Vikan - 14.11.1968, Blaðsíða 22
Ambrose ráfaði til baka eftir
bergmálandi húsinu. Svo fór
hann niður í eldhúsið. Jafnvel
ísskápurinn hafði verið fjar-
lægður. Hann var svangur. Hann
yrði að þvo sér, raka sig og fara
út á veitingahús.
— Var ætlazt til að hann byggi
hér algjörlega upp á eigin spýt-
ur, annaðist öll heimilisstörf og
eldaði ofan í sjálfan sig?
— Það var ekki sanngjarnt.
Það var beinlínis svívirðilegta
ósanngjarnt. Draumur Roberts?
Hver hafði gert hann möguleg-
an? Hver hafði þrælað hér dag
eftir dag, langt fram á nætur,
svo Robert gæti auðgazt? Hver
hafði legið í verðbréfabraskinu
fyrir Robert; reiknað út hinn
flókna verðbréfamarkað; þaul-
rannsakað fjármáladálka blað-
anna og lært utanbókar bókina,
Hvernig þú getur gert þig að
milljónera og eins með fjar-
skiptisambandi, endurskipulagt
allt Blossomfyrirtækið með
milligöngu Harriet og fært auð,
frið og ró inn á heimili Blossom?
Hver annar en Ambrose Tuttle?
Og þetta voru laun hans. Hann
var yfirgefinn.
Ambrose settist fýlulega á
rúmbríkina. Harriet var komin
hálfa leið yfir heiminn. Hann
skildi að hún varð að leika hlut-
verk hinnar trygglyndu konu —
en hvað um hinn trygglynda
elskhuga?
Komandi daga gat Ambrose
fylgzt með ferðum Blossom
hjónanna. Blöðin skrifuðu mikið
um hana, sömuleiðis voru þau í
sjónvarpinu. Sumir fjármála-
menn réðust á þessa mannkær-
leikastefnu Roberts, en aðrir
hrósuðu henn: á hvert reipi. Það
voru þeir sem vonuðust til að
geta komið undir sig fótunum
og grætt á vanþróuðu löndunum.
Á hveri um viðkomustað
Roberts hélt hann efnislega sömu
ræðuna, með nokkrum minni
háttar breytingum, eftir því, sem
bezt átti við áheyrendur á
hverjum stað.
— Ég er ekki hingað kominn
til að selja vöru mína í landi
ykkar. Ne:. Ég ætla að gefa ykk-
ur hana, bjóða hana fram. Það er
mitt — tillag. Ég trúi því statt
og stöðugt — já það má segja
það þannig: Munið þið hvað
sagt var á hinum vondu dögum
nýlendustefnunnar? „Menningin
kemur í kjölfar fánans.“ Nei,
herrar mínir, ég held að rás við-
burðanna hafi sýnt allt annan
sannleik. Ég trúi því af öllu
hjarta að menningin komi í kjöl-
far brjóstahaldaranna. Sérhver
maður og sérhver kona verður
að v'nna á sinn hátt að því að
bæta mannkynið. Allt mannkyn-
ið. Þetta, herrar mínir er mín
aðferð. Og þegar hann var í
sjónvarpinu var hann sýndur
halda á brjóstahaldara með flagg
viðkomandi þjóðar í bakgrunni
og allt blakti í golunni. í sunnu-
dagsblöðunum voru myndir af
svartri stúlku, gulri stúlku og
múlattakerlingu með þessa nýju
brjóstahaldara — og þetta var
álitið nógu menningarlegt til að
birtast á menningarsíðum dag-
blaðanna, en ekki á kvennasíð-
unum. — Vegna þess, hélt Robert
áfram, — að án tillits til kyn-
þáttar, litarrafts, trúar — eða
stærðar, — byrjar virðuleiki
konunnar með brjóstahaldaran-
um. Harriet skrifaði Ambrose í
flýti með næstum ólæsilegri rit-
hönd. Hún hafði algjörlega látið
hrífast af þessum nýja, þrótt-
mikla Robert. Það var engin leið
að segja til um hvar hann léti
staðar numið, ef hann léti
nokkru sinni staðar numið. Nú
hafði hann fengið óstöðvandi
köllun til að fara til Kína. Sex
hundruð milljónir — allar að
bíða eftir honum, — hrópa á
hann.
Ambrose þjáðist. Ambrose
vaknaði um miðja nótt og hugs-
aði um Harriet og verra en það:
minningin um hana hélt fyrir
honum vöku á daginn líka.
Hún varö að koma aftur. Hún
gat ekki haldið áfram að æða
svona um heiminn. Hafði Robert
blindað hana svo að hún hafði
misst alla dómgreind og vitund-
ina um sína persónulegu ábyrgð?
Hún hafði sínar skuldbinding-
ar við að standa. Það varð að
minna hana á það.
Ambrose tók þungbæra á-
kvörðun. Það var nógu slæmt að
þurfa að rápa um göturnar og
gera innkaupin sjálfur. Hug-
myndin um að ferðast til ann-
arra landa var skelfileg, en ef
hann vildi ná Harriet aftur varð
hann að gera það.
Hann dró upp töflu um áætlun
þeirra, bar hana saman við frétt-
irnar, sem bárust og dró línu á
kortið.
Hann flaug til Macao.
Skipulagning hans var eins
góð og hún hafði verið meðan
hann var að fást við verðbréfa-
markaðinn. Hann kom tveim
klukkustundum á eftir Robert og
Harriet og þrem klukkustundum
áður en þau áttu að fara aftur.
Meðan Robert var upptekinn við
að flytja ræðu sína og reyna að
hrífa ráðherra fólksins, lét
Ambrose til skarar skríða.
Harriet rak upp op, þegar
hann stóð allt í einu frammi
fyrir henni með yfirskegg, sem
auðveldlega gat orðið að nýrri
dellu í hinum fjarlægari Austur-
löndum.
Ambrose eyddi engum tíma í
ónýtt fjas. — Er hann orðinn
snarvitlaus?
— Nei, sagði Harriet. — Þegar
hann útskýrir þetta í smáatrið-
um sjá allir hvað þetta er skyn-
samlegt. Það er ekkert líklegra
en að þetta verði heiminum til
góðs.
— Hvað gagnar það mannin-
um, sagði Ambrose beisklega, —
þótt hann sigri allan heiminn, ef
hann tapar ríkinu sínu?
Harriet leit á hann, svo leit
hún undan. Þetta var í fyrsta
sinn, sem hann hafði séð hana
taugaóstyrka og orðvana. Þegar
hún að lokum fann eitthvað til
að segja vissi hann að það var
eitthvað óþægilegt í vændum.
Og það var rétt:
Ég, ég er hrædd um að það
fari einhvernveginn þannig fyr-
ir okkur, vinur. Að við munum
tapa — ja, tapa hvort öðru. Og
risinu. Öllu. Um leið og hin
mikla alþjóðlega samkoma er á
enda.
— Alþjóðlega samkoma?
— í Eastbourne. Harriet
kyngdi munnvatni sínu í flýti
og bunaði út úr sér: — Strax
eftir hana förum við til Genf og
setjumst að hjá aðalstöðvunum
þar.
— Genf? Harriet, ástin mín,
þú getur ekki búið í Genf. Hef-
urðu nokkru sinni séð myndir
frá þeim stað?
22 VIKAN 45- tw.