Vikan


Vikan - 28.11.1968, Síða 3

Vikan - 28.11.1968, Síða 3
r 4 k VIKU BROS — Hefi ég ekki alltaf varað þig við því að borða mat gest- anna? IÞESSARIVIKU — Á ég að sýna þér bragðið sem ég kenndi Haraldi, — ég meina Snata í dag? A riUESTII Tlir Bls. 4 Bls. 6 Bls. 7 Bl.s 8 BIs. 10 Bls. 12 Bls. 16 Bls. 18 Bls. 20 Bls. 22 Bls. 24 Bls. 29 Bls. 46 PÓSTURINN ........................... Bls. MIG DREYMDI ......................... Bls. DAGLEGT IIEILSUFAR .......... AKUREYRI ER ÖÐRUM MEIRI ............. Bl.s MUNDU MIG ........................... BIs. J ÓL AB AKSTURINN ........... HVAR SÖNGUR ÓMAR SEZTU GLAÐUR........ BIs. EFTIR EYRANU ........................ Bls. SAGA FORSYTEÆTTARINNAR .............. BIs. 20 ONASSIS ............................. Bls. SAGA BÍTLANNA ....................... Bls. ALÍSA ............................... Bls. VIKAN OG HEIMILIÐ ................... Bls. VÍSUR VIKUNNAR: Nú flæðir skammdegismyrkrið um mela og torg og mörgum virðist þyngra en áður í skapi menn fullyrða jafnvel að fjölgi í vorri borg fyrirtækjum sem rekin eru með tapi. En enginn veit hvenær örlagaklukkan slær og ótal hættur leynast á förnum vegi sú tíbrá sem fegurst glitraði hér í gær er geislavirk þegar birtir af næsta degi. Það ræður að likum að renni mörgum í skap því raunir heimsins eru svo fjarska margar og síðast er jafnan á tilveru okkar tap og tilgangslaust að finna þar ráð til bjargar. FORSÍÐAN: Barnaleikrit Þjóðleikhússins í ár verður eftir hinn vinsæla norska höfund, Toi-björn Egner. Hann samdi eins og kunnugt Kardimommubæinn, sem er vinsælasta barnaleikrit, sem hér hefur verið sýnt. Nýja leikritið heitir Síkátir söngvarar og við sjáum teikningu af aðalpersónum þess á forsíðunni, sem Egner hefur sjálfur gert. Sjá nánar á blaðsíðu 16. — Þú bátt ekki búast við miklu, þetta er fyrsta hjóna- band mitt! VIKAN ÚTGEFANDI: HILMIR HF. Ritstjóri: Siguröur Hreiðar. Meðritstjóri: Gylfi Gröndal. Blaða- maður: Dagur Þorleifsson. Útlitsteikning: Snorri Friðriksson. Dreifing: Óskar Karlsson. Auglýsingastjóri: Jcnsína Karlsdóttir. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Skipholti 33. Símar 35320 — 35323. Pósthólf 523. Verð í lausasölu kr. 50,00. Áskriftarverð er 475 kr. fyrir 13 tölublöð ársfjórðugnslega, 900 kr. fyrir 26 tölublöð misserislega, eða 170 kr. fyrir 4 tölublöð mánaðarlega. Áskriftargjaldið greiðist fyrir- fram. Gjalddagar eru: Nóvember, febrúar, maí og ágúst eða mánaðarlega. Næsta blað verður jólablað og tvöfalt að stærð, alls 104 síður. Þar af verða fjórar síður litprentaðar á kápu- pappír. Jólabók Vikunnar verður 16 síður og þar kenn- ir margra grasa. Þar verður föndurþáttur fyrir litlu börn- in, sem Margrét Sæmunds- dóttir annast, en hana þekkja öll börn úr barnatíma sjón- varpsins. Mynztur á marga vegu nefnist föndurþáttur fyrir fullorðna, og hefur Kristín Jónsdóttir séð um hann. Þá verða uppskriftir að jólasælgæti og kökum, leikir, gátur og þrautir og loks grein og myndir um há- tíðamatinn, sem afurðadeild SÍS hefur útbúið fyrir Vik- una. Annað efni jólablaðsins er mjög fjölbreytt. Nú er ég bú- inn, nú get ég byrjað, heitir skorinort og hressilegt viðtal við Indriða G. Þorsteinsson, rithöfund. Hann lét skrásetja heimsbygg'ð'ina nefnist fróð- leg grein um Ágústus keis- ara, sem allir þekkja úr jóla- guðsspjallinu, en fáir vita frekari deili á. Þá hefur Vik- an leitað til átta karla og kvenna, sem öll eru fædd 24. desember og beðið þau að svara spurningunni Hvernig finnst þér að eiga afmæli á aðfangadag? Sem jólasögu höfum við valið að þessu sinni smásögu eftir hinn kunna norska höfund, Johan Bojer, Jól í káetunni. Allt er þegar þrennt er nefnum við heimsókn til ungra hjóna hér í Reykjavík, sem eignuðust þríbura í fyrra. Trúin á líf í bergi og hól er fyrirsögn á þremur huldufólkssögum, sem Þorsteinn Matthíasson hefur skráð eftir núlifandi fólki. Og ekki má gleyma jóla- hugvekju, jólakrossgátu, barnasögu og þjóðsögu, auk hinna föstu og vinsælu þátta. 47. tbi. VIKAN 3

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.