Vikan


Vikan - 28.11.1968, Side 13

Vikan - 28.11.1968, Side 13
til þær eru gegnum bakaðar og stökkar. Berlínarkransar. 2 egg, 50 gr sykur, 200 gr hveiti, 125 gr smjör, grófur sykur. Annað eggið er harðsoðið, kælt og rauðan tekin úr, söxuð smátt og hrærð saman við hina eggja- rauðuna. Sykurinn hrærður vel þar saman við. Hveitinu og smjörinu, sem áður er hrært, blandað 1 smátt og smátt. Hnoðað. Mótað í mjóar lengjur, sem skornar eru í ca. 15 cm langa búta og sett saman í hringi. Áður en hringirnir eru bakaöir eru þeir smurðir með eggjahvítu (sem áður er hrærð með i/2 matsk. af vatni) og difið í mulinn sykur. Sænskar smákökur (Flarn). 75 gr brætt smjörlíki, 1\'2 dl syk- ur, 1 egg, 1 matsk. liveiti, 3 dl haframjöl. Smjörlíkið er brætt og hellt yfir haframjölið. Eggin eru þeytt með sykrinum. Hveiti og haframjöli blandað saman við. Látið með te- sk. á smurða plötu og mótað með skeiðinni í þunnar, kringlóttar kökur líkt og kramarhús. Bakaðar í meðalheitum ofni, ljósgulbrúnar, losaðar af plötunni og beygðar á sívalningi. Hnetukökur (40 stk.). 60 gr smjör eða smjörlíki, 34 dl sykur, 2 dl hveiti, \'2 tesk. lyfti- duft, 14 tesk. kanell, 100 gr val- linetur. Smjörlíkið er hrært með sykrin- um. Helmingurinn af hnetukjörn- unum eru saxaðir smátt og hrærðir saman við ásamt kanel, hveiti og lyftidufti. Mótað í litlar kúlur, \2 eða 1/4 hnetukjarni látinn á hverja þeirra (ath. að þrýsta þeim vel niður í deigið). Bakað við ca. 200 gráður. súkkat, 11/2 tesk. engifer, 3 dl hveiti, 1 tesk. lyftiduft. Smjörlíki, sykur og eggjarauða hrært vel saman. Ávöxtunum og hveitinu, sem áður er sigtað með engifer og lyftidufti, hrært og hnoðað saman við. Mótað í lengj- ur, sem skornar eru í ca. 4 cm langa bita, penslaðir með eggi og difið í blöndu af muldum sykri með söxuðum, óhýddum möndlum. Ath. að hafa kökurnar ekki of þétt á plötunni og bakið þær við góðan hita. Kókoskökur (ca. 45 stk.). 1 egg, 3 eggjahvítur, Zy2 dl syk- ur, 200 gr kókósmjöl. Ávaxtamauk. Bezt er að hita deigið í emeler- uðum eða eldföstum potti. Egginu, hvitunum, sykri og kókósmjöli blandað saman í pott og hitað við hægan hita, hrært í, þar til kókós- mjölið verður lint og deigið þykknar. Sett með tveim teskeiðum á vel smurða, hveitistráða plötu. — I miðju hverrar köku er búin til lítil hola og fyllt með sultu. (Ath. að hafa sultuna ekki of mikla). Bakaðar við ca. 200 gráður. Sprautukökur (50 kökur). 200 gr smjörlíki (tæplega), 1 dl púðursykur l>í. dl majsenamjöl, 2*,2—3 dl hveiti, 2 tcsk. vanilju- sykur. Smjörlíkið er hrært með sykrin- um. Majsenamjöli, hveiti og van- iljusykri blandað saman. hrært smátt og smátt i. Kælt. Sprautað á vel smurða plötu í strimla. Fal- legt er að setja koctailber, sem áður er skorið í mjóar skífur, á miðju hverrar köku. Bakað við 250 gráðu hita. Ef kökurnar vilja renna út, er dálitlu hveiti hnoðað upp í deigið. Hunangskökur. 100 gr smjörlíki, 100 gr sykur, 1 matsk. hunang, y2 egg, 40 gr möndlur, 3 dl hveiti, \'2 tesk. natron. Deigið er hrært á venjulegan hátt. Smátt söxuðum möndlum blandað í síðast. Hnoðað í sívaln- inga, meðal þykka. Kælt. Skorið í sneiðar og bakað við meðalhita. (Kökurnar líkjast spesium að lög- un). Kornflakeslcökur. 