Vikan


Vikan - 28.11.1968, Síða 16

Vikan - 28.11.1968, Síða 16
ö tySONGUR GLAOUif*®^/ Snemma í desember verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu nýtt barnaleikrit eftir Norðmanninn Thorbjörn Egner, er nefnist á norskunni Musikantene kommer til byen en verður líklega á ís- lenzku látið heita Síkátir söngv- arar. Áður hefur norska Rikste- atret, sem er umferðaleikhús, tekið það til flutnings og sýnt víða í Noregi, en eftir það hefur Egner breytt því talsvert og verður sýning Þjóðleikhússins á því sú fyrsta í þess núverandi mynd. Þýðingar allra þriggja leikritanna á íslenzku hafa Kristján frá Djúpalæk og Hulda Valtýsdóttir gert, en uppsetningu og leikstjórn annast Klemenz Jónsson. Aðalpersónurnar í Síkátum söngvurum eru hljóðfæraleikar- arnir Andrés, sem leikur á túbu, Sívert, sem leikur á flautu og Karí á banjó. Tvö þau síðast- nefndu eru í vinnumennsku hjá einkar geðillum bónda, sem hef- ur engan smekk fyrir tónlistar- iðkunum þeirra, en þar eru grip- ir hans honum skarpari, því að kýrnar hans og bolinn Napóleon mega varla þrautalaust án vera banjóleiks og söngs Karí. Þetta endar með því að þau systkinin ganga úr vistinni og halda út í heiminn með Andrési. Smám saman bætist við í hljómsveit- ina. Þau koma að herbúðum og hitta trompetleikara, sem dottar á verði þar fyrir utan. Hlutverk hans er að vekja hermennina með trompetinu á morgnana og gefa þeim á kvöldin merki um að fara í rúmið. En honum leidd- ist starfið og var dálítið utan við sig í því, því að það kom fyrir að hann fór öfugt að, lék morg- unstefið um kvöldið svo að her- mennirnir voru á fótum alla nóttina, en kvöldstefið um morguninn. Þá harðneituðu her- mennirnir auðvitað að fara á fætur og varð að færa þeim öll- um matinn í rúmið. Þau fala hann til fylgdar, en hann er í fyrstu tregur til, eða ætti ég ekki að leika morgunstefið fyrst 16 VIKAN 47-tbl- m HLJOM LISTABMEMW EGNIBS. SEM SUNGB SIE IÍR SWflBTHflUMB og vekja hermennina? En Kari svarar: Leyfðu þeim að sofa. Þá verða þeir stórir og sterkir. Og er hæpið að hermenn hafi yfir- leitt annað þarfara fyrir stafni. Jæja, trompetleikarinn fer með þeim þremur, og næst ligg- ur leiðin til gistihúss eins, þar sem ástandið er litlu betra en á bóndabænum, allir í fýlu og ólund. En söngvararnir síkátu eru ekki lengi að lífga upp á selskapið og verða engu síður vinsælir hjá gestunum í gistihús- inu en áður hjá kúm bóndans. Þar bætist líka í hópinn trommu- slagari, og má nú segja að ekk- ert va'nti á að hljómsveitin sé fullkomin. Er nú förinni haldið áfram til borgar, þar sem ástand- ið er svipað og á fyrri stöðunum tveimur, allir í fýlu og meira að segja harðbannað með lögum að láta í ljós glaðværð. Og það er lögreglustjórinn, sem heitir hvorki meira né minna en Bör Börsson, er sér um að þeim boð- um sé hlýtt. Hann stingur söngvurunum í svartholið, en auðvitað halda þeir áfram að spila og syngja þar, og á endan- um tekst þeim með því að heilla ekki einungis bæjarbúa, heldur og bæjarstjórnina og lögreglu- stjórann sjálfan. Thorbjöm Egner leggur á það áherzlu að leikrit hans séu ekki til beinnar dægrastyttingar, heldur hafi þau og alvarlegan boðskap að flytja. í Kardi- mommubænum er undirtónninn að enginn sé alger hetja og eng- inn alger óþokki; ræningjarnir eru þegar allt kemur til alls ágætustu menn og bæta ráð sitt. Þarna er umburðarlyndið boðað á ljósan hátt og auðskilinn. Og sá mikli og skuggalegi Hálsa- skógur, dýrin litlu sem þar hír- ast og refurinn slægi og illráði sem um þau situr, allt eru þetta augljósar líkingar. Og í Síkátum söngvurum vill Egner greinilega túlka hið gamalkunna sem stund- um er haft eftir Lúther: Myndirnar cru frá sýningum Ríkisleik- hússins norska á Síkátum söngvurum. Efst sést Bör Börsson lögreglustjóri, næst trommuleikarinn framan við gistihúsið og neðst er bæjarstjórinn á fundi.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.