Vikan


Vikan - 14.11.1968, Síða 28

Vikan - 14.11.1968, Síða 28
leikurinn var sá, að hann var þá oftast sofandi í rúmi sínu. Hann þjáðist af svefnleysi og tók oft inn svefn- töflur og gat þess vegna ekki vaknað á morgnana." Þegar Bítlarnir voru hættir að ferðast og halda hljóm- leika, lifðu þeir í ró og næði út af fyrir sig. Þeir höfðu lítið samband við Brian, nema þegar þeir áttu við- skiptaleg erindi við hann. Hann átti í rauninni fátt sameiginlegt með þeim. Hann var eldri en þeir og sprottinn upp úr allt öðrum jarðvegi. Hann hafði önn- ur áhugamál en þeir og ólík viðhorf til Iífsins. En í fimm ár hafði hann helgað líf sitt þeim og engum öðr- um. Nú var því lokið. Bítlarnir nutu lífsins með eigin- konum sínum. En Brian var einn og hafði ekkert um að hugsa nema sjálfan sig og áhyggjur sínar og vanda- mál, sem hann hafði ekki haft tíma til að hugsa um áður. Bítlarnir höfðu ekki hugmynd um hvernig honum leið. Þeir vissu ekki, að hann tók alls konar lyf í æ ríkara mæli. Þeir urðu steinhissa, þegar þeir fréttu Iöngu eftir að hann var dáinn, að hann hefði ekki mætt á skrifstofu sinni nema sárasjaldan. Þeir þekktu hann í rauninni mjög lítið. Þegar hann var með þeim, var hann alltaf hress og kátur og virtist vera hamingjusam- ur. Og þetta var dagsatt. Eina ánægja Brians í lífinu var að fá að umgangast Bítlana og vinna fyrir þá. Fátt var honum kærara en að geta gert sem mest fyrir þá.. „1966 fórum við í viku sumarleyfi til Suður-Frakk- lands Brian, ég og Pattie,“ segir George. „Þegar við lögðum af stað, var ferðin skipulögð út i yztu æsar af honum sjálfum. Hvert sem við fórum hafði allt verið pantað löngu fyrirfram. Einn daginn kom einkaflugvél, sem flaug með okkur til Spánar til þessa að horfa á nautaat." Þannig var Brian. Hann hafði mikla ánægju af að gera öðrum til geðs og skipulagði allt nákvæmlega, jafnt stórt sem smátt. Þegar hann hélt kvöldverð- arboð, lagði hann á sig mikið erfiði til að komast að raun um, hvaða sígarettutegundir gestir hans reyktu. Hann gerði þetta til að hver og einn gæti haft sínar sígarettur við hliðina á sér. Pattie segir, að Joanne hafi einu sinni sagt sér, að Brian tæki mikið af svefntöflum og neytti þeirra í stöðugt ríkara mæli. „Ég spurði hana, hvers vegna hún og Peter reyndu ekki í sameiningu að koma í veg fyrir þetta. En hún taldi óh'klegt, að þau gætu gert það. Eg bað George að tala við Brian mn þetta, en hann áleit, að það mundi bara gera illt verra.“ Samkomulagið milli Brians og Bítlanna var yfirleitt mjög gott. Þeir rifust aldrei. „Paul var sá eini, sem Brian hafði áhvggjur af.“ segir Joanne. „Það var eins og Brian líkaði ekki eins vel við hann og hina upp á síðkastið. Hann var alltaf svolítið önugur, ]>egar Paul hafði hringt til hans. Þótt hinir bæðu hann að gera nákvæmlega hið sama fyrir sig og Paul, þá gerðu þeir aldrei eins mikið veður lít af því og hann. Þegar Brian hafði verið að tala við Paul í síma, var hann stundum bálreiður lengi á eftir.“ Þetta kann að stafa af því, að 1967 tólc Paul að fá áliuga á viðskiptamálum og kaupsýslu. Yfirleitt höfðu Bítlarnir ekki haft neitt vit á slíku og treystu Brian full- komlega í þeim efnum. En nú hafði Paul kynnt sér við- skiptamál og var farinn að gera ýmsar athugasemdir við áætlanir Brians. Hann spurði miklu oftar en hinir, hvað þeir hefðu grætt mikið á þessu og hinu. Nokkrum sinnum hélt hann því fram, að þeir hefðu grætt of lítið,‘ af því að rangt hefði verið farið að. Þetta sárnaði Brian. Brian var alltaf hafður með í ráðum, jafnvel þegar ákveða þurfti hvernig umslagið ætti að vera á hljóm- plötum Bítlanna. Bítlarnir höfðu alltaf tekið mikið tillit til skoðana hans og látið hann oftast ráða. Þegar að því kom að útbúa umslag á plötuna Sergeant Pepper, höfðu Bítlarnir ákveðna hugmynd um, hvernig hún ætti að vera. Brian leizt illa á þá hugmynd, en Bítlarnir höfðu sitt fram. Hann tók þetta mjög nærri sér og varð aldrei sáttur við umslagið á Sergeant Pepper. Samkvæmt opinberúm úrskurði var álitið, að dánar- orsök Brians Epsteins hefði ekki verið sjálfsmorð, held- ur hefði verið um slys að ræða. Það var talið, að hann hefði af vangá tekið inn of stóran skammt af svefntöflum. Það er engin ástæða til að véfengja þennan úrskurð. Það er í hæsta máta ólíklegt, að liann hafi framið sjálfs- morð á þessum tíma, þegar móðir hans hafði nýlega dvalið hjá honum. Ekki er vitað um, að neitt hafi kom- ið fyrir, sem gat hafa valdið því, að hann hefði í ör- væntingu ákveðið að svipta sig lífi. Að vísu hafði hann hlakkað lil að skemmta sér um verzlunarmannahelgina og orðið fyrir miklum vonbrigðum. En það getur naum- ast talizt nægileg ástæða. Minningarathöfn um Brian Epstein fór fram í New London Synagogue 17. október 1967. Örskammt frá kirkjunni hefur EMI-hljómplötufyrir- tækið aðsetur sitt. Þar liöfðu flestar plötur Bítlanna verið teknar upp. Og liinum megin við götuna býr Paul í luisi sínu við Cavendish Avenue. Og enn mætti nefna, að við þessa sömu götu er járn- brautarstöð og þar er almenningssími. Brian hringdi úr þessum síma tvisvar sinnum á ævinni. t fyrra skiptið 1962, þegar hann hljóp út frá skristofum EMI til ])ess að hringja til Bítlanna, sem voru staddir á hljómleika- ferðalagi í Hamborg, og segja þeim þau gleðitíðindi, að EMI hefði ákveðið að gefa út eina hljómplötu með þeim. Hitt skiptið gerðist fimm árum síðar, skömmu áður en Brian lézt. Hann ætlaði að heimsækja Paul, hringdi dyrabjöllunni lengi, en engin kom til dyra. Paul hafði orðið fyrir ónæði frá aðdáendum sínum allan liðlangan daginn og var þess vegna hættur að fara til dyra, ])ótt bjöllunni væri hringt. Brian vissi, að liann var heima og grunaði hvers kyns væri. Þess vegna brá liann sér öðru sinni inn í almenningssímaklefann og hringdi til Pauls og bað hann að opna fyrir sér. Brian sagði oft þessa sögu, og fannst hún táknræn. Framhald í næsta blaði. 28 VIKAN 45-tbl-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.