Vikan


Vikan - 28.11.1968, Síða 20

Vikan - 28.11.1968, Síða 20
ÚRDRÁTÍUR ÚR SÖGU JOHNS GALSWORTHY 9. HLUTI Jo og Irene höfðu verið sex vikur á Ítalíu, þegar þau fengu bréf þess efnis að skilnaður Irene og Somes væri kominn í gegn. J>eim var mikill léttir að því. Sorgin yfir dauða Jollys hafði í byrjun lamað Jo gersamlega. En þessar síðustu vikur höfðu veitt honum fullkomna ró, og hann var sem annar maður. Hann var ekki lengur þreytulegur miðaldra maður; — ást hans á Irenu endurvakti með honum íilfinningar, sem hann hafði áður haldið að heyrðu æskunni til. Irene hafði líka í ríkum mæli notið þeirrar hamingju, sem gaf lífinu þarm tilgang, sem hún hafði farið á mis við í öll þessi ár, og sem hana hafði aldrei dreymt um að verða aðnjótandi, eftir dauða Philip Bosinneys sem bar svo brátt að. Nú þurfti hún heldur ekki að berjast vonlausri baráttu við öryggisleysið. Hún stóð í dyrunum milli herbergja þeirra á hótelinu í Róm, og var að byrja að setja niður í ferðatöskur; — þau ætluðu að ferðast víðar, jafnvel í nokkra mánuði. Hún spurði, allt í einu: •— Langar þig heim? Jo sat í sófa og var lengi búinn að fylgja henni með augunum, en andartak var hugur hans víðsfjarri. Hann leit undrandi upp — Nei, mér er nóg að hafa þig hjá mér. Langar þig heim? Hún sneri sér hálfvegis við, og lagði eitthvað í töskuna. — Nei, en þegar við verðum þrjú.... Það varð alger þögn í nokkrar sekúndur, það var eins og hann skildi ekki hvað hún var að segja. Barn? Hann þorði varla að trúa því, og eins og í sjónhendingu sá hann Jolly fyrir sér, soninn, sem hann hafði misst. Jo reis snöggt upp, stóð andartak fyrir aftan Irenu, áður en hann sneri henni að sér. — Irene! Þá leit hún upp og kinkaði kolli. Þau stóðu lengi í faðmlögum, án þess að segja nokkurt orð, en hamingjan endurspeglaðist í aug- um þeirra. Soames og Annette Lamotte giftu sig í París 31. janúar 1901. Það fór fram með mestu leynd, jafnvel Emily, móðir Soames vissi það ekki fyrirfram. Þau fóru strax næsta dag til London, og fluttu inn á fínt hótel. Annette var ljómandi fögur í nýjum og skrautlegum fötum, og Soames var bæði hreykinn og ánægður að sýna hana ættingjum sínum, rétt eins og hann hefði eignazt nýjan listmun. Hann hlakkaði til þess eins og barn að heimsækja for- eldra sína í Park Lane, og ganga svo á röðina til skyldfólksins. Victoría drottning var nýlátin, og þokan grúfði, eins og sorgar- slæða yfir heimsborginni. Soames var klæddur loðfrakka og pípu- hatti, þegar hann skundaði með Annettu til Hyde Park, morgun- inn sem líkfylgdin átti að. fara þar fram hjá. Allt í einu kom hann auga á hávaxinn mann, með linan hatt og grásprengt skegg. Konan sem hann leiddi var með litla loðhúfu og blæju fyrir andlitinu. Þetta voru þau Jo og Irene, og þau hlógu og töluðu saman, rétt eins og hann og Annette. Soames gaut aug- unum til þeirra í laumi, og honum varð eitthvað undarlega innan- brjósts. Svo sneri hann sér undan, ákveðinn á svip, hann vildi ekki virða þau fyrir sér, vildi ekki láta biturleikann frá liðnum dögum ná valdi yfir sér. — Sjáðu, sagði Annette, — þessi tvö þarna þekkja þig víst. Hvaða fólk er þetta? Ég sé að þau þekkja þig.... — Nei, þér skjátlast, góða mín, sagði Soames. — En hvað hún hefir fallegt andlit! Og sjáðu hve tígulega hún ber sig. Hún er mjög glæsileg! Soames horfði á eftir þeim. Þannig hafði hún gengið inn í líf hans, og þannig hafði hún skundað á brott frá honum, beinvaxin og sveigjanleg, fjarræn og óuppnáanleg. Hann flýtti sér að snúa baki við þessari draumsýn frá fortíðinni. — Sjáðu, þarna kemur líkfylgdin! sagði hann. Síðan fór hann með Annette til foreldra sinna í Park Lane, þar sem þau voru boðin til hádegisverðar. James Forsyte sat við arininn í borðstofunni, þegar tengdadóttir hans kom inn. Hann studdi höndunum á stólbríkurnar og reis hægt upp. Hann var nokkuð lotinn, en ólastanlega klæddur í diplomat- frakka. Hann var dálítið hikandi þegar hann tók í hönd hennar, það sást greinilega á hrukkóttu, litlausu andlitinu. En þegar hann virti fyrir sér æskuljómann sem lék um hana, þá fékk gamla and- litið nokkurn lit og augun ljómuðu snöggvast. — Komið þér sælar, sagði hann. -— Jæja, þér hafið verið að horfa á líkfylgd drottningarinnar. Hvernig gekk ferðin yfir sundið? Þetta var eina fagnaðarkveðjan sem hún fékk, hún, sem var valin til að viðhalda ættinni, veita honum margþráðan sonarson. Og þrátt fyrir rólegt. bros Winifred, vingjarnlega framkomu Emily og stima- mýkt Monty Darties, þá hafði Soames það á tilfinningunni að þetta hádegisverðarboð hefði ekki verið neitt ánægjulegt fyrir hina ungu brúði hans. Hann bjóst því til brottferðar eins fljótt og háttvísin leyfði. Dag nokkurn stóð í hjúskapardálknum í Times að Jolyon For- syte hefði kvænzt Irene, dóttur hins látna Herons prófessors. Ilún spurði allt í cinu: — Langar þig heim? — Nei, mér er nóg að hafa þig hjá mér. 20 VTKAN 47. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.