Vikan


Vikan - 28.11.1968, Síða 15

Vikan - 28.11.1968, Síða 15
um. Með ostinum er látið kex, smjör og grænmeti og ávextir eft- ir því sem fyrir hendi er og til er á hverjum árstíma. Hadísur, tómatar og gúrkur eiga vel við ost, en á veturna þegar lít- ið er um grænmeti koma ávextir í staðinn svo sem epli, vínber, ban- anar, appelsínur, melónur og margs konar niðursoðnir ávextir, einnig eiga döðlur, gráfíkjur og hrátt salat vel við ostbragðið. Hafið fáar tegundir með ostin- um en komið því vel fyrir á bakk- anum og fleiri diskum eða skálum ef með þarf. Sumt af ostinum er einnig ágætt að skera í litla bita og stinga pinn- um í. Ostabakki er oft borinn á eftir smurðu brauði með öli, te eða kaffi sem sjálfstæður réttur, einn- ig á kalt borð eða milliréttur til miðdegisverðar, þá haft á undan ábætisréttinum. í síðastnefndum tilfellum er sjálfsagt að hafa sér diska og hnífapör fyrir ostinn. Hrauðkaka. Brauðkökur eru algengar og fljótlegar í staöinn fyrir smurt brauð. Á þær er sett margs konar álegg, sem raðað er eftir litum og bragði, oftast eru egg og síld höfð yzt og salötin í miðjunni, séu hafð- ar fleiri tegundir á sömu köku. Á meðfylgjandi mynd er kakan bökuð úr venjulegu hveitibrauðs- eða heilhveitibrauðsdeigi (nota má t. d. uppskrift af fljótlegum osta- kökum eða bollum með pressu- geri, sem koma hér á eftir). Deigið er bakað í kringióttu móti, Bezt nýbakað. Þegar kakan er köld er hún klofin þversum og nægir því í tvær brauðkökur. Annan helminginn má einnig hafa í samiokur með einhverju öðru áleggi en er í kökunni. N Smurosti er sprautað á sama '•£. hátt og skreytt með eplabita eða öðrum ávöxtum. Ávaxtasalat eða hrátt grænmetissalat má hafa og er þá skreytt með því sem við á, t. d. döðlum eða gráfíkjum. Borið fram með ávaxtasafa eða vinblöndu. Smurð brauðterta. Á meðfylgjandi mynd er kakan fyrst smurð með smjöri, gott er að láta þunnt lag af kryddaðri olíu- sósu (salatkremi) þar yfir. Yzt eru eggjasneiðar með kaviar og olivum (í staðinn fyrir það er ágætt að hafa kryddsíldarræmu, sem þá er vafin upp og sett á miðja eggjasneiðina). Næst er uppvafin spægipylsa með sýrðum gúrkum og rækjusal- at í miðjunni. í staðinn fyrir pyls- una er ágætt að hafa afganga af nýju eða reyktu kjöti og það salat í miðjunni sem hverjum þykir bezt. Skreytt með salatblöðarn eða steinselju. Á vetrum er því sleppt og heimaræktaður karsi hafður í staðinn. Fljótlegar ostakökur. (SKONSUR). 8 dl hveiti, 4 tesk. lyftiduft, 1 tcsk. salt, 100 gr smjörlíki, 2—3 dl mjólk, rifinn ostur (eða birkis- korn). Hveitið er sáldrað á borð ásamt lyftidufti, salti og sykri. Smjörlík- ið mulið í og vætt í með mjólkinni sem bezt er að sé súr. (Sé mjólkin hlaupin er hún blönduð til helm- inga með nýrri). Hnoðað. Flatt þykkt út, skorið í aflangar, fer- kantaðar kökur, sem raðað er með jöfnu millibili á vel smurða plötu, smurðar með eggi eða mjólk og rifnum osti eða birkiskornum stráð yfir. Bakað við 200—250 gráðu hita. Þegar kökurnar eru kaldar eru þær lagðar saman með ýmiss kon- ar áleggi, svo sem reyktu kjöti, eggjum, osti o. fl. Bornar fram með öli, kaffi eða te. Bollur með pressugeri. 250 gr hveiti, V2 tesk. salt, V2 matsk. sykur, 2 matsk. smjörlíki, 25 gr pressuger eða ZV2 tesk. þurr- ger. Hveitið er sáldrað með salti og sykri. Smjörlíkið mulið í. Pressu- ger eða þurrger er hrært út með volgu vatni og mjólkin velgd, vætt í með því. Hnoðað, látið bíða um stund. Mótað í bollur, sem eru látnar lyfta sér á plötunni, síðan penslaðar með eggi, mjólk eða vatni og bakaðar við ca. 225 gráð- ur. Saman við deigið er ágætt að hnoða smátt skornu hangikjöti eða skinku áður en það er mótað og bakað. Bollurnar eru beztar nýbakaðar, annars eru þær hitaðar upp áður en þær eru bornar fram með smjöri eða osti ef vill. Heit brauðlcaka (Pie). 