæð, næri'i 1000 ára gömul og sést langar leið- ir að. Enda íallcgt hús og stílhreint. Útsýni af hótelsvöium okkar á Hótel Mamounia. Allt vafið í gróðri og ys horgarinnar víðs fjarri. Ncma hcgar kallað var til bæna með langdregnu hrópi. Stúlkurnar smakka á helgu vatni í þvottalind moskunnar. Þeð kem- ur ofan úr Atlasfjöllum og er sagt einkar heilnæmt. Enda varð þeim ckki misdægurt . . . upp snarbratta fjallshlíð. Mest var þarna um franska bíla, renóa, pusjóa, sítróena, simkur og berlí- ósa, en einnig allar aðrar tegund- ir Vestur-Evrópu og Ameríku, jafnvel tojótur og datsun frá Jap- an. Það vakti sérstaka athygli mína, að obbinn af öllum rútu- bílum í Marokkó var gerður á sama hátt og lengst af viðgekkst á íslandi: Stór og klunnaleg boddý smíðuðu á vörubílagrind- ur. Oft var líf og fjör kringum þessa áætlunarbíla úti í sveit- unum, þegar verið var að ganga frá farangrinum á þakinu eða taka hann niður: Rýtandi svín og jarmandi kið, gaggandi hænur bundnar saman á löppimum berj- andi sig og nágrennið með vængjunum. Og farþegarnir að tínast inn í bílana eða út úr þeim, margvíslega klæddir með fögg- ur sínar í hnýti. Það var mjög algengt að sjá þessa stóru bíla grilllausa eða alveg húddlausa, til þess að fá betri kælingu á vélina, sem greinilega vildi of- hita sig; þeir eru ekki að ragast í því þarna, þótt eitthvað vanti á farartækin, svo sem bretti, hurð, húdd eða skottlok, svoleiðis titt- Steinunn og greinarhöfundur við kvöldverðarborð í garði Hótel Mam- ounia. Elín tók myndina. Steinunn og Elín í Medersea Ben Youssef, skólanum forna í Marrakesj. í brunni sem þessum þvo múhameðs- trúarmenn sér um andlit og útlimi, áður en þeir ganga inn í moskurnar til bæna. lingaskít nenna gendarmarnir ekki að elta ólar við. Þegar skammt var eftir til Marrakesj, námum við staðar hjá víðáttumiklum souk, en souk er markaður á opnu svæði. Þangað koma þeir, sem hafa eitthvað að selja, og þeir, sem þurfa eitthvað að kaupa, og þar er verzlað með hvers kyns afurðir landbúnaðar og heimaiðnaðar auk alls lags bú- penings á fæti. Við gengum inn í stóra rétt, þar sem bæði var sauðfé og nautpeningur, hestar, múldýr, asnar og úlfaldar, á ein- um stað var maður með nýkeypta rollu milli fótanna og dró hana að gömlum Peugeot, sem var hantéraður eins og skrjóður úr Þrúgum reiðinnar eftir Steinbeck: Húsið sagað. sundur í miðjunni og frumstæður spýtupallur kom- 20 VIKAN 45. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.