Vikan


Vikan - 14.11.1968, Qupperneq 25

Vikan - 14.11.1968, Qupperneq 25
l/ EFTIR HUNTER DAVIES 9. HLUTI EINKARÉTTUR Á ÍSLANDI VIKAN Fimmtándi kafli DAUÐI BRIANS EPSTEINS „NEMS Enterprises“ var orðið risavaxið fyrirtæki. Það hafði umboð fyrir marga fleiri listamenn en Bítl- ana, t. d. Cillu Black, Gerry and the Pacemakers. Einn- ig tók það að sér rekstur leikhússins The Saville og ým- islegt fleira mætti telja. Harry, faðir Brians Epsteins, seldi fyrirtæki sitt í júní 1965, þar sem sýnt var, að sonur hans og erfingi ætlaði að helga líf sitt skenuntiiðnaðinmn en ekki hús- gagnasölu. Clive, yngri bróðir Brians, var áfram fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, þó.tt það hefði verið selt. Snemma á árinu 1967 keypti Brian sér sveitasetur í Sussex. Þetta var stórt og sögulegt hús við Kingsley Hill í námunda við Heathfield. Það kostaði 35.000 pund. Bezti vinur Brians, Peter Brown, fann þetta hús og hvatti Brian eindregið til að kaupa það. Einnig réði Brian um þetta leyti í sína þjónustu eiukaritara, Jo- anne Newfield. Hún hafði aðsetur í húsi Brians í Lond- on, í Chapel Street, Belgravia. Þetta var nauðsynlegt, þar sem liann vann mest heima. Þannig var lífi Brians Epsteins sem sagt háttað sum- arið 1967. Hann var 32 ára gamall, fríður sýnum og flugríkur, vinsæll og glaðlyndur. Bítlarnir höfðu gert. hann frægan um allan heim. Hans var oft getið í blöð- unum og efnilegir listamenn í skemmtiiðnaðinum sótt- ust eftir að fá hann fyrir umboðsmann sinn. Almenningur gat ekki betur séð en hann væri full- komlega hamingjusamur og ánægður. Financial Times reiknaði lit., að auður hans næmi sex milljónum punda. Hvort sem það hefur verið rétt eða ekki, þá var hitt víst, að hann þurfti ekki að hafa áhyggjur af pcningum það sem eftir var ævinnar. Móðir Brians, frú Queenie Epstein, kom lil London 14. ágúst 1967 og dvaldist í tíu daga á heimili sonar síns í Belgravia. Hún var mjög döpur, þegar hún kom. Maður hennar, Harry, hafði látizt í júlímánuði. Brian lagði sig allan fram til þess að gera henni dvölina sem ánægjulegasta. Hann keypti handa henni íbúð í Ivnights- bridge, þar sem hún hafði ákveðið að flytjast innan skammst frá Liverpool til London. Hann vildi, að hún byg'gi eins nálægt honum og' mögulegt væri. Brian breytti daglegum venjum sínum til þess að gera móður sinni til geðs. Hann fór venjulega seint á fætur og mjög' seint að hátta, en nú lét hann vekja sig eld- snemma og var ævinlega vaknaður, þegar gamla kon- an kom inn til hans og dró ghiggatjöldin frá. Um tíu leytið snæddu þau saman morgunverð. Síðan kvaddi hún son sinn, og hann fór til skrifstofu sinnar í May- fair, en þar hafði hann ekki mætt í langan tíma. I þá tíu daga, sem móðir hans dvaldist hjá honum, mætti hann á skrifstofunni á hverjnm morgni og vann 45. tbi. viKAN 25

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.