Vikan


Vikan - 14.11.1968, Qupperneq 49

Vikan - 14.11.1968, Qupperneq 49
Irene viðurkenndi að það væri ekki svo auðvelt fyrir konur að vera einar í París. — En meðan ég er hér, verðurðu að leyí'a mér að fylgja þér um borgina, sagði Jo með ákafa. — Við skulum byrja strax á morg- un. Við getum borðað miðdegisverð í uppáhalds veitingahúsinu mínu, og svo getum við farið í Opera Comique. Eftir þetta voru þau daglega saman. Og eins og þyrst blóm, sem teygir blöðin mót birtunni, þegar því er vökvað, vaknaði Irene til lífsins í samneytinu við hann. Tíminn flaug áfram, og það leið heill mánuður, án þess að þau hefðu nokkrar áhyggjur af fortíð eða framtíð. Það sem á æsku- árum Jo hefði orðið að logandi ástríðu, varð nú að djúpri og inni- legri tilfinningu. Hann var félagi hennar og verndari, og honum fannst sem aðdáun sín á henni væri alveg óeigingjörn. Hann vildi helzt ekki hugsa um framtíðina, en hún barði von bráðar að dyr- um.... 20. janúar fékk hann skeyti, sem batt endi á þetta draumaástand: Hef boðið' mig fram sem sjálfboðaliða við riddaraliðið, Jolly. Jo fannst þetta eins og að vakna upp við vondan draum. Hann hafði gengið um í óraunverulegu draumaástandi, meðan drengur- inn hans, sem honum bar skylda til að styrkja og leiðbeina, hafði upp á eigin spýtur orðið að taka svo mikilvæga ákvörðun, ákvörðun um að fara í stríð, með öllum þeim hættum sem því voru samfara. Honum brá líka við, þegar hann fann hve djúp áhrif Irene hafði haft á sál hans. Sambandið milli þeirra var orðið allt annað og miklu meira en venjuleg vinátta, en eins og á stóð hvorki gat hann eða mátti láta það uppskátt við hana, hann gat ekki tjáð henni ást sína undir þessum kringumstæðum. Skeytið frá Jolly kom líka upp á milli þeirra þessa stundina. Hann varð að flýta sér heim til Robin Hill.... Allar sendingar fulltryggðar Sendum um allan heim. Meira úrval en nokkru sinni fyrr af íslenzkum listiðnaði úr gulli, silfri, tré og hraunkeramik. Ullar- og Skinnavörur, dömupelsar, skór, hanzakar, töskur og húfur. Einnig mikið úrval af erlendum gjafavörum á óbreyttu verði. RAMMAGERÐIN, HAFNARSTRÆTI 5 OG 17 HÖTEL LOFTLEIÐIR OG HÓTEL SÖGU v____________________________________/ Val hafði ekki gert annað í fríinu en að láta sig dreyma um yndislega stúlku á apalgráum gæðingi. Það var sama hverju fjöl- skyldan stakk upp á við hann, hann svaraði alltaf að hann þyrfti að hitta kunningja sinn.....Hann var í stöðugum vandræðum með að komast að heiman í reiðfötum, án þess að nokkur yrði þess var. En hann lét engan verða varan við tilfinningar sínar, hann hafði þær út af fyrir sig. Það var heldur ekki hægt að tala um slíka hluti. Hann var svo ástfanginn að ekkert annað komst að í huga hans. Hann þráði alltaf þá stund, sem hann gat komizt út í Rich- mond garðinn og beðið þar til apalgrái gæðingurinn kom í ljós á milli trjánna og hann kom auga á grannvöxnu, dökkhærðu reiðkon- una, sem sat á baki hans. Svo riðu þau, hlið við hlið, milli nakinna trjástofna. Þau töluðu ekki mikið' saman. Það kom fyrir að þau létu hestana spretta úr spori, en venjulega létu þau þá tölta og héldust i hendur. Það hafði oft hvarflað að Val að segja móður sinni frá litlu feimnu frænkunni, sem hafði svo algerlega sigrað hjarta hans, að það breytti öllu hans lífsviðhorfi. En þótt þau sætu oft ein, á rólegum kvöldstundum, hafði hann horfið frá því að trúa henni fyrir leynd- armáli sinu. Það var líka sorgleg staðreynd að fólk, sem komið var yfir fertugt hafði einkennilegt lag á því að eyðileggja allt fyrir manni...... En dag nokkurn i janúar kom hvorki apalgrái gæðingurinn né stúlkan á stefnumótið. Val beið lengi í kuldanum og var jafnvel að hugsa um að ríða út til Robin Hill. En hann gat átt á hættu að Jolly væri heima........ Vonsvikinn reið hann aftur til borgarinnar, og var í vondu skapi það sem eftir var dagsins. Val reið á harðaspretti gegnum Richmond garðinn, til að koma ekki of seint til stefnumótsins. En sagan endurtók sig, hún kom ekki heldur þennan daginn. Hann komst alveg úr jafnvægi við það að Holly hafði brugðizt tvo daga í röð. í þetta sinn gat hann ekki farið heim, án þess að ná tali af henni. Hann varð að fara út að Robin Hill. En hverjum átti hann að spyrja eftir? Ef faðir hennar væri nú kominn heim, eða Jolly og June væru bæði heima. — Það er enginn heima nema fröken Holly, sagði stofustúlkan, sem opnaði fyrir honum. — Þakka yður kærlega fyrir, sagði Val og honum létti ótrúlega mikið. — Má ég setja hestinn minn í hús? Og viljið þér segja fröken Holly að þetta sé Val Dartie, frændi hennar. Hann fann hana í forsalnum, feimna og rjóða. Þau settust í sófa við gluggann. — Ég hefi verið svo órólegur þín vegna, sagði Val. -— Hvað er að? Lady Charming sokkabuxurnar eru framieiddar úr hinum einstaklega mjúka og fallega GALANESSE þræði, sem aðeins ARWA sokka- buxur eru framleiddar úr. ARWA sokkabuxur eru fóanlegar í 20 og 30 denier á sama verði. Allar A R W A Lady Charming sokkabuxur eru með skrefbót. Athugið hið sérstaklega hagstæða verð, fallega liti og áferð, og framúrskarandi endinugu á A R W A Lady Charming sokkabuxum. Einkaumboð fyrir A R W A Feinstrumpfwerke, Vestur-Þýzkalandi: Smiðjustíg 4, sími 20433. / 45. tbi. VIKAN 49

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.