Vikan


Vikan - 14.11.1968, Síða 21

Vikan - 14.11.1968, Síða 21
inn í staðinn fyrir aftari helming þess. Til hliðar við réttina var þyrp- ing tjalda, þar sem hinar ýmsu verzlanir voru til húsa. Þar var mikið um vefnaðarvörukaup- menn og hvers konar skraddara, sumir voru að taka mál af mönn- um en aðrir við ýmsan sauma- skap, svo sem kodda og sængur- ver. Þetta fólk var með drifhvítt damask en sat með handsnúnar saumavélar á jörðinni og dró damaskið að sjálfsögðu upp úr henni líka, hún var ekki hreinni þarna en víðast annars staðar þar sem hún er ber. Ein saumakvinn- an hafði sérstakt lag á vélinni sinni, hún þveitti henni áfram á harða kani og sló ekki nema svo sem sjötta hvern hring með sveifinni, þess á milli lét hún kastið á hjólinu duga. Hún var fljót með hvert sængurver. Þarna voru líka glingurbúðir og kodda- búðir — að ógleymdum kjötbúð- um, sem vissu móti sól og höfðu dreift neyzluvörunni á jörðina í tjalddyrunum. Kjötið var orðið náblátt og glanslaust — þar sem sást í það fyrir flugum og maur- um — og lyktinni ætla ég ekki að lýsa. Samt endurtek ég það, sem ég sagði í síðustu grein: Þeir, sem koma til Marokkó, verða að leggja leið sína beint á kjötmark- að og finna þessa lykt, svo þeir geti forðazt þann mat, sem minn- ir á hana. En ég vara ykkur við: Það þarf sterkar taugar til að kúgast ekki, meðan daunninn leikur manni í nösum. Þennan dag var rösklega fjörutíu stiga hiti og skjól inni í souk-inum; það hlýtur að vera dýrðlegt að vera fluga í Marokkó. Loks hillti undir Marrakesj. Það kom undarlega fyrir sjónir, eftir öll hvítu húsin í Casablanca, að sjá heila borg þar sem hvert einasta hús er okkurbleikt á lit- inn. Þessi bleikrauðbrúni litur undirstrikaði hita hádegisins er tíbráin sindraði svo á bikuðum götunum að þær voru eins og á kafi í vatni. Þótt síesta sé ekki tíðkuð þarna jafn rækilega og til dæmis hinum megin við sundið, á Spáni, laumast fleiri en viðurkenna til að leggjast í skuggann um hádegisbilið og fá sér hænublund. Og túristar fá yfirleitt frí frá gónferðum og leiðsögumönnum milli klukkan 12 og 4. Svo það voru ekki ýkja margir á ferli, þegar Guðmund- ur renndi með okkur heim að hótel Mamounia um eittleytið. Mamounia er stórt hótel og fallegt, enda líka mjög þægilegt íveru og öll herbergin sunnan í móti með svölum. Þar að auki er hægt að láta svalirnar vera sam- liggjandi allar á sömu hæð eða hver getur lokað fyrir sig og haft næði, sömuleiðis er hægt að ganga milli herbergjanna tveggja og tveggja ef íbúar beggja vilja. Við fengum svona samliggjandi herbergi og opnuðum allt út á svalirnar og út af þeim; þeir sem Framhald á bls. 33. Utsýni út um dyr á einka- íbúð einnar af f jórum uppá- lialdsástkonum soldánsins í soldánshöllinni í Marrakesj. Þessa mynd tók Elín af hinum tveimur í garöin- um við sundlaugina á Mamounia. Steinunn laugar sig í sól á svölum hótel Mamou- nia. Séð yfir sútunina í Marrakesj. Þetta er allstórt svæði, umlukiö múrum, þar sem sútararnir stunda vinnu sína. Fnykurinn er óskaplegur. í forsal soldánshallarinnar í Marrakesj. íslenzku ,,mademoisellurnar“ standa við miðsúluna.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.