2 dl hveiti, \'2 tesk. matarsódi, \% tesk. salt, 100 gr smjörlíki, 1 dl sykur og 1 dl púðursykur, 1 egg, 1 tesk. vaniljusykur, 2 dl korn- flakes, 2 dl haframjöl, 1 dl kók- ósmjöl. Hveitið er sáldrað með matar- sóda og salti. Smjörlíkið er hrært með sykrinum, egginu og vanillju- sykrinum. Þar í er blandað hveit- inu, kókósmjölinu, haframjölinu og kornflakesinu. Mótað í litl- ar, flatar kúlur (ca. 30 stk.) sem eru bakaðar við ca. 225 gráður í 10—12 mín. Hjúpsúkkulaði er brætt í vatnsbaði. Látið með te- skeið á miðju hverrar köku ásamt hálfri möndlu. Góð sykurbrauðskaka. 4 egg, 2 dl sykur, Hi dl hveitl, 1 dl kartöflumjöl, 1 tesk. Iyftiduft. Eggin eru þeytt vel með sykrin- um, hveiti, kartöflumjöl og lyfti- duft er sáldrað saman og blandað varlega saman við. Bakað í vel smurðu móti. (Gott er að strá brauðmylnsu eða hveiti í mótið, þá festist kakan síður við). Hitinn er hæfilegur 200—225 gráður. Kakan er bökuð, þegar hún er vel lyft og fallega gulbrún. Deigið er einnig hægt að baka í 2—3 mótum. Gott í margs konar rjómatertur. Sykurbrauðskaka með heilhveiti. 3 egg, 1\'2 bolli sykur, V/2 bolli heilhveiti, 1\'2 matsk. hveiti, V/z tesk. lyftiduft, 2\'2 matsk. sjóðandi vatn. Rifið hýði af hálfri sítrónu. Búið til og bakað á sama hátt og áðurnefnd sykurbrauðskaka. Heit ískaka. Sykurbrauðsbotn er látinn á fat, gott er að bleyta hann með ávaxta- safa eða víni. í kring og ofan á er raðað ávöxtum, ananas, perum eða ferskjum. í staðinn fyrir ávexti er Ávaxtastengur 100 gr smjör eða smjörlíki, 1 dl sykur, 1 eggjarauða, 50 gr saxað- ir, sultaðir ávextir eða 50 gr sax- aðar rúsínur, appelsínuhýði og einnig gott að láta gott ávaxta- mauk, t. d. apríkósumauk. Það er hægt að hafa hvaða tegund af ís sem er á kökuna, annað hvort er hann frystur í kökumótinu eða í bitum, sem þá er raðað yfir. Það fer eftir stærð kökunnar hvað margar eggjahvítur þarf að ætla. en nauðsynlegt er að þær hylji hana. Hvíturnar eru þeyttar mjög vel. Flórsykur sáldraður og blandað varlega saman við. Ætla má % matsk. af flórsykri á móti hverri hvítu. Smurt yfir kökuna og hún látin í vel heitan ofn í 3—5 mín. Þá á hvítan að vera farin að stífna. Ath. að setja ísinn og hvíturnar ekki yfir kökuna fyrr en rétt áð- ur en hún er borin fram og baka hana um það bil sem setzt er að borðum. Kakan bakist á fati sem þolir hita, t. d. stálfati. Rjómaterta með mokkakremi. Sykurbrauðsdeig. Mokkakrem. 150 gr smjör, 50 gr flórsykur, 1 eggjahvíta, 2 tesk. kaffiduft, 1—2 matsk. kakaó. Smjörið er hrært lint. Eggjahvít- ur og sykur er þeytt saman í skál yfir gufu þar til það er létt og far- ið að þykkna. Tekið af hitanum og þeytt þar til það er kalt. (Ágætt er að þeyta það í hrærivél). Þá er smjöri, kakaói og kaffi blandað varlega saman við. Kökubotnarnir eru lagðir saman með kreminu. Rjóminn er stífþeyttur og spraut- að eða settur með skeið yfir kök- una. Skreytt með niðursoðnum perum, sem áður eru skornar í skífur, og grófrifnu súkkulaði. Rjómaterta, með hnetum eða ávöxtum. Saman við sykurbrauðsdeigið er blandað smátt söxuðum hnetum og \'2 tesk. af kanel. — Bakað í 2—3 botna, sem eru lagðir saman með rjóma. Kakan er skreytt með 47. tbi. VIKAN 13

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.