Vikan


Vikan - 14.11.1968, Qupperneq 27

Vikan - 14.11.1968, Qupperneq 27
1«fr náði ekki sambandi við hann. Þá hringdi ég til Alisters Taylors og sagði honum tíðindin. Ég sagðist ætla að fara yfir til Brians strax og bað hann að liitta mig þar. Ég reyndi að hringja til læknis Brians, en mér var sagt, að hann væri á Spáni.“ Peter og Geoffrey komu af kránni um þrjúleytið, og þjónustufólkið á sveitasetrinu bar þeim skilaboðin frá Joanna. „Ég hringdi til Chapel Strcet,“ segir Peter. „Ég tal- aði við Antonio og hann sagði mér, að þau hefðu öll áhyggjur af Brian. Hann sagði ennfremur, að Joanne og Alistair væru á leiðinni. Ég sagði Antonio, að hann þyrfti ekki hafa neinar áhyggjur af Brian. Það væri áreiðan- lega allt í lagi með hann. Hann svæfi bara og væri í leiðu skapi. Ég bað hann um að reyna að koma i veg fyrir, að Alistair færi að skipta sér að þessu. Hann mundi bara gera veður út af þessu lítilræði að ástæðu- Jausu. Joanne kom. Antonio og María voru mjög kvíðin, enda þótt Peter liefði reynt að fullvissa þau um, að allt hlyti að vera i lagi. Joanne komst strax að raun um, að dyrnar á svefnherbergi Brians voru læstar, en það var mjög óvenjulegt. Auk þess var síminn hans ekki í sambandi. Hún hringdi strax til Peters og sagði honum þetta. Hann vildi enn ekki trúa því, að neitt væri að, en bað hana þó til öryggis að hringja í lækni og biðja hann að koma. Þegar læknirinn kom og sá, að dyrnar á svefnherberg- inu voru læstar, var enn hringt til Peters. Hann sagði þeim, hvernig hægt væri að brjóta dyrnar upp. Lækn- irinn ákvað að gera það sjálfur. Peter beið í símanum á meðan lil að vita, hvort allt væri ekki í lagi. „Læknirinn og ég fórum inn í svefnherbergið,“ segir Joanne. „Það var niðadimmt inni. Ég sá, að Brian lá í rúrninu. Hann lá á hliðinni og sneri baki í okkur. Lækn- irinn ýtti mér út úr herberginu. Ég sagði Maríu og Anto- nio og Peter í símanum, að líklega væri allt í lagi. Brian væri víst bara sofandi. Nokkru síðar kom læknirinn náfölur og skjálfandi út úr svefnherberginu og sagði, að Brian væri látinn. Hann hringdi þegar í stað til Peters. „Ég vissi strax hvað hafði gerzt,“ segir Peter. „Lækn- irinn gat ekki komið upp einu einasta orði.“ Peter hljóp út í bílinn sinn og ók í hendingskasti til London. Klukkutíma eftir að Brian fannst látinn, hringdi Daily Express og spurði, hvort það væri satt, að Brian Epstein væri dáinn. Þeim var svarað, að það væri misskilningur. Daginn eftir birtist fréttin samt á forsíðu allra blað- anna. Meira að segja Times birti hana efst á forsíðu með þriggja dálka fyrirsögn. Elestir álitu, að um sjálfs- morð hefði verið að ræða. Almenningur huggar sig gjarnan við það, að þeir sem hafi öðlazt auð, völd og frægð, séu ekki hamingjusamir í raun og veru, þrátt fyrir alla velgengnina. Brian Epstein var ekki hamingjusamur. En óham- ingja hans stafaði hvorki af Bítlunum né velgengni þeirra og hans. Óhamingja hans átti rætur sínar að rekja til sjúldeika, sem snemma varð vart í fari hans. „I Liverpool fékk hann alltaf öðru hverju þunglyndis- köst,“ segir Peter Brown. „Þau urðu síðar lengri og al- varlegri. Ef Bítlarnir hefðu ekki komið til sögunnar, hefði eitthvað skelfilegt gerzt löngu fyrr.“ „Þegar hann var í þunglyndisköstunum, þurfti ekki annað en smámuni til þess að hann missti stjórn á skapi sínu,“ segir Joanne. „Eitt sinn reyndi hann að ná sam- bandi við umboðsmann sinn í New York, sem staddur var í London. Hann fór til gistihússins, þar sem maður- inn bjó, en hann var ekki við. Brian kom aftur heim bálreiður og byrjaði strax að hringja á hótelið. Al' ein- hverjum orsökum gaf ég honum upp rangt símanúmer. Þegar þetta kom í ljós, \ arð hann alveg óður. Þetta var snennna dags og hádegisverður hans stóð enn á borð- inu. Ilann þreif bakkann og grýtti honum í gólfið, æddi í .:im og aftur og öskraði.“ Feter Brown segir, að það sem fyrst og freinst hafi háð Brian hafi verið þrá hans eftir fullkomnun. Ef eitthvað fór úrskeiðis og áætlanir hans stóðust ekki, missli hann stjórn á skapi sínu. Iíann var svo nákvæm- ur og skipulagði allt, bæði stórt og smátt, út í yztu æsar. Þegar fyrirtæki hans óx fiskur u'm hrygg, varð hann að láta aðstoðarmenn sína annast æ meira af starfsem- inni. Hann var oft óánægður með störf þeirra. Þegar hann réði fólk í sína þjónustu fór hann gjarnan eftir augnablikstilfinningu, en skcytti ekki um reynslu þess og þekkingu. Þess vegna var starfsfólk hans ekki eins gott og það hefði getað verið. Sem dæmi um það, hversu erfitt hann átti með að treysta öðrum, má nefna að enginn mátti vinna fyrir Bítlana nema hann sjálfur. Hann treysti engum til þess. Hvert einasta smáatriði, sem gera þurfti fyrir Bítlana, vann Brian sjálfur í eigin persónu. Hann leit á Bítlana sem sína einkaeign. Hann gat orðið bálreiður, ef einhver af starfsmönnum hans skipti sér af þeim. Snemma á árinu 1ÍH57 hætti Brian afskiptum af dag- legum rekstri fyrirtækis síns, að Bítlunum undanskild- um. Hann réði lil sín Ástralíumann að nafni Robert Stigwood og gerði hann að aðstoðarframkvæmdastjóra. Það var hann sem sá um daglegan rekstur NEMS ásamt öðrum framkvæmdastjórum, Vic Lewis, Geoffrey Ellis og Clive Epstein, bróður hans. Brian dró sig í hlé um líkt leyti og Bítlarnir hættu að ferðast um og halda hljómleika. Hann hafði því fremur lítið fyrir stafni og virtist vera að leita sér að nýju verkefni. Hann tók upp á sína arma lítið leikhús, Saville, eins og áður er sagt, og virtist aftur hafa feng- ið áhuga á leiklist. „Hann virtist alls ekki vilja vera kaupsýslumaður,“ segir Joanne. „Hann haíði (il dæmis megnasta ímugust á öllum fundum. Hann vildi vinna sköpunarverk og lifa eins og listamaður. Hann lét mig oft boða forföll, þegar liann átti að mæta á áríðandi fundum. Stundum varð ég að ljúga því, að hann væri veikur. En sann- 45. tbi. VIKAN 27

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.