Vikan - 28.11.1968, Blaðsíða 17
i :
*
Hvar söngur ómar, setztu glaður;
það syngur enginn vondur
maður.
Hugmyndina að því verki seg-
ist Egner hafa fengið þegar hann
var staddur í ríki einu í Evrópu
sem hann nefndi ekki á nafn, en
þar var ástandið ekki ósvipað
ástandinu í Brösubæ, bæn-
um í leikritinu: harðbannaður
hvers konar mannfagnaður á al-
mannafæri. Egner vill undir-
strika að glaðværð og gott skap
leiði til mannúðar og umburðar-
lyndis; ólundin sé hins vegar
móðir hins sem verra er, ómann-
úðlegra boða og banna og of-
sókna gegn því sem gott er og
mannbætandi.
Fullyrt er að börn séu kröfu-
hörð og gagnrýnin, jafnvel mið-
að við annað fólk. Þetta á einn-
ig við börn sem leikhúsgesti.
Þess vegna er þeim, sem fást við
að semja barnaleikrit, hollast að
kasta ekki til þess höndunum.
Þess utan hvílir á þeim engin
smávegis ábyrgð; þeir eiga jú
þátt í mótun barnasálnanna og
veitir víst ekki af að framlag
þeirra sé jákvætt til mótvægis
við hitt og þetta miður þokka-
legt, sem krakkarnir meðtaka
gegnum sjónvarpið.
Af núlifandi höfundum hefur
fáum tekizt þetta betur en Thor-
birni Egner; hann er af kunn-
áttumönnum um leiklist talinn
fremstur barnaleikskálda Evr-
ópu og þótt víðar sé leitað. Verk
hans hafa verið þýdd á mörg
tungumál og sviðsett víða um
lönd, á Spáni, Ítalíu, Júgóslavíu,
Tékkóslóvakíu, Póllandi, Rúss-
landi og annars staðar.
Egner var upphaflega auglýs-
ingateiknari, en réðist síðan til
norska útvarpsins og vann við
barnatímann þar. Upp úr því fór
hann að skrifa sögur og þætti
fyrir börn, þar á meðal Karíus
og Baktus, sem margir kannast
við. Síkátir Söngvarar eru þriðja
sviðsverk hans hér. Hin tvö eru
Kardimommubærinn, sem setti
Framhald á bls. 45.
«■ VIKAN 17