Vikan


Vikan - 14.11.1968, Blaðsíða 26

Vikan - 14.11.1968, Blaðsíða 26
þar allan daginn. Hann kom heim á eðlilegum tíma og snæddi kvöldverð með móður sinni. Að því búnu horfðu þau saman á sjónvarp og fóru loks að hátta um mið- nætti. Bæði Joanna og Peter Brown segja, að Brian hafi kunnað vel við þessa lifnaðarhætti. Að vísu kaus liann heldur að lifa eins og hann hafði áður gert, sofa til há- degis, vinna heima og fara síðan út á kvöldin. En hann vissi, að móðir hans mundi hneykslast á slíku líferni. Og honum var mjög annt um móður sína og vildi gera henni til hæfis í einu og öllu. Frú Epstein fór aftur til Liverpool fimmtudaginn 25. ágúst. Það kvöld fór Brian út að skemmta sér i fyrsta skipti í tvær vikur. Næsta helgi á eftir var „August bank holyday“, eins konar verzlunarmannahelgi, og Brian hugsaði gott til að geta lyft sér upp þessa daga, hugðist dveljast á nýja sveitasetrinu sínu í Sussex. „Hann lagði af stað klukkan hálffjögur á föstudag,“ segir Joanna. „Hann var í Ijómandi skapi og virtist full- ur tilhlökkunar. Hann óskaði mér góðrar helgi og kvaðst mundu sjá mig aftur á þriðjudag. Ég stóð og horfði á eftir honum, þar sem hann ók burtu í nýja Bentley- bílnum sínum. Þetta var sportbíll, hann hafði dregið blæjuna niður og veifaði mér í kveðjuskyni.“ Hún vissi, að tveir beztu vinir hans, Peter Brown og Geoffrey EIlis, ætluðu að dveljast hjá honum á sveita- setrinu yfir helgina. Peter hringdi litlu síðar og kvaðst ekki geta lagt af stað, fyrr en miklu síðar en ráðgert hafði verið. Hún gerði sér Ijóst, að líklega mundi Brian því verða að vera einn á sveitasetrinu í nokkra klukku- tíma. „Eg kom þangað rétt fyrir kvöldmat,“ segir Peter Brown. „Við borðuðum saman allir þrír og nutum þess í iyllsta máta. Við drukkum borðvín með matnum og portvín á eftir. Það var svo um samið, að ég kæmi rneð íleira folk með mér, en það hafði afþakkað boðið á síð- ustu stundu.“ Brian var mjög vonsvikinn og leiður yfir þessu. Hann hafði hlakkað til að skemmta sér ærlega yfir helgina og hitta nýtt fólk, sem Peter ætlaði að kynna fyrir hon- um. Hann sá fram á, að kvöldið mundi verða dauflegt og leiðinlegt, ef þeir sætu þrír yfir drykkju, menn, sem gjörþekktu hver annan. Brian hringdi í nokkur númer í London og reyndi að ná sambandi við fólk, sem hann gæti boðið að koma til sín. En þetta var föstudagskvöld fyrir verzlunar- mannahelgi, og fólk var ýmist farið úr bænum eða bú- ið að ráðstafa sér á annan hátt. Enginn vildi þiggja boðið. Um tíuleytið ákvað Brian að fara aftur til London. Það var í sjálfu sér ekkert athugavert við þessa ákvörðun hans. Það var honum líkt að skipta allt í einu um skoðun og ákveða að gera allt annað en það, sem hann hafði ætlað. Hann hafði oft yfirgefið sín eig- in samkvæmi, þegar þau stóðu sem hæst; kannski sam- kvæmi, sem hann hafði eytt miklum tíma í að undir- búa. Brian var sannfærður um, að helgin í Sussex yrði leiðinleg, fyrst svo fáir höfðu komið til hans. Hann hafði hlakkað ti! að skemmta sér, en orðið fyrir miklum vonbrigðum. „Ég fylgdi honum út að bílnum,“ segir Peter Brown. „Ég sagði við hann, að það væri heimskulegt af hon- um að vera að rjúka til London á þessum tíma. Hann sagði, að ég skvldi ekki liafa neinar áhyggjur af því. Hann væri fullfær um að sjá um sig'. Hann var svo- lítið drukkinn, en alls ekki mikið. Hann sagðist mundu verða kominn aftur, áður en ég færi á fætur morgun- inn eftir.“ Nokkru eftir að Brian fór, kom bíll fullur af gestum til sveitasetursins. En það var of seint. Brian var far- inn. Reyndar hélt Peter því fram, að hann mundi að- eins aka spölkorn í bílnum sínum og koma síðan aft- ur. Klukkan hálfeitt um nóttina var hann enn ekki kominn. Þá hringdi Peter til Chapel Street til að segja honum frá gestunum og biðja hann að koma aftur. — Antonio kom í símann. Hann var þjónn Brians og kona hans, María, var ráðskona. „Antonio sagði, að Brian hefði komið,“ segir Peter. „Ég sagði honum, að hringa í innanhússsímanum inn í svefnherbergi hans og segja honum, að ég væri í sím- anum og þyrfti nauðsynlega að tala við hann. Hann gerði þetta, en enginn svaraði. Við gizkuðum á, að hann væri sofnaður.“ Peter Bro.wn og Geoffrey Ellis fóru seint á fætur morguninn eftir í Sussex. Það var laugardagsmorgun. Brian var enn ekki kominn aftur. Þeim fannst ekkert undarlegt við það. Þeir töldu ekki ástæðu til að hringja til hans. Hann væri áreiðanlega sofandi enn. En Brian hringdi sjálfur í Peter, þegar klukkan var orðin fimm. „Hann baðst mikillega afsökunar á því, að hann skyldi ekki koma um morguninn, eins og hann hafði lofað. Hann kvaðst hafa sofið allan daginn og vera syfjaður enn. Hann var rámur og það var eins og tungan þvæld- ist í munni hans. Eg ráðlagði honum að koma ekki á bílnum, heldur taka lestina. Eg skyldi taka á rnóti hon- um á stöðinni. Hann samþykkti þetta. Hann var alltaf mjög syfjaður og timbraður, þegar liann vaknaði eftir að hafa tekið inn svefntöflur, en það hafði hann ber- sýnilega gert í þetta sinn. Hann sagðist hringja til okk- ar, áður en liann legði af stað.“ En Brian hringdi ekki. Þegar hann var enn ekki vaknaður um hádegið á sunnudag, tóku Antonio og María að hafa áhyggjur af honum. Það var ekki óalgengt, að hann svæfi fram yfir hádegi, en hann hafði ekki farið út úr svefnherberginu að því er þau vissu til frá því að hann kom heim á föstudagskvöldið. Bíllinn hans hafði staðið óhreyfður fyrir utan allan tímann. Þau reyndu að hringja til Peters lirown í Sussex um klukkan hálfeitt, en hann hal'ði þá brugðið sér á næstu krá. Þess vegna hringdu þau til Joanna á heimili henn- ar í Edgware. „María talaði við mig og var mjög áhyggjufull. Iiún sagði, að Brian hefði verið svo lengi í svefnherberginu, að það gæti ekki talizt eðlilegt. Ég hringdi til Peters, en 26 VIKAN 45 tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.