Vikan


Vikan - 14.11.1968, Page 50

Vikan - 14.11.1968, Page 50
Nýtt...Nýtt Chesterfield filter með hinu ffáða Chesteriield bragði... Loksins kom fíiter sígaretta með sönnu tóhakshragði Reynið góða bragðið Reynið Chesterfíeld fíiter Úrval I næsta ÚRVALI birtist úrdráttur úr bókinni „Til síðasta hjartsláttar" eftir Philip Blaiberg, fyrsta hjartaþega heims. „Fyrir aðeins nokkr- um ménuðum lá ég í sjúkrahúsi, deyjandi maður með lítt starfhæft hjarta," segir dr. Blaiberg í þessari sérstæðu frésögn. „Hjúkrunar- konurnar voru farnar að velta því fyrir sér, hversu fljótt rúmið mitt yrði tiltækt handa næsta sjúklingi. Þá gerðist kraftaverkið." — Jolly veit að við höfum farið í reiðtúra saman. — Er hann heima? - Nei, en hann kemur bráðum. — Já, en.... Val greip um hönd hennar með ákafa. Hún reyndi að draga hana til sín, en hætti svo við það og horfði á hann, alvar- leg á svipinn. — Fyrst og fremst er nokkuð sem ég verð að segja þér um fjölskyldu mína, hélt Val áfram. Þú veizt kannski að faðir minn er ekki beinlínis eins og....nú, jæja, hann hefir yfirgefið móður mína, og nú vill hún fá skilnað. Það er víst ekki hægt að komast hjá því að það komist í blöðin.....Skilnaðarmál eru andstyggileg. Ég vildi bara að þú vissir þetta, vegna þess......já, ef.... já, ég meina, ef þér þykir svolítið vænt um mig. Mér þykir svo óskaplega vænt um þig Holly .... getum við ekki trúlofað okkur? Orðin komu svo klaufalega út úr honum, að hann hefði getað barið sjálfan sig. Hann leit innilega á hana og spurði: — Þykir þér ekki svolítið vænt um mig líka? Er það ekki? Því ef ekki..... Eitt andartak var eins og tíminn stæði kyrr. Það varð dauðaþögn. Svo hallaði Holly sér áfram og strauk um hár hans, með hendinni sem var laus, og Val hvíslaði: — Ó, Holly. Rödd hennar var undurblíð, þegar hún hvíslaði á móti: — Ó, Val. Ótal sinnum hafði Val látið sig dreyma um þetta augnablik, og hafði alltaf séð sjálfan sig sem hreykinn og sigurvissan elskhuga. En nú, þegar augnablikið var komið, var hann auðmjúkur, gagntek- inn, og vandræðalegur. Hann þorði ekki að hreyfa sig, var svo hræddur um að Holly myndi skríða inn í sjálfa sig og iðrast eftir allt saman. Hún sat titrandi og leit niður fyrir sig, svo leit hún upp, og augun ljómuðu. Val hressti sig upp og kyssti hana...... Allt í einu heyrðu þau fótatak og vandræðalegan hósta. Val leit upp, en sá ekki nokkurn mann. En síðu tjöldin í hinum enda forsals- ins hreyfðust. Holly stóð upp, skelfingu lostin. — Það hlýtur að vera Jolly, hvíslaði hún. Val kreppti hnefana, rétti úr sér. — Mér er alveg sama, — núna, þegar við. erum trúlofuð. Og hann gekk, ákveðnum skrefum að tjöldunum og svifti þeim frá. — Ég verð að biðjast fyrirgefningar á því að ég heyrði þetta, sagði Jolly. Móti vilja sínum dáðist hann að Val á þessu augnabliki. Andlitið var sviplaust, röddin róleg, og hann virtist öruggur og yfirlætislaus. — Ég vil mjög ógjarnan verða ókurteis við þig á mínu eigin heimili, sagði Jolly. — En faðir okkar er ekki heima, og það er ég sem ber ábyrgð á systur minni. Þú hefir farið á bak við mig. Þú hefðir átt að tala við mig fyrst, eða þú hefðir átt að bíða eftir því að faðir okkar kæmi heim. — Ég hafði mínar ástæður til að bíða ekki.... Ég er búinn að segja Holly frá fjölskyldukringumstæðum minum. Ég vildi verða fyrstur til að segja henni frá þeim. -—- Þið eruð bara stórir krakkar, sagði Jolly. — Ég er ekki búinn að gleyma því að þú sakaðir mig um að vera hlyntur Búunum, Val. En nú skal ég segja þér nokkuð, ég er ákveðinn í því að bjóða mig fram sem sjálfboðaliða í riddaraliðið. Ég skora á þig að gera slikt hið sama. Ef þú þorir! Holly rak upp óp og Val hrökk við. Það var eins og hann hefði fengið högg á höfuðið. Honum hafði aldrei dottið í hug að gerast sjálfboðaliði, og nú kom þessi áskorun, einmitt núna, þegar hann var svo hamingjusamur. Hann skotraði augunum til Hollyar. Ef hann tæki ekki áskoruninni, myndi hún þá ekki fyrirlíta hann? Og erkióvinurinn Jolly líka? En ef hann tæki áskoruninni yrði hann að sjá af öllu, -— yndislega andlitinu, augunum, —hárinu, — koss- unum.... — Ágætt, sagði hann og reif hendurnar upp úr buxnavösunum. — Ég tek áskoruninni! Jolly hneigði sig lauslega fyrir honum, svolítið háðskur á svipinn. — Þá hittumst við á ráðningaskrifstofunni, -—- eftir klukkustund, — stundvíslega. Hann gekk út á svalirnar og lokaði glerhurðinni fast á eftir sér. Andlit Hollyar ljómaði af hræðslulegri aðdáun og hún læddi hönd sinni inn í lófa Vals. Jolly hélt ef til vill að hann gæti eyðilagt trú- lofun þeirra með þessu, en honum skyldi ekki verða kápan úr því klæðinu. Val fannst hann vera orðinn bæði eldri og karlmannlegri en áður..... Framhald í næsta blaði. 50 VTKAN 45. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.