6 matsk. smjÖrlíki, 3 dl hveiti, 2 matsk. vatn. FYLLING: 2 egg, 3 dl rjómi og aspassoð, 6 dl rifinn ostur (200 gr). Aspas. Hveitið er sáldrað, smjörlíkið mulið í með hníf, vætt í með vatn- inu. Flatt út, þunnt. Eldfast mót klætt innan með deiginu. Ostinum stráð yfir og aspasinum raðað þar ofan á. Eggin eru þeytt með rjóma og aspassoði, hellt yfir deigið. Bakað við 200—250 gráður þar til kakan er fallega gulbrún og eggin hlaupin. í staðinn fyrir þessa fyllingu er ágætt að baka kökuna fyrst og bera hana fram með ýmiss konar afgöngum svo sem grænmetisjafn- ingum, kjöti í sósu o. fl. Smurt kex. Litlar kexkökur, t. d. saltkex eða tekex, er gott að smyrja með margs konar áleggi. T. d. tómat- sneið og eggjasneið ofan á eða eggjasneið með reyktum laxbita. Agúrkusneið með uppvafinni kryddsíldarræmu og ef til vill olívubita. Sprautað með lifrarkæfu (kæfan er þá hrærð út með dálitl- um rjóma eða mjólk), rauðrófur eða asíubiti látinn ofan á. (sandwich). Skorpurnar eru skornar af brauðinu og það síðan skorið þver- sum í sneiðar. Bezt er að nota sér- stök sandwichbrauð eða form- brauð. Notað er eingöngu hveiti- brauð eða heilhveitibrauð, einnig er ágætt að hafa hveitibrauð og rúgbrauð saman. Þykkt sneiðanna fer eftir því hve mörg lögin eru, séu þau tvö er brauðið haft þykkara, en þunnt ef um fleiri lög er að ræða. Þessi brauðtegund er fljótleg og góð, sérstaklega vegna þess að hana er nauðsynlegt að smyrja nokkru áður svo að brauðið tolli betur saman. Borið með súpum, öli, kaffi eða te, einnig mjög hent- ug í nesti. Áleggið fer cftir litum og bragði. betra er að hræra það með smjöri og þá þarf ekki að smyrja brauð- ið. Kjöt þarf að saxa, það sama er að segja um síld, lax, tómata, gúrk- ur og steinselju. Egg, lifrarkæfa, kavíar, rækjur og ost er einnig sjálfsagt að hræra með smjöri, þá verður auðveldara að smyrja því á brauðið. Eitt lagið má t. d. hafa með söxuðum eggjum og krydd- síldarsmjöri, annað með kjötteg- und, þriðja með gráðaosti o. s. frv. Brauðið má einnig vefja upp með álegginu, þá er bezt að nota hveitibrauð. Brauðið er vafið upp, á sama hátt og rúlluterta með álegginu, í hæfilega stórar rúllur. Þegar búið er að smyrja brauðið er deigu stykki eða málmpappír vafið þétt utan um það og látið biða nokkurn tíma áður en það er skorið í sneiðar og borið fram. Það má einnig hafa nokkuð af því óniðurskorið og bera það þannig fram. Appelsínusamlokur. 6 appelsínur, 2 eggjarauöur, 2 matsk. sykur, safi úr hálfri til einni sítrónu, 50—100 gr hnetu- kjarnar, 4 blöð matarlím, 2V2 dl rjómi. Eggjarauðurnar eru hrærðar með sykrinum, sítrónan pressuð og saf- anum blandað saman við. Þar í er einnig blandað nokkru af hnetu- kjörnunum sem áður eru saxaðir. Rjóminn er þeyttur, nokkuð af honum tekið frá (ca. 2 matsk.). Matarlímið brætt og kælt, hrært út í eggin, þegar það fer að þykkna er rjómanum blandað saman við og síðast stífþeyttum hvítunum. Appelsínurnar eru skornar í sneið- ar, lauf skorið í brúnirnar ef vill. Sneiðarnar lagðar saman, tvær og tvær með kreminu á milli, skreytt með rjómanum, er tekinn var frá, hnetukjörnunum og koktailberj- um. í staðinn fyrir þau er einnig gott að rífa súkkulaði yfir. Borið fram með kaffi eða sem ábætisréttur. 4V. tbi. VIKAN 15

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.